Friður og ró við arineld 29. nóvember 2004 00:01 Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar." Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Fátt er heimilislegra á síðkvöldum en snarkandi arineldur og á síðari árum hafa arnar og kamínur orðið æ vinsælli hér á landi. Því þótt upphitun húsa sé hér yfirleitt góð þá er það stemningin og slökunin sem fylgir eldinum sem fólk er helst að sækjast eftir. Ekki veitir okkur nú af í öllu stressinu! Ylurinn er svo auðvitað bónus. Að sögn Maríu Guðmundsdóttur hjá Arinbúðinni á Stórhöfða 17 eru rafmagnsarnar að sækja í sig veðrið í vinsældum enda eru ýmsir sem vilja ekki opinn eld og svo taka þessir rafmagnsarnar nánast ekkert pláss. "Ef þú hefur veggpláss og innstungu þá er málið leyst," segir hún og segir rafmagnsarna geta verið einkar eðlilega með reyk og öðrum arineinkennum. Sérstakur takki er fyrir hitann og hægt að stilla hann eftir þörfum. "Þetta eru breskir arnar og Bretar eru auðvitað fyrst og fremst að hugsa um að kynda með þeim," segir hún brosandi. Viðarbrennsluofnarir í Arinbúðinni eru frá Spáni. Þeir eru tilbúnir með öskuskúffu, reykspjaldi og öllum græjum og María segir lítið mál að setja þá upp, svo framarlega sem hægt sé að koma reyknum út. "Það fer svona dagurinn í að tengja hann," segir hún. Verðið á örnunum er frá 150 þúsund upp í 6-700 þúsund. Flestir eru frá 230 þúsund upp í 300. Bjarni Bjarnasonar, rennismiður rekur fyrirtækið Arinvörur á Krókhálsi. Það selur allskonar fylgihluti við arna svo sem neistagrindur, trekkspjaldastillingar og öskuskúffur sem Bjarni smíðar, meðal annars eftir pöntunum. Hann selur líka kamínur, bæði úr potti og stáli og spurður um verðið á þeim svarar hann. "Það er hægt að fá þær í mörgum tegundum og stærðum og verðið hleypur svona frá 70 upp í 180 þúsund. Þær hafa verið afar vinsælar í bústaðina enda sóma þær sér vel þar."
Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira