Ástir, skilnaðir og skattar 29. nóvember 2004 00:01 Dagný Jónsdóttir og Birkir Jónsson, hinir ungu þingmenn Framsóknarflokksins, eru sögð vera í ástarsambandi í frétt á baksíðu DV á föstudag. Öðruvísi er allavega ekki hægt að skilja fréttina. Sagt er að þau fari saman í leikhús og leiðist um göturnar - og séu sífellt að tala um hvort annað. Nú vill svo til að ég hef góðar heimildir - innan úr Framsóknarflokki - sem segja að þetta sé tilhæfulaust. Þau eigi ekki í neinu ástarsambandi. Blaðamaðurinn hafi hins vegar ekki viljað komast að því. Annars er fréttin svolítið eins og að krassa á vegg: "Dagný + Birkir, sönn ást" - og hlaupa svo flissandi burt. Svona skrifaði maður á veggi í Vesturbænum í gamla daga ef maður vildi skaprauna einhverjum vinum sínum - helst með því að bendla þá við ljótar stelpur. Dagný er samt mjög fríð. --- --- --- Frétt helgarinnar var um skilnað Bubba og Brynju. Varla var um annað rætt um allan bæ. Tek fram að ég veit ekkert meira um þetta en stóð í DV, tel mig þó vera ágætan kunningja Bubba. En fréttin vakti athygli - þetta er næstum eins og Kennedymorðið, maður á alltaf eftir að muna hvar maður var þegar maður heyrði þetta. Og ýmsar spurningar fljúga í gegnum hugann: Hvað verður um Brynju og börnin? Fer Bubbi aftur í ruglið? Blaðamennskan hefur breyst alverulega. Ég starfaði á Helgarpóstinum forðum tíð. Við vorum álitnir sorpblaðamenn, en aldrei hefði okkur dottið í hug að slá svonalöguðu upp. Svona var ekki fjallað um skilnað Jakobs Frímanns og Röggu Gísla eða ástir Sigríðar Dúnu og Friðriks Sophussonar, svo nefnd séu fræg sambönd og sambúðarslit síðari ára.. Bubbi fær mikla athygli út af þessu - menn segja að mörg frægustu ástarljóð íslenskrar dægurtónlistar hljómi öðruvísi eftir gærdaginn. Meira að segja minniháttar frægðarmaður eins og ég þarf að hugsa mig tvisvar um áður ég geri einhverjar gloríur í einkalífinu. Best að lafa bara með konunni sinni. Annars á blaðamaðurinn sem skrifaði greinina um Bubba og Brynju (Eiríkur Jónsson?) málsgrein vikunnar: "Þegar fréttin um skilnað þeirra Bubba og Brynju barst út í gær var sem þögn slægi á þá sem heyrðu. Konur gripu fyrir andlit, karlmenn hristu höfuðið og barn grét. "Þetta átti ekki að geta gerst," sagði gamall aðdáandi Bubba." --- --- --- Einn lesandi vefsins kvartar undan því að ég skrifi um jógúrt - telur að ég sé orðinn uppiskroppa með umfjöllunarefni. Bíðið bara þangað til ég fer að fjalla um hundaskít. Þá má Víkverji fara að vara sig með sitt nöldur. --- --- --- Geir Haarde kemur á fund hjá Sjálfstæðisflokknum á laugardagsmorgni - fyndnar annars þessar sjónvarpsmyndir af foringjum sjálfstæðismanna mætandi á fundi, heilsandi gömlum körlum og kerlingum með ógurlegum virktum. Þetta er líklega samkenndarþelið sem ég skrifaði einu sinni um. Á fundinum stígur Geir í pontu og heldur því fram að framlagðar tillögur um skattalækkanir hafi verið þaggaðar niður og afbakaðar í fjölmiðlum. Ólafur Teitur Guðnason hafði gefið tóninn í löngum pistli í Viðskiptablaðinu daginn áður - rýndi þar í uppröðun frétta í fréttatímum sjónvarpsstöðva og fann ýmis merki samsæris. Og svo tók Vef-Þjóðviljinn þetta upp á sunnudag, bætti heldur í. Benedikt Jóhannesson - góður íhaldsmaður - var hjá mér í þætti í gær og ég heyrði ekki betur en að hann teldi þetta vitleysu. Hins vegar fann hann að því að Geir hefði