Sport

Sheva ekki til Chelsea

Umboðsmaður Andrei Shevchenko, Oscar Damiano, hló í dag af þeim sögusögnum að umboðsmaður hans væri á leið til Stamford Bridge, en Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er mikill aðdáandi Úkraínumannsins og hefur áður sagt að hann sé hann fullkomni sóknarmaður. Milan vilja kaupa Hernan Crespo sem er á láni hjá þeim frá Chelsea, og heyrst hefur að Chelsea vilji ganga frá einskonar skiptum, Shevchenko færi þá í hina áttina. Damiano neitaði þó þessum orðrómi í dag og sagði að Sheva, sem nýlega var valinn knattspyrnumaður Evrópu, yrði áfram hjá Milan. "Ég veit af áhuga þeirra en það er ekki möguleiki að hann fari, jafnvel þó þeir bjóði fáránlega háa upphæð," sagði Damiano í dag. "Þeir gætu ekki einu sinni borgað launin hans. Hann er einn af allra bestu knattspyrnumönnum í heiminum og er á launum sem slíkur. Það verða alltaf uppi orðrómar, en Chelsea getur gleymt þessu. Ef þeir skilja það ekki þá er það þeirra vandamál. Milan selur ekki bestu leikmenn sína." Þar sem Shevchenko virðist vera út úr myndinni gæti Mourinho snúið sér að Jermain Dafoe hjá Tottenham aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×