Gaman að vera miðsvæðis 1. desember 2004 00:01 "Þetta er yndislegt svæði og það er gaman að vera miðsvæðis," segir Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona en hún og fjölskylda hennar fluttu í fallega íbúð í Kjartansgötunni í sumar. "Við erum enn að koma okkur fyrir og ætlum að njóta þess hvað húsið hefur upp á marga möguleika að bjóða. Uppáhaldsstaðirnir mínir í húsinu eru tveir, hér uppi í sjónvarpsholinu og við snyrtiborðið í svefnherberginu." Í sjónvarpsholinu situr Hulda Björk gjarnan í þægilegum sófa og les bækur. Hún er nýbúin að kaupa sér The Inner Voice eftir Rene Fleming og nýtur þess að sitja og lesa þegar börnin eru komin í háttinn. Snyrtiborðið keypti hún hins vegar í London er hún var að læra söng í Royal Akademi of Music. "Ég leigði íbúð með engum húsgögnum og varð því að kaupa mér borð til að læra við. Borðið fékk ég á markaði fyrir þrjú þúsund krónur og það kom ekkert annað til greina en að flytja það með heim." Hulda situr þó ekki alltaf og farðar sig er hún dvelur við snyrtiborðið því útsýnið þaðan út á Miklatún er frábært. "Hér er fjölbreytt mannlíf og ég reyni að láta mér ekki nægja að horfa heldur fer ég líka út með strákinn," segir Hulda sem á 3 ára son og 16 ára dóttur. Lestu ítarlegt viðtal við Huldu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er yndislegt svæði og það er gaman að vera miðsvæðis," segir Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona en hún og fjölskylda hennar fluttu í fallega íbúð í Kjartansgötunni í sumar. "Við erum enn að koma okkur fyrir og ætlum að njóta þess hvað húsið hefur upp á marga möguleika að bjóða. Uppáhaldsstaðirnir mínir í húsinu eru tveir, hér uppi í sjónvarpsholinu og við snyrtiborðið í svefnherberginu." Í sjónvarpsholinu situr Hulda Björk gjarnan í þægilegum sófa og les bækur. Hún er nýbúin að kaupa sér The Inner Voice eftir Rene Fleming og nýtur þess að sitja og lesa þegar börnin eru komin í háttinn. Snyrtiborðið keypti hún hins vegar í London er hún var að læra söng í Royal Akademi of Music. "Ég leigði íbúð með engum húsgögnum og varð því að kaupa mér borð til að læra við. Borðið fékk ég á markaði fyrir þrjú þúsund krónur og það kom ekkert annað til greina en að flytja það með heim." Hulda situr þó ekki alltaf og farðar sig er hún dvelur við snyrtiborðið því útsýnið þaðan út á Miklatún er frábært. "Hér er fjölbreytt mannlíf og ég reyni að láta mér ekki nægja að horfa heldur fer ég líka út með strákinn," segir Hulda sem á 3 ára son og 16 ára dóttur. Lestu ítarlegt viðtal við Huldu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira