Misjafn erfðabreytileiki 19. desember 2004 00:01 "Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
"Þetta eru mikilvægar niðurstöður og þær koma til með að aðstoða okkur enn frekar við tilraunir við að einangra meingen," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, um niðurstöður rannsóknar sem sýna að erfðabreytileiki Íslendinga er misjafn milli landshluta. Hið virta vísindatímarit Nature genetics birti niðurstöðurnar á á vef sínum í gær. Kári segir að aðferð rannsóknarinnar megi nota til að kortleggja vissa sjúkdóma sem ganga í erfðir. "Það má til dæmis komast að því hvort brjóstakrabbamein eða geðklofi eigi að miklu leyti rætur í ákveðnum landshlutum. Af þeim fimmtíu sjúkdómum sem Íslensk erfðagreining rannsakar eru margir misdreifðir eftir landsvæðum." Agnar Helgason mannfræðingur stýrði rannsókninnni fyrir Íslenska erfðagreiningu og studdist við gagnagrunninn Íslendingabók. "Við tókum alla Íslendinga sem eru fæddir eftir 1850 og röktum aftur í fimmta ættlið og komumst að því hvar forfeður þeirra voru búsettir. Þannig gátum við rakið nákvæmlega hversu hátt hlutfall af uppruna sínum hver einstaklingur á í hverri sýslu." Í ljós kom að forfeður flestra Íslendinga voru fæddir í sama landshluta og niðjar þeirra fimm ættliðum seinna. Sem dæmi má nefna að 95 prósent af forfeðrum Eyfirðinga fæddra á árunum 1850-1875 eru frá Norðurlandi. Eftir því sem leið á 20. öldina varð blöndunin þó meiri sökum þéttbýlismyndunar. Kári Stefánsson segir að þetta sýni að þótt Ísland sé einsleitt sé það rækilega lagskipt erfðafræðilega séð. "Það þarf að taka tillit til þess í tilraunum til að einangra mengin, til dæmis með því að velja sjúklinga og viðmiðunarhópa með svipaða landfræðilega dreifingu. Sé það ekki gert er nokkur hætta á bjöguðum niðurstöðum." Að sögn Kára staðfestir þetta hversu heppilegt Ísland sé til rannsókna af erfðafræðilegum toga: "Við getum rétt ímyndað okkur hversu erfitt er að taka tillit til lagskiptingarinnar úti í hinum stóra heimi þar sem samfélögin eru mun fjölbreyttari en hér á Íslandi."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira