Innlent

Framkvæmdum frestað

Í fjárlagafrumvarpi 2005 er gert ráð fyrir tveggja milljarða króna frestun framkvæmda og eins milljarðs króna lækkun annarra útgjalda ríkissjóðs. Frestun framkvæmda er annars vegar 1,9 milljarðar frá vegáætlun og hinsvegar 100 milljónir króna í endurbótum menningarbygginga. Lækkun annarra útgjalda felst í eins prósents hagræðingarkröfu á rekstur stofnana að frátöldum stóru sjúkrahúsunum tveimur í Reykjavík og á Akureyri og rekstri hjúkrunarheimila. Sú aðgerð á að skila 800 milljóna lægri rekstrarútgjöldum. Þá verða vaxtabætur 200 milljónum króna lægri en annars hefði orðið. "Það eru engar sérstakar aðhaldsaðgerðir boðaðar núna í tengslum við skattalækkunina. Það hefur verið gert ráð fyrir þessari skattalækkun í langtímaáætlun ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og ekki verið að skera neitt niður beint á móti þessum tillögum. Þrátt fyrir þessar skattalækkanir mun ríkissjóður áfram vera rekinn með afgangi," segir Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×