Hefðin er engin hefð 27. desember 2004 00:01 "Við förum stundum út á land til tengdafjölskyldunnar þar sem eru engir flugeldar því það myndi hræða hrossin," segir Dofri Hermannsson leikari og nemi. "Annars erum við svona til skiptis hérna í bænum og má í raun segja að hefðin sé að það er engin hefð á áramótunum hjá okkur," segir Dorfi, en í ár fer hann með fjölskylduna til vinafólks í Gautaborg þar sem sænskt jólahlaðborð verður á borðum á gamlárskvöld. "Við komum með eitthvert góðgæti frá Íslandi, eitthvað svona dæmigert sem Íslendingar í útlöndum vilja fá," segir Dofri. Hann hlakkar mikið til ferðarinnar en hefur pínulitlar áhyggjur af fjölskylduhundinum sem verður skilinn eftir á Íslandi. "Það á eftir að ákveða hvar hann verður, en ég hugsa að flugeldarnir eigi ekki eftir að fara vel í hann," segir Dofri. Hann segist ekkert vera sérstaklega óður í flugelda en á hverju ári sé hann þakklátur þeim sem kaupa flugeldana. "Ég stórgræði á hinum og er alltaf jafn glaður að sjá hvað margir eru til í að borga fyrir þetta," segir Dofri hlæjandi. "Öll áramót eru eftirminnileg eftir að maður hætti að fara niður í bæ að djamma," segir hann aðspurður hvort einhver áramótin standi upp úr í minningunni. Hvað áramótaheit varðar segist hann yfirleitt ekki strengja nein formleg heit. "Ég lofa stundum svona inni í mér að ég ætli að verða betri maður á næsta ári en passa mig að segja það ekki upphátt," segir Dofri sem er viss um að næsta ár verði gott ár. Jól Áramót Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
"Við förum stundum út á land til tengdafjölskyldunnar þar sem eru engir flugeldar því það myndi hræða hrossin," segir Dofri Hermannsson leikari og nemi. "Annars erum við svona til skiptis hérna í bænum og má í raun segja að hefðin sé að það er engin hefð á áramótunum hjá okkur," segir Dorfi, en í ár fer hann með fjölskylduna til vinafólks í Gautaborg þar sem sænskt jólahlaðborð verður á borðum á gamlárskvöld. "Við komum með eitthvert góðgæti frá Íslandi, eitthvað svona dæmigert sem Íslendingar í útlöndum vilja fá," segir Dofri. Hann hlakkar mikið til ferðarinnar en hefur pínulitlar áhyggjur af fjölskylduhundinum sem verður skilinn eftir á Íslandi. "Það á eftir að ákveða hvar hann verður, en ég hugsa að flugeldarnir eigi ekki eftir að fara vel í hann," segir Dofri. Hann segist ekkert vera sérstaklega óður í flugelda en á hverju ári sé hann þakklátur þeim sem kaupa flugeldana. "Ég stórgræði á hinum og er alltaf jafn glaður að sjá hvað margir eru til í að borga fyrir þetta," segir Dofri hlæjandi. "Öll áramót eru eftirminnileg eftir að maður hætti að fara niður í bæ að djamma," segir hann aðspurður hvort einhver áramótin standi upp úr í minningunni. Hvað áramótaheit varðar segist hann yfirleitt ekki strengja nein formleg heit. "Ég lofa stundum svona inni í mér að ég ætli að verða betri maður á næsta ári en passa mig að segja það ekki upphátt," segir Dofri sem er viss um að næsta ár verði gott ár.
Jól Áramót Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Hrekkjóttir álfar valda usla á íslenskum heimilum Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira