No nonsens frambjóðandi 14. nóvember 2005 06:00 Ansi var það hraustlega mælt hjá Stefáni Jóni Hafstein að Sjálfstæðismenn hefðu valið á milli tveggja lakra kosta í prófkjöri sínu á dögunum og væru nú komnir aftur á byrjunarreit í leiðtogakreppu sinni. Nú hef ég að vísu nokkra reynslu af því að vera þegn Stefáns Jóns - þegar ég var busi í menntaskóla og hann var ármaður skólafélagsins - og get vitnað um ómælda leiðtogahæfileika Stefáns, réttsýni hans, heiðarleika og einlæga löngun til að láta gott af sér leiða - ég er líka viss um að kjörþokki hans mun reynast ómældur þegar hann verður kominn á fulla ferð og fær að njóta sín í baráttunni - en honum skjátlast þegar hann heldur að Sjálfstæðismenn hafi valið milli tveggja lakra kosta í prófkjöri sínu. Og honum skjátlast hrapallega þegar hann heldur að nú séu Sjálfstæðismenn komnir á byrjunarreit. Nær væri að segja að þeir séu loksins komnir af byrjunarreit. Það var eins og rynni allt í einu upp fyrir Sjálfstæðismönnum í Reykjavík að borgarstjórnarkosningar í Reykjavík snúast um stjórnina á Reykjavík, ýmis úrlausnarefni og úrræði til að létta borgunum lífið fremur en forystuna í Sjálfstæðisflokknum, gamalt stolt eða hefndir gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu, og því var hinum almenna sjálfstæðismanni nú loksins treyst til að velja í prófkjöri þann sem þeir töldu hæfastan. Og þeir völdu þann sem augsýnilega hafði mest vit á málefnum borgarinnar. Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson talar um lóðaframboð eða einsetningu eða gatnaframkvæmdir - og allt þetta sem talað er um í sveitarstjórnarmálum - þá hefur maður á tilfinningunni að þar að baki liggi lestur á milljón skýrslum. Þegar Vilhjálmur Þ. talar um borgarmálefni er hann eins og þaulvanur hljóðfæraleikari í góðum gír á balli, geislandi af öryggi og hæfilega tempraðri spilagleði. Það er viss unun að hlusta á hann fjalla um málefni borgarinnar rétt eins og ævinlega er unun að fylgjast með góðum fagmanni vinna sitt verk vel. Og þar með er heldur ekki sagt að Gísli Marteinn Baldursson hafi verið lakur kostur. Það var vel af sér vikið að sigra slíka sjónvarpsstjörnu. Þar bauðst Sjálfstæðismönnum ungur maður sem virtist vera að springa úr framkvæmdaþrá og virtist líklegur til að geta hagnýtt sér þá smörtu áru sem miðbær Reykjavíkur hefur skyndilega fengið í augum heimsins - hagvanur í hundrað og einum. En Breiðholtið og Grafarvogurinn sigruðu hann. Eins og í öllum kosningum: rétt eins og í til dæmis flugvallarmálinu þar sem Breiðholtið og Grafarvogurinn skiluðu auðu alla leið inn á borð til Sturlu Böðvarssonar. Með alkunnum afleiðingum fyrir Vatnsmýrina. Reykvíkingar hefðu getað bjargað henni og komið í veg fyrir Hringbrautarafmánina hefðu þeir sýnt snefil af áhuga á því að taka þátt í þessum kosningum. Gísli Marteinn tapaði fyrst og fremst vegna þess að Vilhjálmur er sterkari frambjóðandi en menn virðast unnvörpum átta sig á. Vissulega hjálpaði ekki til fyrir Gísla Martein að á bak við hans slétta og viðfellilega andlit glitti í smettið á gömlu valdaklíkunni sem þjóðin hefur nú fengið sig fullsadda af. Ekki dugði þar að fela Hannes Hólmstein síðustu vikurnar fyrir kjörið. Fólk virtist þannig á einhvern furðulegan og ef til vill öfugsnúinn hátt upplifa Gísla Martein sem fulltrúa gamla tímans en Vilhjálm sem fulltrúa nýrra sjónarmiða innan flokksins sem einkennast af meiri mildi, meiri pragmatík, meiri málefnum - minni heift og minni þvælu. Þetta er það sem Stefán Jón og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á. Vilhjálmur er no nonsens frambjóðandi og hann mun sækja inn á lendur miðjunnar, til almennings - til Samfylkingarinnar. Sjálfstæðismenn virðast hafa dregið ályktanir af afhroði sínu og Framsóknar í Reykjavík í síðustu þingkosningum. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að Samfylkingin er fjöldaflokkur á miðjunni sem berst við Sjálfstæðisflokkinn um að vera stærsti flokkurinn í borginni. Stundum er maður ekki alveg viss um að Samfylkingarfólk geri sér fulla grein fyrir þessu sjálft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Ansi var það hraustlega mælt hjá Stefáni Jóni Hafstein að Sjálfstæðismenn hefðu valið á milli tveggja lakra kosta í prófkjöri sínu á dögunum og væru nú komnir aftur á byrjunarreit í leiðtogakreppu sinni. Nú hef ég að vísu nokkra reynslu af því að vera þegn Stefáns Jóns - þegar ég var busi í menntaskóla og hann var ármaður skólafélagsins - og get vitnað um ómælda leiðtogahæfileika Stefáns, réttsýni hans, heiðarleika og einlæga löngun til að láta gott af sér leiða - ég er líka viss um að kjörþokki hans mun reynast ómældur þegar hann verður kominn á fulla ferð og fær að njóta sín í baráttunni - en honum skjátlast þegar hann heldur að Sjálfstæðismenn hafi valið milli tveggja lakra kosta í prófkjöri sínu. Og honum skjátlast hrapallega þegar hann heldur að nú séu Sjálfstæðismenn komnir á byrjunarreit. Nær væri að segja að þeir séu loksins komnir af byrjunarreit. Það var eins og rynni allt í einu upp fyrir Sjálfstæðismönnum í Reykjavík að borgarstjórnarkosningar í Reykjavík snúast um stjórnina á Reykjavík, ýmis úrlausnarefni og úrræði til að létta borgunum lífið fremur en forystuna í Sjálfstæðisflokknum, gamalt stolt eða hefndir gagnvart Ingibjörgu Sólrúnu, og því var hinum almenna sjálfstæðismanni nú loksins treyst til að velja í prófkjöri þann sem þeir töldu hæfastan. Og þeir völdu þann sem augsýnilega hafði mest vit á málefnum borgarinnar. Þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson talar um lóðaframboð eða einsetningu eða gatnaframkvæmdir - og allt þetta sem talað er um í sveitarstjórnarmálum - þá hefur maður á tilfinningunni að þar að baki liggi lestur á milljón skýrslum. Þegar Vilhjálmur Þ. talar um borgarmálefni er hann eins og þaulvanur hljóðfæraleikari í góðum gír á balli, geislandi af öryggi og hæfilega tempraðri spilagleði. Það er viss unun að hlusta á hann fjalla um málefni borgarinnar rétt eins og ævinlega er unun að fylgjast með góðum fagmanni vinna sitt verk vel. Og þar með er heldur ekki sagt að Gísli Marteinn Baldursson hafi verið lakur kostur. Það var vel af sér vikið að sigra slíka sjónvarpsstjörnu. Þar bauðst Sjálfstæðismönnum ungur maður sem virtist vera að springa úr framkvæmdaþrá og virtist líklegur til að geta hagnýtt sér þá smörtu áru sem miðbær Reykjavíkur hefur skyndilega fengið í augum heimsins - hagvanur í hundrað og einum. En Breiðholtið og Grafarvogurinn sigruðu hann. Eins og í öllum kosningum: rétt eins og í til dæmis flugvallarmálinu þar sem Breiðholtið og Grafarvogurinn skiluðu auðu alla leið inn á borð til Sturlu Böðvarssonar. Með alkunnum afleiðingum fyrir Vatnsmýrina. Reykvíkingar hefðu getað bjargað henni og komið í veg fyrir Hringbrautarafmánina hefðu þeir sýnt snefil af áhuga á því að taka þátt í þessum kosningum. Gísli Marteinn tapaði fyrst og fremst vegna þess að Vilhjálmur er sterkari frambjóðandi en menn virðast unnvörpum átta sig á. Vissulega hjálpaði ekki til fyrir Gísla Martein að á bak við hans slétta og viðfellilega andlit glitti í smettið á gömlu valdaklíkunni sem þjóðin hefur nú fengið sig fullsadda af. Ekki dugði þar að fela Hannes Hólmstein síðustu vikurnar fyrir kjörið. Fólk virtist þannig á einhvern furðulegan og ef til vill öfugsnúinn hátt upplifa Gísla Martein sem fulltrúa gamla tímans en Vilhjálm sem fulltrúa nýrra sjónarmiða innan flokksins sem einkennast af meiri mildi, meiri pragmatík, meiri málefnum - minni heift og minni þvælu. Þetta er það sem Stefán Jón og aðrir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á. Vilhjálmur er no nonsens frambjóðandi og hann mun sækja inn á lendur miðjunnar, til almennings - til Samfylkingarinnar. Sjálfstæðismenn virðast hafa dregið ályktanir af afhroði sínu og Framsóknar í Reykjavík í síðustu þingkosningum. Þeir hafa gert sér grein fyrir því að Samfylkingin er fjöldaflokkur á miðjunni sem berst við Sjálfstæðisflokkinn um að vera stærsti flokkurinn í borginni. Stundum er maður ekki alveg viss um að Samfylkingarfólk geri sér fulla grein fyrir þessu sjálft.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun