Ferskt og hollt fyrir barnið 7. desember 2004 00:01 Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslustöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er farið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýmsum aldursskeiðum og hvers það þarfnast. Þar eru líka leiðbeiningar um hvernig búa má til allan mat sjálfur. Margir foreldrar brosa út í annað og hugsa: það er ábyggilega fínt, en ætli maður hafi nú ekki nóg annað að gera og svo eru matvörubúðirnar fullar af gæðastöðluðum krukkum og pökkum með barnamat sem er áreiðanlega fínn og svo er grauturinn járnbættur og þetta er svo þægilegt ... Og vissulega er þetta þægilegt en þegar að er gáð er úrvalið kannski ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera þannig að til lengdar verður þessi matur leiðigjarn fyrir barnið. Frá sex mánaða aldri mega börn borða ýmiss konar ávexti og grænmeti, þar á meðal kartöflur, rófur, rauðrófur, gulrætur, brokkolí, blómkál, baunir og maískorn, epli, perur, banana og melónur. Snögg leit í barnamatshillunni úti í hverfisbúðinni skilaði aðeins tveimur af þessum grænmetistegundum, þótt úrvalið af ávaxtamaukinu væri heldur skárra. Í grænmetis- og ávaxtaborðinu svigna allar hillur undan hvers kyns nýmeti, og hvað er í raun einfaldara en að kaupa það, sjóða, stappa og mauka? Sá sem á blandara eða töfrasprota getur hæglega útbúið talsvert magn af hverri tegund og fryst í litlum skömmtum sem er auðvelt að afþíða, til dæmis í klakaboxum, og þá er alltaf hægt að velja á milli nokkurra fæðutegunda þegar kemur að matartímanum. Auðvitað sýnir sig líka fljótt að þetta er líka miklu ódýrara. Með þessu móti má prófa sig áfram með bragð- og fæðutegundir, til dæmis með því að mauka saman nokkrar tegundir af ávöxtum eða grænmeti, kjöti, fiski, pasta eða hrísgrjónum, allt eftir því hvað barnið er farið að borða, og bæta út í mjólk, ólífuolíu, smjöri eða öðru slíku til að mýkja og bragðbæta. Allt hráefnið á að vera ferskt og ómeðhöndlað þegar það er eldað, og sem nýjast. Athugið að hnetur eða möndlur á aldrei að gefa ungbarni. Ef einhver vafi kemur upp um það hvað óhætt er að gefa barninu að borða er til dæmis hægt að leita upplýsinga hjá ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslustöðinni. "Ávaxtakombó" fyrir sjö mánaða 3 bananar, vel þroskaðir 1 gul melóna 2 stór epli 2 perur Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og perurnar og setjið í pott með sjóðandi vatni. Sjóðið þar til ávextirnir eru mjúkir, gætið þess að ofsjóða ekki, því þá breytast eplin í eplamauk. 8-10 mínútur er kappnóg. Setjð í blandara ásamt banönum í bitum og aldinkjötinu úr melónunni. Blandið hressilega í 2-3 mínútur, eða þar til maukið er jafnt og kekkjalaust. Þetta mauk má bera fram eitt sér sem "eftirrétt" eða sem snarl á milli aðalmáltíða, og setja út á graut, ab-mjólk, skyr eða annan spónamat. Kjötréttur kornabarnsins 300-400 g magurt kjöt, t.d. af framhrygg 6-8 meðalstórar kartöflur 3-4 gulrætur 1 rófa, eða svipað magn af öðru grænmeti – brokkolí, blómkáli, maís eða grænum baunum fersk, fínsöxuð steinselja ef vill Sjóðið kjötið í um það bil lítra af vatni þar til það er vel meyrt. Þvoið og afhýðið grænmetið, skerið það í teninga og látið það sjóða með kjötinu síðustu 15 mínúturnar. Maukið allt saman vel í blandara (má líka nota töfrasprota) og þynnið með soðvatninu ef þurfa þykir. Til að búa til fiskrétt má fara eins að, nota fisk í staðinn fyrir kjöt og þar sem fiskur þarf styttri suðu er óhætt að hafa grænmetið í suðunni allan tímann. Grænmetisréttur Þvoið, afhýðið og sjóðið vel nokkrar tegundir af grænmeti, til dæmis brokkolí, blómkál, gulrætur og kartöflur, og maukið saman í blandara. Hlutföllin skipta í sjálfu sér ekki máli. Bætið vænni slettu af smjöri eða ólífuolíu út í og jafnið vel. Hádegishafragrautur 1/2 dl hafragrjón 1 dl vatn eða stoðmjólk (1/4 dl í viðbót ef eldað í örbylgjuofni) 10-12 rúsínur fjórðungur úr epli, peru eða banana Setjið haframjöl og vatn í pott, eða ílát sem má fara í örbylgjuofn. Saxið rúsínurnar smátt og rífið epli eða peru, eða stappið banana, og setjið saman við. Látið koma upp suðu og sjóðið í eina mínútu við vægan hita á eldavélinni, eða eldið í tvær og hálfa mínútu á mesta styrk í örbylgjuofni. Þynnið með vatni eða stoðmjólk ef þurfa þykir og gætið þess að grauturinn fái að kólna svolítið áður en hann er borðaður. Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Meðal þess fræðsluefnis sem foreldrum er rétt á heilsugæslustöðinni er bæklingur sem heitir Næring ungbarna og þar er farið vel og ítarlega yfir það hvað er óhætt að gefa barninu á ýmsum aldursskeiðum og hvers það þarfnast. Þar eru líka leiðbeiningar um hvernig búa má til allan mat sjálfur. Margir foreldrar brosa út í annað og hugsa: það er ábyggilega fínt, en ætli maður hafi nú ekki nóg annað að gera og svo eru matvörubúðirnar fullar af gæðastöðluðum krukkum og pökkum með barnamat sem er áreiðanlega fínn og svo er grauturinn járnbættur og þetta er svo þægilegt ... Og vissulega er þetta þægilegt en þegar að er gáð er úrvalið kannski ekki eins mikið og það lítur út fyrir að vera þannig að til lengdar verður þessi matur leiðigjarn fyrir barnið. Frá sex mánaða aldri mega börn borða ýmiss konar ávexti og grænmeti, þar á meðal kartöflur, rófur, rauðrófur, gulrætur, brokkolí, blómkál, baunir og maískorn, epli, perur, banana og melónur. Snögg leit í barnamatshillunni úti í hverfisbúðinni skilaði aðeins tveimur af þessum grænmetistegundum, þótt úrvalið af ávaxtamaukinu væri heldur skárra. Í grænmetis- og ávaxtaborðinu svigna allar hillur undan hvers kyns nýmeti, og hvað er í raun einfaldara en að kaupa það, sjóða, stappa og mauka? Sá sem á blandara eða töfrasprota getur hæglega útbúið talsvert magn af hverri tegund og fryst í litlum skömmtum sem er auðvelt að afþíða, til dæmis í klakaboxum, og þá er alltaf hægt að velja á milli nokkurra fæðutegunda þegar kemur að matartímanum. Auðvitað sýnir sig líka fljótt að þetta er líka miklu ódýrara. Með þessu móti má prófa sig áfram með bragð- og fæðutegundir, til dæmis með því að mauka saman nokkrar tegundir af ávöxtum eða grænmeti, kjöti, fiski, pasta eða hrísgrjónum, allt eftir því hvað barnið er farið að borða, og bæta út í mjólk, ólífuolíu, smjöri eða öðru slíku til að mýkja og bragðbæta. Allt hráefnið á að vera ferskt og ómeðhöndlað þegar það er eldað, og sem nýjast. Athugið að hnetur eða möndlur á aldrei að gefa ungbarni. Ef einhver vafi kemur upp um það hvað óhætt er að gefa barninu að borða er til dæmis hægt að leita upplýsinga hjá ungbarnaeftirlitinu á heilsugæslustöðinni. "Ávaxtakombó" fyrir sjö mánaða 3 bananar, vel þroskaðir 1 gul melóna 2 stór epli 2 perur Afhýðið og kjarnhreinsið eplin og perurnar og setjið í pott með sjóðandi vatni. Sjóðið þar til ávextirnir eru mjúkir, gætið þess að ofsjóða ekki, því þá breytast eplin í eplamauk. 8-10 mínútur er kappnóg. Setjð í blandara ásamt banönum í bitum og aldinkjötinu úr melónunni. Blandið hressilega í 2-3 mínútur, eða þar til maukið er jafnt og kekkjalaust. Þetta mauk má bera fram eitt sér sem "eftirrétt" eða sem snarl á milli aðalmáltíða, og setja út á graut, ab-mjólk, skyr eða annan spónamat. Kjötréttur kornabarnsins 300-400 g magurt kjöt, t.d. af framhrygg 6-8 meðalstórar kartöflur 3-4 gulrætur 1 rófa, eða svipað magn af öðru grænmeti – brokkolí, blómkáli, maís eða grænum baunum fersk, fínsöxuð steinselja ef vill Sjóðið kjötið í um það bil lítra af vatni þar til það er vel meyrt. Þvoið og afhýðið grænmetið, skerið það í teninga og látið það sjóða með kjötinu síðustu 15 mínúturnar. Maukið allt saman vel í blandara (má líka nota töfrasprota) og þynnið með soðvatninu ef þurfa þykir. Til að búa til fiskrétt má fara eins að, nota fisk í staðinn fyrir kjöt og þar sem fiskur þarf styttri suðu er óhætt að hafa grænmetið í suðunni allan tímann. Grænmetisréttur Þvoið, afhýðið og sjóðið vel nokkrar tegundir af grænmeti, til dæmis brokkolí, blómkál, gulrætur og kartöflur, og maukið saman í blandara. Hlutföllin skipta í sjálfu sér ekki máli. Bætið vænni slettu af smjöri eða ólífuolíu út í og jafnið vel. Hádegishafragrautur 1/2 dl hafragrjón 1 dl vatn eða stoðmjólk (1/4 dl í viðbót ef eldað í örbylgjuofni) 10-12 rúsínur fjórðungur úr epli, peru eða banana Setjið haframjöl og vatn í pott, eða ílát sem má fara í örbylgjuofn. Saxið rúsínurnar smátt og rífið epli eða peru, eða stappið banana, og setjið saman við. Látið koma upp suðu og sjóðið í eina mínútu við vægan hita á eldavélinni, eða eldið í tvær og hálfa mínútu á mesta styrk í örbylgjuofni. Þynnið með vatni eða stoðmjólk ef þurfa þykir og gætið þess að grauturinn fái að kólna svolítið áður en hann er borðaður.
Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira