Innlent

Steinunn Valdís tekin við

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi R-listans, tók við lyklavöldunum í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun þegar formleg borgarstjóraskipti fóru fram á borgarstjóraskrifstofunni. Þórólfur Árnason, sem ákvað að láta af embætti í kjölfar skýrslu samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna, óskaði nýjum borgarstjóra velfarnaðar í starfi. Þegar hann afhenti Steinunni lykillinn að borgarstjóraskrifstofunni sagði hann að hún tæki við góðu búi og hann efaðist ekki um að hún stæði sig vel.

Fyrsta embættisverk Steinunnar Valdísar var að undirrita samkomulag milli Reykjavíkurborgar, félagsmálaráðherra, menntamálaráðherra, Rauða kross Íslands og Velferðarsjóðs barna um verkefnið „Framtíð í nýju landi“. Verkefnið tengist ungu fólk af víetnömskum uppruna en á þessu ári eru liðin 25 ár síðan fyrsti hópur Víetnama fluttist til Íslands. Síðar í dag opnar Steinunn Valdís svo formlega fyrsta áfanga að sjávardýrasafni í Húsdýragarðinum.

Að sögn Steinunnar Valdísar er helsta verkefni hennar á næstunni í nýja embættinu fjárhagsáætlun borgarinnar sem lögð verður fram 7. desember. Spurð hvaða mun almenningur muni sjá á stjórn borgarinnar við mannnaskiptin segir Steinunn að fingraför hennar á embættinu muni koma í ljós, líklega innan fárra vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×