Amazing Race á Íslandi 9. desember 2004 00:01 Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi. Innlent Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Tvö hundruð milljónir manna upplifa Ísland í allri sinni dýrð með augum ringlaðra ferðalanga á næstu vikum og mánuðum, þegar nýjasta þáttaröðin af Kapphlaupinu mikla, eða Amazing Race, verður sýnd um allan heim. Sjötta þáttaröðin af Amazing Race hefst með því að átján misringlaðir ferðalangar birtast í Leifsstöð með miklum bækslagangi og tekst, þrátt fyrir hlaup og læti, að vera lengur inn í landið en þeir sem gleymdu sér í fríhöfninni. Ber greind þeirra ekki fagurt vitni, en er frábært sjónvarpsefni og það sama má líklega segja um Ísland, sem framleiðendum þáttaraðarinnar þótti svo myndrænt að það þurfti heila tvo þætti til að sýna dýrðina. Við segjum ekki alla ferðasöguna hér, enda væri þá lítið gaman þegar Stöð 2 hefur sýningar á þáttaröðinni í janúar, en talið er að tvö hundruð milljónir manna um víða veröld muni sitja límdir við skjáinn á næstunni til að fylgjast með ævintýrum á klakanum. Framleiðendurnir telja þetta mestu landkynningu sem Ísland hefur fengið, tveir tímar á besta sýningartíma, og ferðaþjónustuaðilar segjast sjá kipp í eftirspurn nú þegar. Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir heimsóknir inn á vef fyrirtækisins hafa aukist mjög og fyrirspurnum hafi fjölgað. Hvenær það verður að bókunum eða ferðamönnum er erfiðara að segja til um. Spurður um verðmæti þessarar landkynningar segir Steinn Logi ekki hægt að setja verðmiða á hana. Hún er t.d. það dýr að Icelandair hefði aldrei efni á að greiða fyrir svona auglýsingu á þessum tíma í bandarísku sjónvarpi.
Innlent Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira