Sport

Shevchenko knattspyrnumaður Evrópu

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá AC Milan var í dag valinn knattspyrnumaður Evrópu fyrir árið 2004, en Shevchenko vann sinn fyrsta ítalska meistaratitil á árinu auk þess var hann markahæstur í Seria A með 24 mörk. Shevchenko hefur hraða, getur tekið menn á og er sterkur í loftinu, en það er hversu vel hann klárar færin sín sem færir honum verðlaunin eftirsóttu. Hann er fyrsti Úkraínumaðurinn til að hljóta þessi verðlaun síðan landið fékk sjálfstæði árið 1991, en þeir Oleg Blokhin og Igor Belanov unnu verðlaunin fyrir fyrrum Sovétríkin árið 1975 og 1986.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×