Lífið

Jólaseríur allt árið

Það leiðist víst flestum að taka niður jólin og margir vilja halda í þau eins lengi og kostur er. Aðrir ganga rösklega til verks og pakka jólunum saman á einum eftirmiðdegi og henda ýmsum óþarfa og forgengilegu drasli eins og jólaseríunum. Þó eru ekki allir sáttir við að kasta nothæfum hlutum á haugana, ekki kannski síst af umhverfisverndarsjónarmiðum. Sigurður Steinarsson hjá Raftækjaversluninni Glóey í Ármúla kann að ganga vel frá jólaseríum fyrir þá sem það kjósa að gera. "Best er að setja seríurnar í kassann eins og þær voru í honum, þannig að perurnar snúi í aðra áttina og lykkjan í hina. Það þarf að passa að perurnar snúi allar í sömu átt. Ef kassinn er ónýtur gildir sama regla en þá er best að notast við pappaspjald." Sigurður segir inniseríurnar geta enst í mörg ár en útiseríur aðeins í eitt til tvö ár vegna veðrunar. Einnig hefur Sigurður orðið var við að fólk kaupir glærar seríur til að hafa allt árið. "Fólk vill gjarna láta jólabirtuna endast aðeins og þá eru jólaseríurnar gott ráð. Það er nánast engin eldhætta af þessum litlu peruseríum. Þó má alls ekki setja hefðbundnar jólatrésseríur ofan í skálar til skrauts. Hitinn verður þá svo mikill ofan í skálinni að þær geta brennt út frá sér," segir Sigurður Steinarsson rafvirki en í Glóey má fá allskonar heilsársljósaseríur til að lífga upp á skammdegið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×