Útgerðin krefur olíufélögin bóta 22. desember 2004 00:01 Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur farið fram á viðræður við olíufélögin um skaðabætur vegna verðsamráðs þeirra. Þetta var ákveðið á fundi stjórnarinnar fyrir skömmu þar sem álit lögfræðings á möguleikum útgerðarmanna á skaðabótum var lagt fram. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að samkvæmt álitinu geti útgerðirnar farið í skaðabótamál telji þær sig geta sýnt fram á að hafa orðið fyrir tjóni vegna samráðsins. Einnig komi þar fram að fordæmi séu fyrir því að svipuð mál hafi verið dæmd að álitum, það er eftir mati á tjóninu. Friðrik segist vona að viðræður við olíufélögin hefjist fljótlega. Þá komi í ljós hvort þau séu tilbúin til að ljúka málinu með samkomulagi. Það sé ósk útvegsmanna. Ef það gangi ekki verði þeir hins vegar að skoða næsta skref. Útgerðarfélög eru líklega stærsti viðskiptavinur olíufélaganna og hefur LÍÚ um árabil gagnrýnt verðlagningu á skipaolíu og talið verð á henni óeðlilega hátt í samanburði við verð í nágrannalöndunum. Félögin hafa því reynt að knýja fram lækkun, meðal annars með því að versla við norska olíufélagið Statoil. Fram kemur í niðurstöðu samkeppnisráðs að íslensku olíufélögin þrjú hafi þvingað Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Arngrímsson hefur sagt ljóst að útvegsmenn hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna. Í samtali við Sjónvarpið í haust sagði hann að verðsamráð olíufélaganna eins og það birtist í niðurstöðu samkeppnisráðs virtist á köflum reyfarakennt og sér fyndist málið sorglegt. Olíufélögin þyrftu því að reyna að byggja upp traust gagnvart viðskiptavinum sínum að nýju.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira