Sport

Berlusconi hættur hjá AC Milan

Silvio Berlusconi sagði í dag af sér sem forseti ítalska stórliðsins AC Milan, en lög á Ítalíu banna mönnum sem gegna ráðherraembætti að reka eigið fyrirtæki á meðan þeir eru í starfi. Berlusconi tók við sem forseti Milan árið 1986 og undir hans forystu varð félagið eitt það besta í Evrópu en liðið vann fjóra Evróputitla og sjö Ítalíutitla í stjórnartíð hans. Berlusconi verður þó líklega áfram aðal eigandi félagsins, en í tilkynningunni í dag sagði að enn hefði ekki verið fundinn eftirmaður Berlusconi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×