Sterk hreyfing og þróttmikil 26. október 2005 07:00 Tæpast verður sagt að nýafstaðinn ársfundur Alþýðusambands Íslands hafi einkennst af miklum lúðrablæstri. Þótt ýmis mikilvæg málefni væru til umfjöllunar fór þing þessara fjölmennustu samtaka landsins ekki hátt í fjölmiðlum eða þjóðfélagsumræðunni. Ýmsum kann að virðast það enn ein vísbendingin um veika stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Sem kunnugt er heyrast iðulega um það raddir að hreyfingin sé ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri daga þegar verkfallsvopninu var beitt ótæpilega og verkalýðsforingjar gerðu sig breiða gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Fréttir af erfiðleikum verkalýðssamtakanna í viðureign við ýmis ný fyrirbæri á vinnumarkaði, svo sem starfsmannaleigur, hafa verið nefndar sem dæmi um vanmátt hreyfingarinnar og jafnvel hnignun. Þessar umræður eru á misskilningi byggðar. Íslensk verkalýðshreyfing er enn sterkt og þróttmikið afl í þjóðfélaginu. Frá þjóðarsáttinni í lok níunda áratugarins hefur hún hins vegar tamið sér önnur vinnubrögð, friðsamlegri og fagmannlegri, en forðum daga. Þessi vinnubrögð hafa leitt til þess að hún hefur náð meiri árangri í þágu launafólks en nokkru sinni áður í sögu sinni. Þau hafa ekki gert hana veikari heldur sterkari. Það er enginn áfellisdómur yfir verkalýðshreyfingunni eða merki um veikleika hennar að hún hafi ekki náð að finna ásættanlega niðurstöðu í deilunum um starfsmannaleigur sem nú ber mjög hátt hér á landi. Hafa ber í huga að þetta er nýtt fyrirbrigði á íslenskum vinnumarkaði sprottið af löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins og sérstökum tímabundnum aðstæðum í íslensku atvinnulífi. Í þjóðfélagi þar sem menn ljúka deilum og leiða ágreiningsefni til lykta með rökræðum, samkomulagi og málamiðlunum er eðlilegt að það taki nokkurn tíma að finna ásættanlega niðurstöðu þegar áður óþekkt viðfangsefni koma til úrlausnar. Fráleitt er að ræða málefni starfsmannaleiganna eins og um sé að ræða eitthvert aðskotadýr sem flæma verði brott úr lífríki landsins með öllum ráðum. Þetta er að ýmsu leyti hentugt og hagkvæmt fyrirkomulag. Framhjá því verður ekki horft að vinnuafl sem þær hafa flutt hingað til lands hefur haft þýðingu í þá átt að skapa meira jafnvægi á vinnumarkaði á tíma stórframkvæmda en ella hefði orðið. Og þær hafa með óbeinum hætti haldið aftur af verðhækkunum á ákveðnum sviðum. Hitt er rétt að hvorki innlendum né erlendum starfsmannaleigum á að líðast að brjóta lög og reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Viðbrögð íslenskra verkalýðssamtaka þegar grunsemdir hafa vaknað um slíkt, eins og til dæmis á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið ákveðin og kraftmikil. Þau hafa leitt til þess að nefnd á vegum félagsmálaráðherra kannar nú grundvöll þess að setja sérstök lög um starfsmannaleigur. Það er ekki öfundsvert að standa í fótsporum þeirra atvinnurekenda sem verja verða málstað sinn gagnvart ásökunum um að fara á svig við gildandi kjarasamninga í landinu. Í þeirra augum er verkalýðshreyfingin ekki veik heldur sterk og samhent - og það er rétt mat. Augu þessara atvinnurekenda munu opnast fyrir því að til lengri tíma litið er farsælla fyrir þá sjálfa að virða leikreglur vinnumarkaðarins og eiga gott samstarf við verkalýðshreyfinguna en að fara á svig við reglurnar og víkja sér undan samstarfi við stéttarfélögin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Tæpast verður sagt að nýafstaðinn ársfundur Alþýðusambands Íslands hafi einkennst af miklum lúðrablæstri. Þótt ýmis mikilvæg málefni væru til umfjöllunar fór þing þessara fjölmennustu samtaka landsins ekki hátt í fjölmiðlum eða þjóðfélagsumræðunni. Ýmsum kann að virðast það enn ein vísbendingin um veika stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Sem kunnugt er heyrast iðulega um það raddir að hreyfingin sé ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri daga þegar verkfallsvopninu var beitt ótæpilega og verkalýðsforingjar gerðu sig breiða gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum. Fréttir af erfiðleikum verkalýðssamtakanna í viðureign við ýmis ný fyrirbæri á vinnumarkaði, svo sem starfsmannaleigur, hafa verið nefndar sem dæmi um vanmátt hreyfingarinnar og jafnvel hnignun. Þessar umræður eru á misskilningi byggðar. Íslensk verkalýðshreyfing er enn sterkt og þróttmikið afl í þjóðfélaginu. Frá þjóðarsáttinni í lok níunda áratugarins hefur hún hins vegar tamið sér önnur vinnubrögð, friðsamlegri og fagmannlegri, en forðum daga. Þessi vinnubrögð hafa leitt til þess að hún hefur náð meiri árangri í þágu launafólks en nokkru sinni áður í sögu sinni. Þau hafa ekki gert hana veikari heldur sterkari. Það er enginn áfellisdómur yfir verkalýðshreyfingunni eða merki um veikleika hennar að hún hafi ekki náð að finna ásættanlega niðurstöðu í deilunum um starfsmannaleigur sem nú ber mjög hátt hér á landi. Hafa ber í huga að þetta er nýtt fyrirbrigði á íslenskum vinnumarkaði sprottið af löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins og sérstökum tímabundnum aðstæðum í íslensku atvinnulífi. Í þjóðfélagi þar sem menn ljúka deilum og leiða ágreiningsefni til lykta með rökræðum, samkomulagi og málamiðlunum er eðlilegt að það taki nokkurn tíma að finna ásættanlega niðurstöðu þegar áður óþekkt viðfangsefni koma til úrlausnar. Fráleitt er að ræða málefni starfsmannaleiganna eins og um sé að ræða eitthvert aðskotadýr sem flæma verði brott úr lífríki landsins með öllum ráðum. Þetta er að ýmsu leyti hentugt og hagkvæmt fyrirkomulag. Framhjá því verður ekki horft að vinnuafl sem þær hafa flutt hingað til lands hefur haft þýðingu í þá átt að skapa meira jafnvægi á vinnumarkaði á tíma stórframkvæmda en ella hefði orðið. Og þær hafa með óbeinum hætti haldið aftur af verðhækkunum á ákveðnum sviðum. Hitt er rétt að hvorki innlendum né erlendum starfsmannaleigum á að líðast að brjóta lög og reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Viðbrögð íslenskra verkalýðssamtaka þegar grunsemdir hafa vaknað um slíkt, eins og til dæmis á Kárahnjúkasvæðinu, hafa verið ákveðin og kraftmikil. Þau hafa leitt til þess að nefnd á vegum félagsmálaráðherra kannar nú grundvöll þess að setja sérstök lög um starfsmannaleigur. Það er ekki öfundsvert að standa í fótsporum þeirra atvinnurekenda sem verja verða málstað sinn gagnvart ásökunum um að fara á svig við gildandi kjarasamninga í landinu. Í þeirra augum er verkalýðshreyfingin ekki veik heldur sterk og samhent - og það er rétt mat. Augu þessara atvinnurekenda munu opnast fyrir því að til lengri tíma litið er farsælla fyrir þá sjálfa að virða leikreglur vinnumarkaðarins og eiga gott samstarf við verkalýðshreyfinguna en að fara á svig við reglurnar og víkja sér undan samstarfi við stéttarfélögin.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun