Digital Ísland hóf formlega útsendingar á Akureyri síðastliðinn föstudag og var mikill handagangur í öskjunni í verslun Og Vodafone á Glerártorgi og hjá Radíónausti við að afhenda áskrifendum nýja myndlykla.
Útsendingar Digital Íslands á Akureyri eru á UHF-tíðni og því geta Akureyringar ekki nýtt sér efni erlendra sjónvarpsstöðva sem Digital Ísland dreifir en samkvæmt lögum er bannað að dreifa erlendu sjónvarpsefni á UHF-tíðni. Þær stöðvar sem standa Akureyringum til boða til að byrja með eru: Stöð 2, Stöð 2+, Stöð 2-Bíó, Sýn, Sirkus, NFS og Rúv.