Hatturinn felur gráu hárin 25. nóvember 2004 00:01 Það er svarti Nike-hatturinn minn. Ég keypti hann annað hvort í vor eða sumar á þessu ári í Nike-búðinni. Ég féll strax fyrir honum því þetta var einmitt það sem ég var að leita að. Ég reyni að nota hann alltaf þegar ég get en það er frekar erfitt núna þar sem hvasst er úti," segir Stefán Máni. "Hatturinn minn er mjög svalur, eiginlega punkturinn yfir i-ið. Hann er meira Kjarvalslegur en Hallgrímslegur. Ég fíla Nike-hattana líka því það er enginn eins. Ég á annan drapplitaðan en börðin eru öðruvísi á honum. Þeir eru frekar sérstæðir," segir Stefán sem viðurkennir fúslega að hann sé að breytast í hattamann. "Ég er farinn að grána aðeins og þó að ég sé stoltur af gráu hárunum þá nota ég hattana til að fela þau. Þetta er eitthvað sem manni dettur í hug á efri árum." Stefán Máni gaf út bókina Svartur á leik fyrir stuttu og fjallar hún um undirheima Reykjavíkur. "Það er ansi mikill áhugi fyrir bókinni þar sem þessi tíðarandi er ríkjandi í þjóðfélaginu og ég er mjög bjartsýnn. Þetta er bók ársins - engin spurning." Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Það er svarti Nike-hatturinn minn. Ég keypti hann annað hvort í vor eða sumar á þessu ári í Nike-búðinni. Ég féll strax fyrir honum því þetta var einmitt það sem ég var að leita að. Ég reyni að nota hann alltaf þegar ég get en það er frekar erfitt núna þar sem hvasst er úti," segir Stefán Máni. "Hatturinn minn er mjög svalur, eiginlega punkturinn yfir i-ið. Hann er meira Kjarvalslegur en Hallgrímslegur. Ég fíla Nike-hattana líka því það er enginn eins. Ég á annan drapplitaðan en börðin eru öðruvísi á honum. Þeir eru frekar sérstæðir," segir Stefán sem viðurkennir fúslega að hann sé að breytast í hattamann. "Ég er farinn að grána aðeins og þó að ég sé stoltur af gráu hárunum þá nota ég hattana til að fela þau. Þetta er eitthvað sem manni dettur í hug á efri árum." Stefán Máni gaf út bókina Svartur á leik fyrir stuttu og fjallar hún um undirheima Reykjavíkur. "Það er ansi mikill áhugi fyrir bókinni þar sem þessi tíðarandi er ríkjandi í þjóðfélaginu og ég er mjög bjartsýnn. Þetta er bók ársins - engin spurning."
Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira