Innlent

Meira til umhverfis

Framlög ríkisins til umhverfisráðuneytisins hækka um tæpar 120 milljónir króna samkvæmt breytingatillögum meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið 2005. Þetta er nokkur búbót fyrir ráðuneytið því alls var gert ráð fyrir 2.9 milljarða framlögum í upphaflegu frumvarpi. Meðal liða sem hækka eru 25 milljónir til þjóðgarða, 15 milljónir til náttúruverndaráætlunar og 14 milljónir til Landmælinganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×