Söngur kvarkanna 22. nóvember 2004 00:01 Það er ekki hægt að fótósjoppa fortíðina. Við getum ekki fegrað hana, hagrætt henni, slétt út misfellur, breitt yfir lýtin: það er ekkert hægt að gera við fortíðina annað en að lifa með henni. Hún er hluti af okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta er menningararfurinn sem okkur er skenktur - svona er hann bara. Að skipta um þjóðsöng eftir öll þessi ár er eins og að ætla sér að færa Esjuna og setja þar í staðinn Keili eða Herðubreið eða eitthvert fjall sem okkur þykir vera í smartari sjetteringum við Skuggahverfið: ekki hægt, því miður. Þetta stórskrýtna lag með enn skrýtnari texta sem helgaður er geimguðfræðilegum vangaveltum - og helst fyrir Þorstein Sæmundsson að fá botn í hinar geysi-flóknu kransahnýtingar herskaranna sem þar fara fram - það er þjóðsöngur Íslendinga. Þannig bara er það. Rétt eins og hin ofurlítið spaugilega og afar ósmarta skotthúfa er hluti af íslenskum kvenbúningi þá er þetta okkar þjóðsöngur. Þórarinn Eldjárn benti á þessa óbreytanlegu stöðu þjóðsöngsins á í Speglinum um daginn. Mér heyrðist hann fagna því að ljóðið væri óskiljanlegt og lagið ósönghæft því þá yrðum við ekki leið á ljóðinu og jöskuðum laginu síður út. Auk þess væru þjóðsöngvar úrelt fyrirbæri í heiminum og vel við hæfi að okkar þjóðsöngur væri alveg sérlega úreltur... Undir þetta allt ber að taka. Sjálfur verð ég að játa að þótt ég hafi aldrei botnað neitt í lofsöng séra Matthíasar þá snertir hið hátíðlega lag eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson við einhverri viðkvæmri taug í mér - sömu taug og hrærist þegar ég sé týsfjólu, gleimmérei eða fífu. Er þetta ekki viðfellilegasti og blíðlegasti þjóðsöngur í heimi? Í laginu sjálfu er einhvern heiðríkja sem nær vel góðum sumardegi hér. Í því ríkir hljóðlát tilbeiðsla og auðmýkt í stað hins hefðbundna belgings slíkra tónsmíða og í textanum erum við áminnt um að gagnvart almættinu, gagnvart alheiminum og gagnvart alhygðinni erum við sem búum á þessum bletti akkúrat nú þessi árin - tja - fremur smá. En þúsund ár eru líka smá, segir skáldið okkur, ekki annað en eilífðar smáblóm og enginn skyldi því hreykja sér... Víddirnar í veröldinni eru svo ógurlegar að fátt virðist annað að gera en að tilbiðja guð sinn. Eða þannig. Ég skil ekkert meira í þessu en hver annar. Kannski að við eigum eina þjóðsönginn í heiminum þar sem skáldið tekur bæði mið af skammtafræði og afstæðiskenningu Einsteins. Kannski er hann að benda á að við Íslendingar séum kvarkar, hinar örsmáu einingar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda! Sem sagt smæst af öllu smáu. Hér er bersýnlega komið á svið æðri ljóðlistar og ekki vert að hætta sér lengra út á þær brautir en ég hlýt hins vegar að taka undir með gömlum söngvini mínum Merði Árnasyni þegar hann bendir á að fólki sé frjálst að syngja það sem því sýnist á íþróttakappleikjum, meira að segja Hani, krummi, hundur, svín, sem óneitanlega væri skemmtilegt að heyra fjöldann baula einhvern tímann. Eins má vel hugsa sér Ísland ögrum skorið, Land míns föður eða Hver á sér fegra föðurland ef fólk telur sig þurfa á öðru að halda en áminningum um forógnarmikla smæð okkar, svona þjóðernislega séð. Magnús Þór Sigmundsson hefur búið til falleg lög, einkum upp á síðkastið handa Ragnheiði Gröndal, en ég verð að játa að eitthvað við sefjandi endurtekninguna í ljóði ömmu hans, Margrétar Jónsdóttur, Ísland er land þitt, fer ekki vel í mig - og væri miklu frekar til í að syngja í mannfjölda hina prýðilegu spurningu hans sem oft hefur leitað á mann við ólíklegustu tækifæri: Eru álfar kannski menn... Og skrýtið að þartilgerðir skuli ekki hafa kveikt á því að Sverrir Stormsker hefur nú nýlega búið til sjálfa móður allra íþróttakappleikjasöngva - sönginn sem hefur viðlagið Við erum flestir, við erum bestir, við erum sestir - eða hvernig þetta var nú aftur - og má heita fullnaðarafgreiðsla á þeirri tegund af músík. Íslendingar eru lélegir í íþróttum en ég held að sé ekki þjóðsöngnum að kenna. Áður en íþróttahreyfingin fer að breyta þjóðsöngnum okkar verður hún að minnsta kosti að fara að sýna einhvern lágmarksárangur í öðru en að afla fjár og reisa nýjar og nýjar hallir fyrir atbeina þess borgarstjórnarmeirihluta sem reisir íþróttahallir en vill rífa tónlistarhús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er ekki hægt að fótósjoppa fortíðina. Við getum ekki fegrað hana, hagrætt henni, slétt út misfellur, breitt yfir lýtin: það er ekkert hægt að gera við fortíðina annað en að lifa með henni. Hún er hluti af okkur, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta er menningararfurinn sem okkur er skenktur - svona er hann bara. Að skipta um þjóðsöng eftir öll þessi ár er eins og að ætla sér að færa Esjuna og setja þar í staðinn Keili eða Herðubreið eða eitthvert fjall sem okkur þykir vera í smartari sjetteringum við Skuggahverfið: ekki hægt, því miður. Þetta stórskrýtna lag með enn skrýtnari texta sem helgaður er geimguðfræðilegum vangaveltum - og helst fyrir Þorstein Sæmundsson að fá botn í hinar geysi-flóknu kransahnýtingar herskaranna sem þar fara fram - það er þjóðsöngur Íslendinga. Þannig bara er það. Rétt eins og hin ofurlítið spaugilega og afar ósmarta skotthúfa er hluti af íslenskum kvenbúningi þá er þetta okkar þjóðsöngur. Þórarinn Eldjárn benti á þessa óbreytanlegu stöðu þjóðsöngsins á í Speglinum um daginn. Mér heyrðist hann fagna því að ljóðið væri óskiljanlegt og lagið ósönghæft því þá yrðum við ekki leið á ljóðinu og jöskuðum laginu síður út. Auk þess væru þjóðsöngvar úrelt fyrirbæri í heiminum og vel við hæfi að okkar þjóðsöngur væri alveg sérlega úreltur... Undir þetta allt ber að taka. Sjálfur verð ég að játa að þótt ég hafi aldrei botnað neitt í lofsöng séra Matthíasar þá snertir hið hátíðlega lag eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson við einhverri viðkvæmri taug í mér - sömu taug og hrærist þegar ég sé týsfjólu, gleimmérei eða fífu. Er þetta ekki viðfellilegasti og blíðlegasti þjóðsöngur í heimi? Í laginu sjálfu er einhvern heiðríkja sem nær vel góðum sumardegi hér. Í því ríkir hljóðlát tilbeiðsla og auðmýkt í stað hins hefðbundna belgings slíkra tónsmíða og í textanum erum við áminnt um að gagnvart almættinu, gagnvart alheiminum og gagnvart alhygðinni erum við sem búum á þessum bletti akkúrat nú þessi árin - tja - fremur smá. En þúsund ár eru líka smá, segir skáldið okkur, ekki annað en eilífðar smáblóm og enginn skyldi því hreykja sér... Víddirnar í veröldinni eru svo ógurlegar að fátt virðist annað að gera en að tilbiðja guð sinn. Eða þannig. Ég skil ekkert meira í þessu en hver annar. Kannski að við eigum eina þjóðsönginn í heiminum þar sem skáldið tekur bæði mið af skammtafræði og afstæðiskenningu Einsteins. Kannski er hann að benda á að við Íslendingar séum kvarkar, hinar örsmáu einingar sem mynda róteindir og nifteindir í kjarna frumeinda! Sem sagt smæst af öllu smáu. Hér er bersýnlega komið á svið æðri ljóðlistar og ekki vert að hætta sér lengra út á þær brautir en ég hlýt hins vegar að taka undir með gömlum söngvini mínum Merði Árnasyni þegar hann bendir á að fólki sé frjálst að syngja það sem því sýnist á íþróttakappleikjum, meira að segja Hani, krummi, hundur, svín, sem óneitanlega væri skemmtilegt að heyra fjöldann baula einhvern tímann. Eins má vel hugsa sér Ísland ögrum skorið, Land míns föður eða Hver á sér fegra föðurland ef fólk telur sig þurfa á öðru að halda en áminningum um forógnarmikla smæð okkar, svona þjóðernislega séð. Magnús Þór Sigmundsson hefur búið til falleg lög, einkum upp á síðkastið handa Ragnheiði Gröndal, en ég verð að játa að eitthvað við sefjandi endurtekninguna í ljóði ömmu hans, Margrétar Jónsdóttur, Ísland er land þitt, fer ekki vel í mig - og væri miklu frekar til í að syngja í mannfjölda hina prýðilegu spurningu hans sem oft hefur leitað á mann við ólíklegustu tækifæri: Eru álfar kannski menn... Og skrýtið að þartilgerðir skuli ekki hafa kveikt á því að Sverrir Stormsker hefur nú nýlega búið til sjálfa móður allra íþróttakappleikjasöngva - sönginn sem hefur viðlagið Við erum flestir, við erum bestir, við erum sestir - eða hvernig þetta var nú aftur - og má heita fullnaðarafgreiðsla á þeirri tegund af músík. Íslendingar eru lélegir í íþróttum en ég held að sé ekki þjóðsöngnum að kenna. Áður en íþróttahreyfingin fer að breyta þjóðsöngnum okkar verður hún að minnsta kosti að fara að sýna einhvern lágmarksárangur í öðru en að afla fjár og reisa nýjar og nýjar hallir fyrir atbeina þess borgarstjórnarmeirihluta sem reisir íþróttahallir en vill rífa tónlistarhús.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun