Annir hjá jólasveinum 23. desember 2004 00:01 Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Jól Jólasveinar Mest lesið Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Allir hefðbundnir í jólatónlist Jól Gott ráð til að takast á við jólastressið Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólamolar: Man alltaf eftir því þegar hann fékk trönur í jólagjöf Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Jól Jólasveinar Mest lesið Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Allir hefðbundnir í jólatónlist Jól Gott ráð til að takast á við jólastressið Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hvað veist þú um réttindi barna? Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Sá sem gaf Gumma Kíró gönguskó í jólagjöf hefði átt að vita betur Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólamolar: Man alltaf eftir því þegar hann fékk trönur í jólagjöf Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira