Ein heima á gamlárskvöld 29. desember 2004 00:01 Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, eyddi áramótunum eitt sinn í Bandaríkjunum. Þau áramót lifa enn fersk í minni. "Það er nú svo sem ekkert sniðugt sem stendur upp úr hjá mér um áramót. Enginn stór eldsvoði, prakkarastrik eða neitt því um líkt. Við fjölskyldan hittumst alltaf á gamlárskvöld hjá stóru systur minni sem eldar kalkún með miklum myndarbrag. Það er afskaplega huggulegt," segir Jarþrúður. Hún hugsar sig síðan aðeins um og segir þó ein áramót hafa staðið upp úr. "Áramótin 1994-1995 var ég au pair í New Jersey í Bandaríkjunum. Ég átti heima í voða fínu úthverfi og eyddi gamlárskvöldi ein heima. Það var frekar súrt á þeim tíma að hanga ein heima en það fylgdi því líka viss sjarmi. Þetta eru náttúrlega sérstök tímamót og ég hafði gott tóm til að hugsa um árið sem var að líða og árið sem var framundan. Það var ekkert um að vera í hverfinu mínu, ég held það hafi sprungið ein sprengja á miðnætti. Síðan horfði ég auðvitað á beina útsendingu frá áramótafagnaðinum á Times Square í New York en allir vinir mínir höfðu farið þangað. Ég var svo almennileg og bauðst til að passa fyrir hjónin sem ég bjó hjá svo þau gætu farið út að skemmta sér," segir Jarþrúður og metur þessi áramót greinilega mikils þegar hún lítur til baka. "Hápunktur kvöldsins var þegar pabbi hringdi á miðnætti á mínum tíma og óskaði mér til hamingju með nýja árið og allt það. Það var afskaplega notalegt og sýndi mér að jól og áramót snúast um að vera með vinum og fjölskyldu." Jól Áramót Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands, eyddi áramótunum eitt sinn í Bandaríkjunum. Þau áramót lifa enn fersk í minni. "Það er nú svo sem ekkert sniðugt sem stendur upp úr hjá mér um áramót. Enginn stór eldsvoði, prakkarastrik eða neitt því um líkt. Við fjölskyldan hittumst alltaf á gamlárskvöld hjá stóru systur minni sem eldar kalkún með miklum myndarbrag. Það er afskaplega huggulegt," segir Jarþrúður. Hún hugsar sig síðan aðeins um og segir þó ein áramót hafa staðið upp úr. "Áramótin 1994-1995 var ég au pair í New Jersey í Bandaríkjunum. Ég átti heima í voða fínu úthverfi og eyddi gamlárskvöldi ein heima. Það var frekar súrt á þeim tíma að hanga ein heima en það fylgdi því líka viss sjarmi. Þetta eru náttúrlega sérstök tímamót og ég hafði gott tóm til að hugsa um árið sem var að líða og árið sem var framundan. Það var ekkert um að vera í hverfinu mínu, ég held það hafi sprungið ein sprengja á miðnætti. Síðan horfði ég auðvitað á beina útsendingu frá áramótafagnaðinum á Times Square í New York en allir vinir mínir höfðu farið þangað. Ég var svo almennileg og bauðst til að passa fyrir hjónin sem ég bjó hjá svo þau gætu farið út að skemmta sér," segir Jarþrúður og metur þessi áramót greinilega mikils þegar hún lítur til baka. "Hápunktur kvöldsins var þegar pabbi hringdi á miðnætti á mínum tíma og óskaði mér til hamingju með nýja árið og allt það. Það var afskaplega notalegt og sýndi mér að jól og áramót snúast um að vera með vinum og fjölskyldu."
Jól Áramót Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Íslensku jólasveinarnir þrettán Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira