Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir að mat úr öllum áttum.

Fréttamynd

Létt og ljúffengt eplasalat

Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu.

Matur

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tiramisu-brownie að hætti Höllu

Halla María Svansdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskrift að ómótstæðilegri brownie með tiramisukremi, sem er fullkomin blanda af djúpu súkkulaðibragði, seigri og mjúkri brownie-köku með ítölsku ívafi.

Matur
Fréttamynd

Hrylli­lega girni­legar hrekkjavökukræsingar

Hrekkjavakan verður haldin hátíðleg víða um land annað kvöld. Umfang hátíðarinnar eykst með hverju árinu sem líður, og hún hefur nú fest sig í sessi á mörgum heimilum. Undirbúningurinn stendur sem hæst, þar sem margir undirbúa hrikalega flottar veislur með girnilegum kræsingum. 

Matur
Fréttamynd

Bleikir og hollir molar að hætti Jönu

Í tilefni Bleika dagsins deilir heilsukokkurinn Jana Steingríms uppskrift að bleikum og hollum kókosmolum sem eru tilvaldir með kaffinu. Þeir eru ekki aðeins ljúffengir heldur einnig algjört augnayndi

Lífið
Fréttamynd

Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina

Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að silkimjúkri espresso ostaköku með súkkulaðibotni og djúsí súkkulaðitoppi.

Matur
Fréttamynd

Pistasíu- og döðludraumur Jönu

Heilsukokkurinn Jana Steingrím deilir hér einfaldri og ómótstæðilegri uppskrift af sætum pistasíu-, döðlu- og súkkulaðibitum. Geymdu bitana í frysti svo þú getir gripið einn og einn þegar þig langar í eitthvað sætt með kaffinu.

Lífið
Fréttamynd

Hamingja í hverjum munn­bita

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér dásamlegri piparmyntu-brownie uppskrift sem er tilvalin með kaffinu um helgina. 

Lífið
Fréttamynd

Ljúffeng gulrótarkaka í morgun­mat

Ef þig langar í eitthvað bæði næringarríkt og ljúffengt til að byrja daginn er ilvolg gulrótahafrakaka með grískri jógúrt frábær kostur. Heilsukokkurinn og jógagyðjan Jana Steingríms deilir hér einfaldri uppskrift sem bragðast eins og ómótstæðilegur eftirréttur.

Lífið
Fréttamynd

„For­réttur sem ég býð öllum upp á“

Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói.

Matur
Fréttamynd

Heima­til­búið „corny“

Guðrún Ásdís, sem heldur úti Instagram-síðunni Heilshugarlífstíll, deildi nýlega uppskrift að vinsælum hafrastykkjum eftir fjölda fyrirspurna frá fylgjendum sínum. Hún segir stykkin henta einstaklega vel sem nesti í skólann, í gönguferðir eða bara með kaffinu.

Lífið
Fréttamynd

Hefð­bundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“

Hér er ljúffengur ítalskur pastaréttur sem nefnist Pesto alla Genovese. Ása Reginsdóttir, matgæðingur og eigandi veitingastaðarins Olífa, birti uppskriftina á Instagram og segir réttinn bæði ótrúlega góðan og það sé hreinlega skemmtilegt að undirbúa hann.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lensk kjöt­súpa eins og hún gerist best

Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftarsíðunni Döðlur og smjör, deilir hér uppskrift að íslenskri kjötsúpu sem yljar bæði líkama og sál. 

Lífið
Fréttamynd

Bragð­góð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk

Það er fátt jafn notalegt og bragðgóðar haustsúpur þegar dimmir og kuldinn færist yfir. Hér er á ferðinni uppskrift að ljúffengri graskers- og púrrlaukssúpu úr smiðju Jönu Steingríms, heilsukokks og jógagyðju, sem kann listina að búa til næringaríkan og bragðgóðan mat.

Lífið
Fréttamynd

Ljúffengar upp­skriftir undir tuttugu mínútum

Þegar dagurinn er á enda getur verið erfitt að finna út hvað eigi að hafa í matinn, ekki síst þegar tíminn er naumur og krakkarnir orðnir svangir eftir langan dag. Hér eru fjórar uppskriftir sem eru bæði fljótlegar, ljúffengar og barnvænar, allar tilbúnar á innan við 20 mínútum.

Lífið
Fréttamynd

Klassískur ítalskur réttur sem allir elska

Hér á ferðinni er klassískur ítalskur pastadiskur sem ber heitið Pasta al Pomodoro, eða einfaldlega pasta með tómötum, toppað með búrrata osti. Ása Reginsdóttir, eigandi veitingastaðarins Olífa, segir réttinn bæði einfaldan og barnvænan.

Lífið
Fréttamynd

Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint

Hér er á ferðinni uppskrift að djúsí Caesar-vefju að hætti félaganna og matreiðslumannanna, Geirs Gunnars Geirssonar og Einars Sigurðar Eiríkssonar hjá Bara matur. Uppskriftin er innblásin af hinu klassíska Caesar-salati og hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlinum TikTok.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Lífið
Fréttamynd

Mömmupasta að hætti Lindu Ben

Linda Benediktsdóttir matgæðingur og uppskriftahöfundur deildi girnilegri uppskrift að kjúklinga-ravíólí í silkimjúkri hvítlauksrjómasósu með fersku babyleaf-salati. Rétturinn er bæði bragðgóður og fjölskylduvænn og tilvalinn sem hversdagréttur.

Lífið
Fréttamynd

Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory

Thai kjúklinga salatvefjur með kókósnúðlum og fersku grænmeti eru einn af vinsælustu réttum hins margrómaða veitingastaðar Cheesecake Factory í Bandaríkjunum. Staðurinn er þekktur fyrir fjölbreyttan matseðil og ríkulega skammta.

Lífið
Fréttamynd

Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins

Danska sjarmatröllið og raunveruleikastjarnan Frederik Haun deildi einfaldri uppskrift að grískum jógúrt- og matchabitum með hindberjum með fylgjendum sínum á Instagram. Hann segir bitana bæði holla og bragðgóða og tilvalda til að njóta í sólinni.

Lífið
Fréttamynd

Dúndurgóður hverdsdagsréttur

Ný vika kallar á ferskar hugmyndir að hversdagslegum réttum fyrir alla fjölskylduna. Hér er á ferðinni orzo-kjúklingaréttur með aspas, parmesan og sítrónu, úr smiðju matgæðingsins Berglindar Hreiðarsdóttur hjá Gotterí og Gersemar. Hún segir réttinn vera bæði ljúffengan og skemmtilega tilbreytingu frá hefðbundnum hrísgrjónum eða öðru pasta.

Lífið
Fréttamynd

Ind­versk pizza að hætti Rakelar Maríu

Það er alltaf gaman að smakka nýjar pizzur. Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri, hlaupari og förðunarfræðingur, deildi nýverið uppskrift að indverskri pizzu með kjúklingi og jógúrtsósu sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Lífið