ekki notað tækifærið nógu vel til að kynna hugmyndir sínar, halda fund um leið og þær voru settar fram - slá sér upp á þessu. Tillögurnar hafa verið ræddar í þaula í fjölmiðlunum, meðal annars í löngu máli í þáttum mínum tvær síðustu helgar. Þar hafa Einar Oddur Kristjánsson, Árni Magnússon og Hjálmar Árnason talað fyrir þeim. Hins vegar er þess að geta að önnur mál hafa komið upp sem hafa skyggt á - bruninn í Endurvinnslunni og ránið á stúlkunni í Kópavogi. Skattamál þykja yfirleitt ekki sexí fjölmiðlaefni - það þarf að setja fram flókna útreikninga sem almennt eru taldir lélegt sjónvarpsefni, auðvelt er að bera brigður á niðurstöðurnar þangað til allt er komið í þvælu. Skattabreytingarnar eru líka langtímamál - margt af þessu kemur ekki til framkvæmda fyrr en 2007 þannig að tíminn er nægur. Varla getur heldur annað talist eðlilegt en að forsendur og afleiðingar slíkra breytinga séu gagnrýndar - og að gagnrýnin þyki fréttnæm. Það er hin lýðræðislega aðferð - að prófa hugmyndir með þessum hætti. Eða voru menn að búast við almennu hallelúja? --- --- --- Geysilega flott ritdeila stendur nú yfir milli tveggja félaga í Nýhil, Eiríks Arnar Norðdahl og Vals Brynjars Antonssonar. Þeir deila meðal annars um hversu langt eigi að ganga í að hneyksla fólk á Nýhilkvöldum. Eiríkur telur að síðasta Nýhilkvöld hafi verið "hjakk" og segir að maður verði að meina eitthvað með því þegar maður æpir píka. Valur, sem fékk fólk til að halda á bjórglösum með útréttri hendi á samkomunni, skrifar á nyhil.org; hann telur sig jafnvel vera ofurmenni, er með Nietzsche á heilanum og veltir því fyrir sér hvort Eiríkur sé nokkuð Wagner? Ég mæli sterklega með þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun
Dagný Jónsdóttir og Birkir Jónsson, hinir ungu þingmenn Framsóknarflokksins, eru sögð vera í ástarsambandi í frétt á baksíðu DV á föstudag. Öðruvísi er allavega ekki hægt að skilja fréttina. Sagt er að þau fari saman í leikhús og leiðist um göturnar - og séu sífellt að tala um hvort annað. Nú vill svo til að ég hef góðar heimildir - innan úr Framsóknarflokki - sem segja að þetta sé tilhæfulaust. Þau eigi ekki í neinu ástarsambandi. Blaðamaðurinn hafi hins vegar ekki viljað komast að því. Annars er fréttin svolítið eins og að krassa á vegg: "Dagný + Birkir, sönn ást" - og hlaupa svo flissandi burt. Svona skrifaði maður á veggi í Vesturbænum í gamla daga ef maður vildi skaprauna einhverjum vinum sínum - helst með því að bendla þá við ljótar stelpur. Dagný er samt mjög fríð. --- --- --- Frétt helgarinnar var um skilnað Bubba og Brynju. Varla var um annað rætt um allan bæ. Tek fram að ég veit ekkert meira um þetta en stóð í DV, tel mig þó vera ágætan kunningja Bubba. En fréttin vakti athygli - þetta er næstum eins og Kennedymorðið, maður á alltaf eftir að muna hvar maður var þegar maður heyrði þetta. Og ýmsar spurningar fljúga í gegnum hugann: Hvað verður um Brynju og börnin? Fer Bubbi aftur í ruglið? Blaðamennskan hefur breyst alverulega. Ég starfaði á Helgarpóstinum forðum tíð. Við vorum álitnir sorpblaðamenn, en aldrei hefði okkur dottið í hug að slá svonalöguðu upp. Svona var ekki fjallað um skilnað Jakobs Frímanns og Röggu Gísla eða ástir Sigríðar Dúnu og Friðriks Sophussonar, svo nefnd séu fræg sambönd og sambúðarslit síðari ára.. Bubbi fær mikla athygli út af þessu - menn segja að mörg frægustu ástarljóð íslenskrar dægurtónlistar hljómi öðruvísi eftir gærdaginn. Meira að segja minniháttar frægðarmaður eins og ég þarf að hugsa mig tvisvar um áður ég geri einhverjar gloríur í einkalífinu. Best að lafa bara með konunni sinni. Annars á blaðamaðurinn sem skrifaði greinina um Bubba og Brynju (Eiríkur Jónsson?) málsgrein vikunnar: "Þegar fréttin um skilnað þeirra Bubba og Brynju barst út í gær var sem þögn slægi á þá sem heyrðu. Konur gripu fyrir andlit, karlmenn hristu höfuðið og barn grét. "Þetta átti ekki að geta gerst," sagði gamall aðdáandi Bubba." --- --- --- Einn lesandi vefsins kvartar undan því að ég skrifi um jógúrt - telur að ég sé orðinn uppiskroppa með umfjöllunarefni. Bíðið bara þangað til ég fer að fjalla um hundaskít. Þá má Víkverji fara að vara sig með sitt nöldur. --- --- --- Geir Haarde kemur á fund hjá Sjálfstæðisflokknum á laugardagsmorgni - fyndnar annars þessar sjónvarpsmyndir af foringjum sjálfstæðismanna mætandi á fundi, heilsandi gömlum körlum og kerlingum með ógurlegum virktum. Þetta er líklega samkenndarþelið sem ég skrifaði einu sinni um. Á fundinum stígur Geir í pontu og heldur því fram að framlagðar tillögur um skattalækkanir hafi verið þaggaðar niður og afbakaðar í fjölmiðlum. Ólafur Teitur Guðnason hafði gefið tóninn í löngum pistli í Viðskiptablaðinu daginn áður - rýndi þar í uppröðun frétta í fréttatímum sjónvarpsstöðva og fann ýmis merki samsæris. Og svo tók Vef-Þjóðviljinn þetta upp á sunnudag, bætti heldur í. Benedikt Jóhannesson - góður íhaldsmaður - var hjá mér í þætti í gær og ég heyrði ekki betur en að hann teldi þetta vitleysu. Hins vegar fann hann að því að Geir hefði ekki notað tækifærið nógu vel til að kynna hugmyndir sínar, halda fund um leið og þær voru settar fram - slá sér upp á þessu. Tillögurnar hafa verið ræddar í þaula í fjölmiðlunum, meðal annars í löngu máli í þáttum mínum tvær síðustu helgar. Þar hafa Einar Oddur Kristjánsson, Árni Magnússon og Hjálmar Árnason talað fyrir þeim. Hins vegar er þess að geta að önnur mál hafa komið upp sem hafa skyggt á - bruninn í Endurvinnslunni og ránið á stúlkunni í Kópavogi. Skattamál þykja yfirleitt ekki sexí fjölmiðlaefni - það þarf að setja fram flókna útreikninga sem almennt eru taldir lélegt sjónvarpsefni, auðvelt er að bera brigður á niðurstöðurnar þangað til allt er komið í þvælu. Skattabreytingarnar eru líka langtímamál - margt af þessu kemur ekki til framkvæmda fyrr en 2007 þannig að tíminn er nægur. Varla getur heldur annað talist eðlilegt en að forsendur og afleiðingar slíkra breytinga séu gagnrýndar - og að gagnrýnin þyki fréttnæm. Það er hin lýðræðislega aðferð - að prófa hugmyndir með þessum hætti. Eða voru menn að búast við almennu hallelúja? --- --- --- Geysilega flott ritdeila stendur nú yfir milli tveggja félaga í Nýhil, Eiríks Arnar Norðdahl og Vals Brynjars Antonssonar. Þeir deila meðal annars um hversu langt eigi að ganga í að hneyksla fólk á Nýhilkvöldum. Eiríkur telur að síðasta Nýhilkvöld hafi verið "hjakk" og segir að maður verði að meina eitthvað með því þegar maður æpir píka. Valur, sem fékk fólk til að halda á bjórglösum með útréttri hendi á samkomunni, skrifar á nyhil.org; hann telur sig jafnvel vera ofurmenni, er með Nietzsche á heilanum og veltir því fyrir sér hvort Eiríkur sé nokkuð Wagner? Ég mæli sterklega með þessu.