Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd 30. nóvember 2004 00:01 Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira