Hinir staðföstu halda heim 14. desember 2004 00:01 Uppreisnarmenn í Írak halda áfram árásum sínum og er lögregla vinsælt skotmark. Fyrir vikið fækkar í röðum írakskra sveita og hinir staðföstu halda heim á leið. Dagurinn í Írak hófst á sjálfsmorðssprengjuárás við græna svæðið svokallaða, rétt eins og gærdagurinn. Tólf særðust, sumir hverjir alvarlega, en óljósar fregnir berast af mannfalli. Árásir hafa verið algengar undanfarið og er talið víst að þeim muni enn fjölga í aðdraganda kosninga í landinu. Yfirvöldum er mikið í mun að sýna fram á að uppreisnarmenn hafi ekki frumkvæðið í baráttunni og að árangur náist í að kveða þá niður. Yfirlýsing Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, í dag var þáttur í sálfræðihernaðinum en hann sagði að í næstu viku muni réttarhöld yfir forystumönnum fyrri stjórnar hefjast. Hann greindi einnig frá handtöku eins samverkamanna hryðjuverkaleiðtogans al-Zarqawis. Skömmu síðar létu uppreisnarmenn á ný til sín taka og gerðu árás á hópferðabíla sem fluttu írakska lögreglumenn frá Basra til Bagdad. Nokkur fjöldi lá í valnum að átökunum loknum og segir eitt vitna að lík liggi á víð og dreif og að bardagar standi þar enn. Loks bárust fregnir frá Varsjá þess efnis að Pólverjar ætli að fækka hersveitum sínum í Írak um þriðjung frá og með febrúar á næsta ári. Raunar hefur fækkað í hersveitum hinna staðföstu í Írak: Nikaragúa, Spánn, Hondúras, Filippseyjar, Taíland og Nýja-Sjáland hafa kallað sveitir sínar heim, Holland og Ungverjaland ætla að kalla sínar sveitir heim á næstu vikum og Úkraína, Moldóvía, Noregur og Búlgaría hafa fækkað í herliði sínu í Írak. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Uppreisnarmenn í Írak halda áfram árásum sínum og er lögregla vinsælt skotmark. Fyrir vikið fækkar í röðum írakskra sveita og hinir staðföstu halda heim á leið. Dagurinn í Írak hófst á sjálfsmorðssprengjuárás við græna svæðið svokallaða, rétt eins og gærdagurinn. Tólf særðust, sumir hverjir alvarlega, en óljósar fregnir berast af mannfalli. Árásir hafa verið algengar undanfarið og er talið víst að þeim muni enn fjölga í aðdraganda kosninga í landinu. Yfirvöldum er mikið í mun að sýna fram á að uppreisnarmenn hafi ekki frumkvæðið í baráttunni og að árangur náist í að kveða þá niður. Yfirlýsing Iyads Allawis, forsætisráðherra Íraks, í dag var þáttur í sálfræðihernaðinum en hann sagði að í næstu viku muni réttarhöld yfir forystumönnum fyrri stjórnar hefjast. Hann greindi einnig frá handtöku eins samverkamanna hryðjuverkaleiðtogans al-Zarqawis. Skömmu síðar létu uppreisnarmenn á ný til sín taka og gerðu árás á hópferðabíla sem fluttu írakska lögreglumenn frá Basra til Bagdad. Nokkur fjöldi lá í valnum að átökunum loknum og segir eitt vitna að lík liggi á víð og dreif og að bardagar standi þar enn. Loks bárust fregnir frá Varsjá þess efnis að Pólverjar ætli að fækka hersveitum sínum í Írak um þriðjung frá og með febrúar á næsta ári. Raunar hefur fækkað í hersveitum hinna staðföstu í Írak: Nikaragúa, Spánn, Hondúras, Filippseyjar, Taíland og Nýja-Sjáland hafa kallað sveitir sínar heim, Holland og Ungverjaland ætla að kalla sínar sveitir heim á næstu vikum og Úkraína, Moldóvía, Noregur og Búlgaría hafa fækkað í herliði sínu í Írak.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira