Siðbót eða miskabót? 4. nóvember 2005 06:00 Bílastæði í miðbænum eru víða færri en svo að þau anni eftirspurn á álagstíma. Stöðumælasektir koma hins vegar í veg fyrir að fólk leggi í þessi stæði og séu þar allan daginn með bíla sína, enda er sektarupphæðin svo há að flesta munar verulega um hana. Ef sektir eiga líka að koma í veg fyrir að kaupréttaraðall fjármálaheimsins misnoti þessi stöðumælastæði, væri þá ráð að láta þá borga fjögurhundruð falda sekt, þar sem nærri liggur að ábatasamasti kaupréttarsamningurinn hjá KB banka í vikunni hafi náð 400-földum launum bankagjaldkera? Varla, enda hefur lengi verið sátt um að glæpur sé glæpur sama hver framdi hann. Tiltekinn glæpur eða lögbrot kalli þá í öllum aðalatriðum á sömu eða svipaða refsingu óháð því hver framdi hann. Þetta heitir einfaldlega jafnrétti gagnvart lögum og er eitt af margrómuðum grundvallarréttindum borgaralegs lýðræðis. Nú hefur einn færasti lögmaður landsins í málum sem varða mörk tjáningarfrelsis og einkalífs fólks, Sigríður Rut Júlíusdóttir, lagt fram stefnu á hendur vikublaðinu Hér og nú og útgáfufélaginu 365 miðlum vegna umfjöllunar blaðsins um Bubba Morthens síðastliðið sumar. Kröfur Bubba hljóða upp á að fyrirsögn blaðsins, "Bubbi fallinn", verði dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann fái tuttugu milljónir í miskabætur. Í sjálfu sér er ekki nema eðlilegt að Bubbi geri athugasemdir við fyrirsögnina, sem er villandi og hugsanlega meiðandi fyrir hann sem forvarnarpostula á samningi hjá stórfyrirtækjum. Hins vegar er fróðlegt og raunar nokkuð undrunarefni að sjá hvernig lögmaðurinn hefur rökstutt kröfuna um miskabætur til handa Bubba. Hann bendir á að þeir sem standa að útgáfunni 365 miðlum séu stöndugir aðilar og þá muni ekki muna um að greiða lágar sektir, t.d. "einhvern 50 þúsund kall!" Lögmaðurinn virðist telja 400-földun meira við hæfi, eða tuttugu milljónir. Mikilvægt sé að útgefendur svíði undan sektinni, enda snúist málið um "að fjölmiðlar hugsi sig um tvisvar áður en þeir birta umfjöllun af þessu tagi ef þeir eiga á hættu að vera dæmdir til að greiða umtalsverðar bætur," eins og þetta var orðað í frétt á ruv.is. Miskabæturnar eiga þannig ekki að bæta Bubba hans miska eins og tíðkast hefur hér á landi um svona hluti, heldur eiga þær að verða eins konar refsibætur og siðferðilegur yfirritstjóri fyrir stöndug útgáfufyrirtæki - líkara því sem stundum tíðkast í Ameríku. Það er mjög þarft að fá prófmál fyrir dómstólum til að skilgreina betur hvar markalínan liggur milli einkalífs og tjáningarfrelsis fjölmiðlanna, ekki síst eftir hinn margfræga Karólínudóm Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem einkalífinu var gefið umtalsvert svigrúm. Gallinn er hins vegar sá að þetta dæmi er ekki sérstaklega vel fallið til þess að skera úr um hvar þessi lína liggur, nema að því er varðar myndatöku af Bubba og myndbirtingu án hans vitundar og samþykkis. Umrædd fyrirsögn er einfaldlega röng eða í besta falli afar villandi. Hún er þó fyrst og fremst smekklaus, en dómstólar geta ekki verið að dæma mikið um smekkleysi. Hins vegar þarf ekkert prófmál um hvort eðlilegt sé að birta villandi eða ranga hluti í fjölmiðlum. Allir eru sammála um að slíkt gera menn ekki líka DV og Hér og nú þó menn hafi þar þumbast við í þessu máli. Engu að síður verður ýmislegt hægt að lesa út úr þessum málaferlum, ef þau verða þá rekin á þeirri forsendu að um einhvers konar tilefnislausa innrás í einkalíf Bubba hafi verið að ræða. Þar er það myndbirtingin sem er áhugaverðust í ljósi Karólínudómsins. Rökstuðningurinn fyrir miskabótunum gæti þó drepið þessu máli verulega á dreif, því þar er í raun verið að segja að aðrar og þungbærari reglur eigi að gilda um stönduga útgefendur en aðra útgefendur - allt til þess að þeir læri einhverja lexíu. Með því að ögra jafnræðisreglunni með þessum hætti eru Bubbi og lögmaður hans komin út á hálan ís, enda er eðlilegasti mælikvarðinn á upphæð miskabóta stærð miskans, sem verið er að bæta. Sá miski er mældur í þeim ímyndarskaða sem Bubbi kann að hafa orðið fyrir sem forvarnarfyrirmynd og einhverju mati á óefnislegum óþægindum fyrir sálarlíf hans sjálfs. Eðlilegast er að láta mælingu á þessum miska ráðast af útbreiðslu og áhrifum Hér og nú, en ekki af greiðslugetu þeirra sem standa að baki útgáfufélaginu. Þetta er einföld miskabótakrafa, og kallar ekki á þann siðbótartón sem fylgir með í rökstuðningi stefnunnar. Telji menn þörf á slíkum tóni á hann að heyrast hjá löggjafanum, samtökum fjölmiðlafólks og hinum almenna pólitíska umræðuvettvangi - ekki í réttarsalnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Bílastæði í miðbænum eru víða færri en svo að þau anni eftirspurn á álagstíma. Stöðumælasektir koma hins vegar í veg fyrir að fólk leggi í þessi stæði og séu þar allan daginn með bíla sína, enda er sektarupphæðin svo há að flesta munar verulega um hana. Ef sektir eiga líka að koma í veg fyrir að kaupréttaraðall fjármálaheimsins misnoti þessi stöðumælastæði, væri þá ráð að láta þá borga fjögurhundruð falda sekt, þar sem nærri liggur að ábatasamasti kaupréttarsamningurinn hjá KB banka í vikunni hafi náð 400-földum launum bankagjaldkera? Varla, enda hefur lengi verið sátt um að glæpur sé glæpur sama hver framdi hann. Tiltekinn glæpur eða lögbrot kalli þá í öllum aðalatriðum á sömu eða svipaða refsingu óháð því hver framdi hann. Þetta heitir einfaldlega jafnrétti gagnvart lögum og er eitt af margrómuðum grundvallarréttindum borgaralegs lýðræðis. Nú hefur einn færasti lögmaður landsins í málum sem varða mörk tjáningarfrelsis og einkalífs fólks, Sigríður Rut Júlíusdóttir, lagt fram stefnu á hendur vikublaðinu Hér og nú og útgáfufélaginu 365 miðlum vegna umfjöllunar blaðsins um Bubba Morthens síðastliðið sumar. Kröfur Bubba hljóða upp á að fyrirsögn blaðsins, "Bubbi fallinn", verði dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann fái tuttugu milljónir í miskabætur. Í sjálfu sér er ekki nema eðlilegt að Bubbi geri athugasemdir við fyrirsögnina, sem er villandi og hugsanlega meiðandi fyrir hann sem forvarnarpostula á samningi hjá stórfyrirtækjum. Hins vegar er fróðlegt og raunar nokkuð undrunarefni að sjá hvernig lögmaðurinn hefur rökstutt kröfuna um miskabætur til handa Bubba. Hann bendir á að þeir sem standa að útgáfunni 365 miðlum séu stöndugir aðilar og þá muni ekki muna um að greiða lágar sektir, t.d. "einhvern 50 þúsund kall!" Lögmaðurinn virðist telja 400-földun meira við hæfi, eða tuttugu milljónir. Mikilvægt sé að útgefendur svíði undan sektinni, enda snúist málið um "að fjölmiðlar hugsi sig um tvisvar áður en þeir birta umfjöllun af þessu tagi ef þeir eiga á hættu að vera dæmdir til að greiða umtalsverðar bætur," eins og þetta var orðað í frétt á ruv.is. Miskabæturnar eiga þannig ekki að bæta Bubba hans miska eins og tíðkast hefur hér á landi um svona hluti, heldur eiga þær að verða eins konar refsibætur og siðferðilegur yfirritstjóri fyrir stöndug útgáfufyrirtæki - líkara því sem stundum tíðkast í Ameríku. Það er mjög þarft að fá prófmál fyrir dómstólum til að skilgreina betur hvar markalínan liggur milli einkalífs og tjáningarfrelsis fjölmiðlanna, ekki síst eftir hinn margfræga Karólínudóm Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem einkalífinu var gefið umtalsvert svigrúm. Gallinn er hins vegar sá að þetta dæmi er ekki sérstaklega vel fallið til þess að skera úr um hvar þessi lína liggur, nema að því er varðar myndatöku af Bubba og myndbirtingu án hans vitundar og samþykkis. Umrædd fyrirsögn er einfaldlega röng eða í besta falli afar villandi. Hún er þó fyrst og fremst smekklaus, en dómstólar geta ekki verið að dæma mikið um smekkleysi. Hins vegar þarf ekkert prófmál um hvort eðlilegt sé að birta villandi eða ranga hluti í fjölmiðlum. Allir eru sammála um að slíkt gera menn ekki líka DV og Hér og nú þó menn hafi þar þumbast við í þessu máli. Engu að síður verður ýmislegt hægt að lesa út úr þessum málaferlum, ef þau verða þá rekin á þeirri forsendu að um einhvers konar tilefnislausa innrás í einkalíf Bubba hafi verið að ræða. Þar er það myndbirtingin sem er áhugaverðust í ljósi Karólínudómsins. Rökstuðningurinn fyrir miskabótunum gæti þó drepið þessu máli verulega á dreif, því þar er í raun verið að segja að aðrar og þungbærari reglur eigi að gilda um stönduga útgefendur en aðra útgefendur - allt til þess að þeir læri einhverja lexíu. Með því að ögra jafnræðisreglunni með þessum hætti eru Bubbi og lögmaður hans komin út á hálan ís, enda er eðlilegasti mælikvarðinn á upphæð miskabóta stærð miskans, sem verið er að bæta. Sá miski er mældur í þeim ímyndarskaða sem Bubbi kann að hafa orðið fyrir sem forvarnarfyrirmynd og einhverju mati á óefnislegum óþægindum fyrir sálarlíf hans sjálfs. Eðlilegast er að láta mælingu á þessum miska ráðast af útbreiðslu og áhrifum Hér og nú, en ekki af greiðslugetu þeirra sem standa að baki útgáfufélaginu. Þetta er einföld miskabótakrafa, og kallar ekki á þann siðbótartón sem fylgir með í rökstuðningi stefnunnar. Telji menn þörf á slíkum tóni á hann að heyrast hjá löggjafanum, samtökum fjölmiðlafólks og hinum almenna pólitíska umræðuvettvangi - ekki í réttarsalnum.