Gæsabringa með kirsuberjum 25. nóvember 2004 00:01 Nú síðustu ár hefur fólk gerst frakkara við að reyna nýjungar í eldamennsku á villibráð. Matgæðingar eru sammála um að bringurnar séu besti hlutinn af gæsinni og í stað þess að heilsteikja fugla eins og áður tíðkaðist er nú æ algengara að bringurnar séu það eina af fuglinum sem nýtt er. Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Óðinsvéum, gefur hér uppskrift að steiktri heiðagæsabringu með seljurótarmauki, sultuðum kirsuberjum og brúnkáli. Heiðagæsabringurnar eru steiktar í ólífuolíu á pönnu ásamt timjani og hvítlauk. Þegar búið er að brúna bringuna á báðum hliðum er smjörinu bætt á pönnuna og því ausið yfir gæsina. Bringurnar eru svo settar inn í ofn á 150 gráðu hita í 5 mínútur. Gæsin er því næst látin standa í um 10 mínútur til að jafna sig. Þá er hún skorin í þunnar sneiðar og krydduð með sjávarsalti og svörtum pipar Brúnkálið er lagað með því að skera hvítkál í þunnar sneiðar. Sykur er því næst karamellaður í potti hægt og rólega. Hvítkálinu ásamt sérrí er hellt út í þegar karamellan er orðin gullinbrún og allt er soðið saman í 45 mínútur. Eftir það er smjörinu bætt út í og látið sjóða í 10 mínútur, smakkað til með salti, hvítum pipar og sítrónusafa. Graslaukurinn skorinn smátt og settur út í. Sultuð kirsuberin eru útbúin með því að sjóða allt soðið saman í potti í um það bil 30 mínútur og smakkað til með salti og meiri sykri ef þurfa þykir. Til þess að gera seljurótarmúsina þarf að flysja seljurótina og skera í smáa teninga. Teningarnir eru settir í pott og rjómanum hellt yfir. Suðan er látin koma rólega upp og þetta látið sjóða þar til seljurótin er orðinn mjúk í gegn. Þá er vökvanum hellt af, rótin maukuð í matvinnsluvél og smökkuð til með salti. Uppskriftir: Heiðagæsabringur: 4 stk. heiðagæsabringur um 170 g stykkið 100 g smjör 4 geirar hvítlaukur 8 greinar timjan ólífuolía Brúnkál 1/2 haus hvítkál 200 g sykur 150 g smjör 100 ml sérrí Salt og pipar Graslaukur sítrónusafi salt og pipar Sultuð kirsuber 100 g kirsuber frosin 70 g sykur 2 msk. portvín Salt Seljurótarmús seljurót 1/2 lítri rjómi salt Gæs Uppskriftir Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fleiri fréttir Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Nú síðustu ár hefur fólk gerst frakkara við að reyna nýjungar í eldamennsku á villibráð. Matgæðingar eru sammála um að bringurnar séu besti hlutinn af gæsinni og í stað þess að heilsteikja fugla eins og áður tíðkaðist er nú æ algengara að bringurnar séu það eina af fuglinum sem nýtt er. Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Óðinsvéum, gefur hér uppskrift að steiktri heiðagæsabringu með seljurótarmauki, sultuðum kirsuberjum og brúnkáli. Heiðagæsabringurnar eru steiktar í ólífuolíu á pönnu ásamt timjani og hvítlauk. Þegar búið er að brúna bringuna á báðum hliðum er smjörinu bætt á pönnuna og því ausið yfir gæsina. Bringurnar eru svo settar inn í ofn á 150 gráðu hita í 5 mínútur. Gæsin er því næst látin standa í um 10 mínútur til að jafna sig. Þá er hún skorin í þunnar sneiðar og krydduð með sjávarsalti og svörtum pipar Brúnkálið er lagað með því að skera hvítkál í þunnar sneiðar. Sykur er því næst karamellaður í potti hægt og rólega. Hvítkálinu ásamt sérrí er hellt út í þegar karamellan er orðin gullinbrún og allt er soðið saman í 45 mínútur. Eftir það er smjörinu bætt út í og látið sjóða í 10 mínútur, smakkað til með salti, hvítum pipar og sítrónusafa. Graslaukurinn skorinn smátt og settur út í. Sultuð kirsuberin eru útbúin með því að sjóða allt soðið saman í potti í um það bil 30 mínútur og smakkað til með salti og meiri sykri ef þurfa þykir. Til þess að gera seljurótarmúsina þarf að flysja seljurótina og skera í smáa teninga. Teningarnir eru settir í pott og rjómanum hellt yfir. Suðan er látin koma rólega upp og þetta látið sjóða þar til seljurótin er orðinn mjúk í gegn. Þá er vökvanum hellt af, rótin maukuð í matvinnsluvél og smökkuð til með salti. Uppskriftir: Heiðagæsabringur: 4 stk. heiðagæsabringur um 170 g stykkið 100 g smjör 4 geirar hvítlaukur 8 greinar timjan ólífuolía Brúnkál 1/2 haus hvítkál 200 g sykur 150 g smjör 100 ml sérrí Salt og pipar Graslaukur sítrónusafi salt og pipar Sultuð kirsuber 100 g kirsuber frosin 70 g sykur 2 msk. portvín Salt Seljurótarmús seljurót 1/2 lítri rjómi salt
Gæs Uppskriftir Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Fleiri fréttir Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira