Spennandi ferðir fyrir alla 18. nóvember 2004 00:01 Ferðaskrifstofan Stúdentaferðir er sennilega fremst í flokki þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á óvenjulegar ævintýraferðir á mjög viðráðanlegu verði. Stúdentaferðir urðu til fyrir þremur árum við samruna Ferðaskrifstofu stúdenta og fyrirtækisins Vistaskipti og nám. Viðskiptavinirnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, að miklu leyti námsmenn og ungt fólk sem tekur sér hlé frá námi til að skoða heiminn. "Vinsælustu ferðirnar þessa dagana eru starfsþjálfunarferðir," segir Hulda Stefánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða. "Þá fer fólk fyrst í málanám og undirbúning og svo að vinna á hótelum og veitingahúsum. Svo er líka vinsælt að ferðast um Suður- og Mið-Ameríku og fara í málaskóla og læra spænsku á ólíkum stöðum í ferðinni. Áhuginn á sjálfboðastörfum og ævintýraferðum er alltaf að aukast. Sjálfboðastörfin eru í Kosta Ríka, Gvatemala, Perú og Suður-Afríku og eru þau til dæmis hjá Rauða krossinum og oft við að aðstoða börn sem búa á götunni. Þá er farið frá Íslandi í málanám og undirbúning og á meðan á því stendur er fundið verkefni fyrir sjálfboðaliðana. Lágmarksdvalartími er 12 vikur en flestir finna sig svo vel í þessum ferðum að þeir vilja framlengja dvölina. Við höfum einnig sent fólk til Suður-Afríku í þriggja til fjögurra mánaða vinnu sem lýkur á gönguferð um villislóðir. Við hvetjum fólk alltaf til að gera sem mest úr ferðinni á þessar fjarlægu slóðir." Hulda hefur sjálf ferðast og dvalið erlendis svo hún þekkir það af eigin raun. "Ég fór sjálf sem au-pair en á eftir að fara í ævintýraferð. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég myndi frekar vilja fara í ævintýraferð til Asíu eða um Mið-Ameríku, hvort tveggja heillar mig mjög." Hulda vill að lokum taka fram að ævintýraferðirnar eru fyrir alla, ekki bara ungt fólk og námsmenn. "Þó við séum Stúdentaferðir þá bjóðum við upp á spennandi ferðir fyrir alla, ekki bara stúdenta." Nánari upplýsingar um það sem er í boði hjá Stúdentaferðum má finna á heimasíðunni www.exit.is. Tilboð Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Ferðaskrifstofan Stúdentaferðir er sennilega fremst í flokki þeirra ferðaskrifstofa sem bjóða upp á óvenjulegar ævintýraferðir á mjög viðráðanlegu verði. Stúdentaferðir urðu til fyrir þremur árum við samruna Ferðaskrifstofu stúdenta og fyrirtækisins Vistaskipti og nám. Viðskiptavinirnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, að miklu leyti námsmenn og ungt fólk sem tekur sér hlé frá námi til að skoða heiminn. "Vinsælustu ferðirnar þessa dagana eru starfsþjálfunarferðir," segir Hulda Stefánsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Stúdentaferða. "Þá fer fólk fyrst í málanám og undirbúning og svo að vinna á hótelum og veitingahúsum. Svo er líka vinsælt að ferðast um Suður- og Mið-Ameríku og fara í málaskóla og læra spænsku á ólíkum stöðum í ferðinni. Áhuginn á sjálfboðastörfum og ævintýraferðum er alltaf að aukast. Sjálfboðastörfin eru í Kosta Ríka, Gvatemala, Perú og Suður-Afríku og eru þau til dæmis hjá Rauða krossinum og oft við að aðstoða börn sem búa á götunni. Þá er farið frá Íslandi í málanám og undirbúning og á meðan á því stendur er fundið verkefni fyrir sjálfboðaliðana. Lágmarksdvalartími er 12 vikur en flestir finna sig svo vel í þessum ferðum að þeir vilja framlengja dvölina. Við höfum einnig sent fólk til Suður-Afríku í þriggja til fjögurra mánaða vinnu sem lýkur á gönguferð um villislóðir. Við hvetjum fólk alltaf til að gera sem mest úr ferðinni á þessar fjarlægu slóðir." Hulda hefur sjálf ferðast og dvalið erlendis svo hún þekkir það af eigin raun. "Ég fór sjálf sem au-pair en á eftir að fara í ævintýraferð. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég myndi frekar vilja fara í ævintýraferð til Asíu eða um Mið-Ameríku, hvort tveggja heillar mig mjög." Hulda vill að lokum taka fram að ævintýraferðirnar eru fyrir alla, ekki bara ungt fólk og námsmenn. "Þó við séum Stúdentaferðir þá bjóðum við upp á spennandi ferðir fyrir alla, ekki bara stúdenta." Nánari upplýsingar um það sem er í boði hjá Stúdentaferðum má finna á heimasíðunni www.exit.is.
Tilboð Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira