Segir engin jól án sörubaksturs Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. nóvember 2023 15:05 Sörur eru ómissandi fyrir marga á aðventunni. Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni. „Ég geri þær enn á hverju ári á meðan ég hlusta á jólalög og gæða mér á heitu súkkulaði. Ég hef meira að segja búið til þær með mínum eigin vinahópi undanfarin ár. Það er fyndið að verða „fullorðinn“ og byrja að búa til sínar eigin hefðir og minningar,“ segir Elenóra. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s Georgesdottir (@bakaranora) Hráefni Sörubotnar 240 g eggjahvítur 500 g möndlumjöl 420 g flórsykur Krem 120 g eggjarauður 320 g mjúkt smjör 150 g sýróp 30 g kakó 15 g instant kaffi 1 tsk vanilludropar Hjúpur 200 g suðusúkkulaði Elenóra Rós Aðferð Stífþeytið eggjahvíturnar Sigtið flórsykurinn og möndlumjölið og blandið varlega saman við eggjahvíturnar með sleif. Setjið deigið á plötu annað hvort með sprautupoka eða tveim teskeiðum. Bakið í 10 til 12 mínútur við 180 gráður á blæstri. Næst er kremið búið til. Byrjið á að þeyta eggjarauðurnar þar til ljósar og loftkenndar. Hitið sýrópið og hellið í mjórri bunu út í eggjarauðurnar á meðan hrærivélin er í gangi. Hrærið þar til skálin er köld við snertingu. Bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli. Að lokum er kaffinu, kakói og vanilludropum bætt saman við. Þeytið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á kalda sörubotnana og kælið eða frystið þar til kremið hefur harðnað. Að lokum er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og sörunum dýpt í. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s Georgesdottir (@bakaranora) Jól Uppskriftir Sörur Tengdar fréttir „Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“ Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands. 26. nóvember 2023 07:00 Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Jóladagatal - 14. desember - Einfaldar brúður Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Sparistellið og kisi með í bústaðinn Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Ég geri þær enn á hverju ári á meðan ég hlusta á jólalög og gæða mér á heitu súkkulaði. Ég hef meira að segja búið til þær með mínum eigin vinahópi undanfarin ár. Það er fyndið að verða „fullorðinn“ og byrja að búa til sínar eigin hefðir og minningar,“ segir Elenóra. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s Georgesdottir (@bakaranora) Hráefni Sörubotnar 240 g eggjahvítur 500 g möndlumjöl 420 g flórsykur Krem 120 g eggjarauður 320 g mjúkt smjör 150 g sýróp 30 g kakó 15 g instant kaffi 1 tsk vanilludropar Hjúpur 200 g suðusúkkulaði Elenóra Rós Aðferð Stífþeytið eggjahvíturnar Sigtið flórsykurinn og möndlumjölið og blandið varlega saman við eggjahvíturnar með sleif. Setjið deigið á plötu annað hvort með sprautupoka eða tveim teskeiðum. Bakið í 10 til 12 mínútur við 180 gráður á blæstri. Næst er kremið búið til. Byrjið á að þeyta eggjarauðurnar þar til ljósar og loftkenndar. Hitið sýrópið og hellið í mjórri bunu út í eggjarauðurnar á meðan hrærivélin er í gangi. Hrærið þar til skálin er köld við snertingu. Bætið smjörinu saman við í nokkrum skömmtum og hrærið vel á milli. Að lokum er kaffinu, kakói og vanilludropum bætt saman við. Þeytið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á kalda sörubotnana og kælið eða frystið þar til kremið hefur harðnað. Að lokum er súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og sörunum dýpt í. View this post on Instagram A post shared by Elenora Ro s Georgesdottir (@bakaranora)
Jól Uppskriftir Sörur Tengdar fréttir „Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“ Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands. 26. nóvember 2023 07:00 Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00 Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jóladagatal Vísis: Ari Eldjárn tekur fyrir úrelta jólalagatexta Jól Jóladagatal - 14. desember - Einfaldar brúður Jól Herra Hnetusmjör og Birgitta Haukdal gefa út nýtt jólalag saman Jól Sparistellið og kisi með í bústaðinn Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Ég var aldrei heilsuhrædd fyrr en allt hrundi“ Líf Elenoru Rósar hefur aldrei verið auðvelt en hún fæddist með fæðingargallann Omphalocele. Þrátt fyrir einelti í æsku og langvinn veikindi lét hún ekkert stöðva sig og lét drauminn um að verða kökugerðarkona rætast. Hún er í dag metsöluhöfundur, búsett í London og og gerði nýverið samning við einn stærsta sælgætisframleiðanda Íslands. 26. nóvember 2023 07:00
Lúxus heitt súkkulaði með kanilkeim og súkkulaðirjóma Elenora Rós Georgesdottir bakari deildi girnilegri uppskrift af heitu súkkulaði fyrir jólin. Uppskriftin er sannköllluð lúxus útgáfa þar sem hún inniheldur kanill, bismark, möndlur, og salt karamella. Jól í bolla! 22. nóvember 2023 20:00