Sameinuðu þjóðirnar og Írak 21. desember 2004 00:01 Mikil ófrægingarherferð er nú í gangi í Bandaríkjunum gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að hann kvað upp úr með það í viðtali við breska sjónvarpið BBC 12. september síðastliðinn, að stríðið í Írak bryti gegn stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Hvaða greinar stofnskrárinnar taldi Kofi Annan að hefðu verið brotnar? Þar er fyrst um að ræða greinar 2-7 í kafla I, sem teljast grunnreglur (principles) hinna Sameinuðu þjóða. Grein 3 kveður á um að allar aðildarþjóðir skuli leysa deilur sínar með friðsamlegum meðulum, þannig að friðnum sé ekki stofnað í hættu. Grein 4 segir að aðildarríkin skuli í alþjóðlegum samskiptum forðast hótanir og valdbeitingu gegn nokkru öðru aðildarríki, sem hafi í för með sér skerðingu á pólitísku sjálfstæði þess eða eða innrás á löghelgað landsvæði þess. Í 7. grein er kveðið á um að ekkert gefi Sameinuðu þjóðunum heimild til blanda sér í þau málefni aðildarríkjanna, sem falli innan heimalögsögu ríkjanna. Þetta hefur til skamms tíma verið talið að kæmi í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gætu beitt sér fyrir "stjórnarskiptum" í aðildarríkjunum hvað sem á dyndi og hefur sannarlega verið skjól margra einræðisherra, sem sannir eru að sök um óhugnanlegt ofbeldi gegn þjóð sinni, jafnvel svo að jaðrað hefur við þjóðarmorð. Í VII. kafla stofnskrárinnar er hins vegar fjallað um mögulegar aðgerðir vegna ógnanna við friðinn, friðrofa og hernaðarárása. Grein 39 kveður á um að Öryggisráðið skuli ákveða hverju sinni hvað teljist ógna friðnum og gera þá þær ráðstafanir sem eru heimilar samkvæmt öðrum greinum. Í næstu greinum er svo fyrir mælt að Öryggisráðið skuli forðast allar ráðstafanir sem gert geti illt verra. Því ber að sjá um að aðildarríki fari að fyrirmælum þess og , ef það bregst, má grípa til ráðstafana eins og viðskiptabanns, rofs á diplómatískum tengslum og samgöngum hverskonar um loft , láð eða lög við landið. Þegar þetta allt hefur brugðist má Öryggisráðið grípa til hernaðarráðstafana. Það var einmitt sú blessun Öryggisráðsins sem Bandaríkin fóru fram á til að geta gert innrás í Írak, áður en eftirlitsnefnd þess hefði skilað lokaskýrslu undir forystu Hans Blix. Þá var orðið ljóst að neitunarvaldi yrði beitt gegn innrás. Frakkar höfðu þar forystu (og uppskáru allsherjar ófrægingarherferð í Bandaríkjunum, þar sem meira að segja franskar kartöflur voru endurskírðar í mötuneyti bandaríska Senatsins og kallaðar "frelsiskartöflur".) Þá freistaði Bandaríkjastjórn þess að ná hreinum meirihluta meðal 15 fulltrúa Öryggisráðsins til þess að sýna alheimi, að væri það ekki fyrir neitunarvaldið í Öryggisráðinu, hefði hún fengið, með lýðræðislegum hætti, samþykki alþjóðasamfélagsins til innrásar og stjórnarskipta í Írak. Það mistókst líka. Þá var búinn til "listi henna vígfúsu og staðföstu" til að sýna heimamönnum í Bandaríkjunum fram á að Bush og Blair stæðu ekki einir. Þannig komust Íslendingar inn á þennan alræmda lista. Eina réttlætingin sem til var fyrir innrás í Írak var að alþjóðasamfélaginu stæði ógn af því ríki. Lögmæti stríðsins að alþjóðalögum valt á því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum, og eldflaugatækni, sem gæti gert vestræn ríki að skotmarki. Það þýðir ekki að skipta um ástæðu eftir á og segja að Saddam hafi verið vondur maður og harðstjóri og kvalið og pínt sína þegna og heimurinn sé betri án hans. Með því að lýsa þessum aðgerðum Bush og breska taglhnýtingsins Blairs sem lögleysu uppskar Kofi Annan hatur þeirrar klíku, sem öllu ræður í þessum málum í stjórn Bush, og nú mun Kofi á næstunni fá svipaða meðferð og Frakkar áður í öllum fjölmiðlum, sem klíkan hefur vald á. Og það fjölmiðlaveldi er ekki lítið. Búið ykkur undir að í fréttaskeytum viðurkenndra alþjóðlegra fréttastofa verði reynt að grafa undan áliti Sameinuðu þjóðanna og kerfisbundið gefið í skyn að Kofi Annan og sonur hans séu flæktir í meiriháttar skandala. Á meðan getum við hér heima lagt okkar af mörkum til að mótmæla því að nafn Íslands og íslensku þjóðarinnar sé dregið inn í þessi skuggalegu áform Rumsfelds&Co. með því að styðja yfirlýsinguna, sem birtast mun í New York Times í janúar á vegum Þjóðarhreyfingarinnar. Við, Íslendingar, viljum að ráðamenn okkar fari að alþjóðalögum og að íslenskum lögum. Með lögum skal land byggja og sama lögmál gildir um heimssamfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun
Mikil ófrægingarherferð er nú í gangi í Bandaríkjunum gegn Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, eftir að hann kvað upp úr með það í viðtali við breska sjónvarpið BBC 12. september síðastliðinn, að stríðið í Írak bryti gegn stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Hvaða greinar stofnskrárinnar taldi Kofi Annan að hefðu verið brotnar? Þar er fyrst um að ræða greinar 2-7 í kafla I, sem teljast grunnreglur (principles) hinna Sameinuðu þjóða. Grein 3 kveður á um að allar aðildarþjóðir skuli leysa deilur sínar með friðsamlegum meðulum, þannig að friðnum sé ekki stofnað í hættu. Grein 4 segir að aðildarríkin skuli í alþjóðlegum samskiptum forðast hótanir og valdbeitingu gegn nokkru öðru aðildarríki, sem hafi í för með sér skerðingu á pólitísku sjálfstæði þess eða eða innrás á löghelgað landsvæði þess. Í 7. grein er kveðið á um að ekkert gefi Sameinuðu þjóðunum heimild til blanda sér í þau málefni aðildarríkjanna, sem falli innan heimalögsögu ríkjanna. Þetta hefur til skamms tíma verið talið að kæmi í veg fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gætu beitt sér fyrir "stjórnarskiptum" í aðildarríkjunum hvað sem á dyndi og hefur sannarlega verið skjól margra einræðisherra, sem sannir eru að sök um óhugnanlegt ofbeldi gegn þjóð sinni, jafnvel svo að jaðrað hefur við þjóðarmorð. Í VII. kafla stofnskrárinnar er hins vegar fjallað um mögulegar aðgerðir vegna ógnanna við friðinn, friðrofa og hernaðarárása. Grein 39 kveður á um að Öryggisráðið skuli ákveða hverju sinni hvað teljist ógna friðnum og gera þá þær ráðstafanir sem eru heimilar samkvæmt öðrum greinum. Í næstu greinum er svo fyrir mælt að Öryggisráðið skuli forðast allar ráðstafanir sem gert geti illt verra. Því ber að sjá um að aðildarríki fari að fyrirmælum þess og , ef það bregst, má grípa til ráðstafana eins og viðskiptabanns, rofs á diplómatískum tengslum og samgöngum hverskonar um loft , láð eða lög við landið. Þegar þetta allt hefur brugðist má Öryggisráðið grípa til hernaðarráðstafana. Það var einmitt sú blessun Öryggisráðsins sem Bandaríkin fóru fram á til að geta gert innrás í Írak, áður en eftirlitsnefnd þess hefði skilað lokaskýrslu undir forystu Hans Blix. Þá var orðið ljóst að neitunarvaldi yrði beitt gegn innrás. Frakkar höfðu þar forystu (og uppskáru allsherjar ófrægingarherferð í Bandaríkjunum, þar sem meira að segja franskar kartöflur voru endurskírðar í mötuneyti bandaríska Senatsins og kallaðar "frelsiskartöflur".) Þá freistaði Bandaríkjastjórn þess að ná hreinum meirihluta meðal 15 fulltrúa Öryggisráðsins til þess að sýna alheimi, að væri það ekki fyrir neitunarvaldið í Öryggisráðinu, hefði hún fengið, með lýðræðislegum hætti, samþykki alþjóðasamfélagsins til innrásar og stjórnarskipta í Írak. Það mistókst líka. Þá var búinn til "listi henna vígfúsu og staðföstu" til að sýna heimamönnum í Bandaríkjunum fram á að Bush og Blair stæðu ekki einir. Þannig komust Íslendingar inn á þennan alræmda lista. Eina réttlætingin sem til var fyrir innrás í Írak var að alþjóðasamfélaginu stæði ógn af því ríki. Lögmæti stríðsins að alþjóðalögum valt á því að Saddam réði yfir gereyðingarvopnum, og eldflaugatækni, sem gæti gert vestræn ríki að skotmarki. Það þýðir ekki að skipta um ástæðu eftir á og segja að Saddam hafi verið vondur maður og harðstjóri og kvalið og pínt sína þegna og heimurinn sé betri án hans. Með því að lýsa þessum aðgerðum Bush og breska taglhnýtingsins Blairs sem lögleysu uppskar Kofi Annan hatur þeirrar klíku, sem öllu ræður í þessum málum í stjórn Bush, og nú mun Kofi á næstunni fá svipaða meðferð og Frakkar áður í öllum fjölmiðlum, sem klíkan hefur vald á. Og það fjölmiðlaveldi er ekki lítið. Búið ykkur undir að í fréttaskeytum viðurkenndra alþjóðlegra fréttastofa verði reynt að grafa undan áliti Sameinuðu þjóðanna og kerfisbundið gefið í skyn að Kofi Annan og sonur hans séu flæktir í meiriháttar skandala. Á meðan getum við hér heima lagt okkar af mörkum til að mótmæla því að nafn Íslands og íslensku þjóðarinnar sé dregið inn í þessi skuggalegu áform Rumsfelds&Co. með því að styðja yfirlýsinguna, sem birtast mun í New York Times í janúar á vegum Þjóðarhreyfingarinnar. Við, Íslendingar, viljum að ráðamenn okkar fari að alþjóðalögum og að íslenskum lögum. Með lögum skal land byggja og sama lögmál gildir um heimssamfélagið.