Hnattvæðingarflensa? 25. nóvember 2005 06:00 Greint var frá því í fjölmiðlum í byrjun vikunnar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir teldi að flest einkenni hnattvæðingar væru fyrir hendi á Íslandi. Mistekist hefði að hamla gegn ójöfnuði og misskiptingu hér á landi, sem væru kunnuglegir fylgikvillar frjálsra alþjóðlegra viðskipta. Það var engu líkara en þekktur vírus hefði tekið hér bólfestu, sem leiddi til hnattvæðingarflensu. Farfuglar alþjóðaviðskiptanna væru búnir að smita Ísland. Ingibjörg lýsti því að nú dygðu ekki önnur meðul en jöfnunaraðgerðir í gegnum skatta- og bótakerfi. Í nýlegri skýrslu Fraser-stofnunarinnar í Kanada um efnahagslegt frelsi í heiminum er að finna meira en bara vísbendingar um þýðingu frelsis fyrir lífskjör venjulegs fólks. Í fimmtungi þeirra ríkja sem rannsóknin náði til og mest frelsi hafa í efnahagsmálum eru tekjur á mann hærri, kaupmáttur meiri, atvinnuleysi minna, lífslíkur við fæðingu meiri, ungbarnadauði minni, atvinnuþátttaka barna minni, spilling minni, stjórnmálalegur stöðugleiki meiri og fátækt minni heldur en hjá öðrum einangraðri og ófrjálsari þjóðum. Síendurteknar fullyrðingar um að einkavæðing, skattalækkanir, frelsi á mörkuðum fyrir vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl, stuðli ekki að almennri velmegun eiga ekki við rök að styðjast. Það er auðvitað mjög gagnlegt að bera saman stöðuna í ólíkum ríkjum, eins og Fraser stofnunin hefur gert frá árinu 1985 með eigin rannsóknum í samstarfi við fjölda stofnana víða um heim og með notkun gagna frá t.d. Alþjóðabankanum, IMD stofnuninni í Sviss (sem rannsakar samkeppnishæfni þjóða), Transparancy International (sem rannsakar spillingu ríkja), þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (þar sem gerð er úttekt á fátækt í heiminum) o.fl. Eitt af því sem kemur fram í samanburðinum er að hlutdeild fátækustu 10 prósent íbúa í heildartekjum er ekki minni hjá frjálsasta fimmtungi þjóða en hjá hinum ófrjálsasta fimmtungi. Það er reyndar svo að hlutdeild hinna fátækustu í heildartekjum, þegar litið er yfir þær þjóðir sem falla í 2. og 3. frjálsustu fimmtunga, er minni en hlutdeild þeirra fátækustu í frjálsasta fimmtungnum. Með öðrum orðum: Fátækustu íbúar frjálsustu þjóðanna fá jafnstóran eða stærri hlut af kökunni en fátækustu íbúar allra annarra ófrjálsari þjóða. Það þarf svo varla að taka fram, hversu miklu stærri kakan er hjá frjálsu þjóðunum. Fátækustu íbúar frjálsustu þjóðanna hafa a.m.k. fjórfaldar tekjur fátækustu íbúa annarra þjóða (miðað við kaupmátt). Í niðurstöðum Fraser Institute kemur í ljós að það eru engin sérstök tengsl á milli ójöfnuðar og efnahagslegs frelsis. Hvorki til né frá. Þannig hefur ríkasta fólk (hæstu 20 prósentin) frjálsustu þjóðanna minni hlutdeild í heildartekjunum en ríkasta fólk allra annarra ófrjálsari þjóða. Almennar fullyrðingar um að hinir ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari standast ekki. Það sem gerist auðvitað við aukið frelsi í efnahagsmálum, þrátt fyrir allt tal um óeðlilega samþjöppun og einstaka dæmi um mikla ógæfu og gífurlega auðsöfnun, er að hagur fólksins vænkast almennt. Sem þýðir að sjálfsögðu ekki að allir hafi það gott. Því miður er það staðreynd að vandamálum verður aldrei alveg útrýmt. Fullkomnar lausnir í mannlegu samfélagi eru bara ekki til. Það sem stendur helst í vegi fyrir því að hægt sé nálgast markmiðið um bættan hag flestra eru skyndilausnir sem horfa til skamms tíma. Svo sem jöfnunaraðgerðir í gegnum skatta- og bótakerfi eins og formaður Samfylkingarinnar leggur til. Slíkar hugmyndir eiga samt gjarnan hljómgrunn. Staðreyndin er sú að umræðan litast af vandamálunum, sem eru yfirleitt freistandi fréttamatur. Nóg er af frásögnum af ógæfu þjóðfélagshópa í köldu markaðshagkerfinu og því þegar stjórnmálamenn ylja með skammgóðum skyndilausnum. Minna er sagt frá hversdagslífi þorra venjulegs fólks sem gengur alla jafna vel. Ef til vill skýrir allt þetta hversu furðulega auðvelt hefur reynst að selja þá hugmynd hér á landi að fátækt hafi verið að aukast. Að misskipting og ójöfnuður dafni á Íslandi í krafti hnattvæðingar frjálsra viðskipta. Vandaðar rannsóknir á áhrifum efnahagslegs frelsis á lífskjör ólíkra tekjuhópa meðal þjóða heims benda til annarrar niðurstöðu. Efnahagslegt frelsi í heiminum (hnattvæðingin eða hvað sem fólk vill kalla fyrirbærið) er ekki sjúkdómur, heldur tækifæri. Það bætir ekki hag okkar að berjast við það með ávanabindandi meðulum ríkisins eins og um sé að ræða faraldur, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leggur til. Við eigum að taka breyttum veruleika fagnandi og laga okkur að honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Greint var frá því í fjölmiðlum í byrjun vikunnar að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir teldi að flest einkenni hnattvæðingar væru fyrir hendi á Íslandi. Mistekist hefði að hamla gegn ójöfnuði og misskiptingu hér á landi, sem væru kunnuglegir fylgikvillar frjálsra alþjóðlegra viðskipta. Það var engu líkara en þekktur vírus hefði tekið hér bólfestu, sem leiddi til hnattvæðingarflensu. Farfuglar alþjóðaviðskiptanna væru búnir að smita Ísland. Ingibjörg lýsti því að nú dygðu ekki önnur meðul en jöfnunaraðgerðir í gegnum skatta- og bótakerfi. Í nýlegri skýrslu Fraser-stofnunarinnar í Kanada um efnahagslegt frelsi í heiminum er að finna meira en bara vísbendingar um þýðingu frelsis fyrir lífskjör venjulegs fólks. Í fimmtungi þeirra ríkja sem rannsóknin náði til og mest frelsi hafa í efnahagsmálum eru tekjur á mann hærri, kaupmáttur meiri, atvinnuleysi minna, lífslíkur við fæðingu meiri, ungbarnadauði minni, atvinnuþátttaka barna minni, spilling minni, stjórnmálalegur stöðugleiki meiri og fátækt minni heldur en hjá öðrum einangraðri og ófrjálsari þjóðum. Síendurteknar fullyrðingar um að einkavæðing, skattalækkanir, frelsi á mörkuðum fyrir vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl, stuðli ekki að almennri velmegun eiga ekki við rök að styðjast. Það er auðvitað mjög gagnlegt að bera saman stöðuna í ólíkum ríkjum, eins og Fraser stofnunin hefur gert frá árinu 1985 með eigin rannsóknum í samstarfi við fjölda stofnana víða um heim og með notkun gagna frá t.d. Alþjóðabankanum, IMD stofnuninni í Sviss (sem rannsakar samkeppnishæfni þjóða), Transparancy International (sem rannsakar spillingu ríkja), þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (þar sem gerð er úttekt á fátækt í heiminum) o.fl. Eitt af því sem kemur fram í samanburðinum er að hlutdeild fátækustu 10 prósent íbúa í heildartekjum er ekki minni hjá frjálsasta fimmtungi þjóða en hjá hinum ófrjálsasta fimmtungi. Það er reyndar svo að hlutdeild hinna fátækustu í heildartekjum, þegar litið er yfir þær þjóðir sem falla í 2. og 3. frjálsustu fimmtunga, er minni en hlutdeild þeirra fátækustu í frjálsasta fimmtungnum. Með öðrum orðum: Fátækustu íbúar frjálsustu þjóðanna fá jafnstóran eða stærri hlut af kökunni en fátækustu íbúar allra annarra ófrjálsari þjóða. Það þarf svo varla að taka fram, hversu miklu stærri kakan er hjá frjálsu þjóðunum. Fátækustu íbúar frjálsustu þjóðanna hafa a.m.k. fjórfaldar tekjur fátækustu íbúa annarra þjóða (miðað við kaupmátt). Í niðurstöðum Fraser Institute kemur í ljós að það eru engin sérstök tengsl á milli ójöfnuðar og efnahagslegs frelsis. Hvorki til né frá. Þannig hefur ríkasta fólk (hæstu 20 prósentin) frjálsustu þjóðanna minni hlutdeild í heildartekjunum en ríkasta fólk allra annarra ófrjálsari þjóða. Almennar fullyrðingar um að hinir ríku verði ríkari og hinir fátæku fátækari standast ekki. Það sem gerist auðvitað við aukið frelsi í efnahagsmálum, þrátt fyrir allt tal um óeðlilega samþjöppun og einstaka dæmi um mikla ógæfu og gífurlega auðsöfnun, er að hagur fólksins vænkast almennt. Sem þýðir að sjálfsögðu ekki að allir hafi það gott. Því miður er það staðreynd að vandamálum verður aldrei alveg útrýmt. Fullkomnar lausnir í mannlegu samfélagi eru bara ekki til. Það sem stendur helst í vegi fyrir því að hægt sé nálgast markmiðið um bættan hag flestra eru skyndilausnir sem horfa til skamms tíma. Svo sem jöfnunaraðgerðir í gegnum skatta- og bótakerfi eins og formaður Samfylkingarinnar leggur til. Slíkar hugmyndir eiga samt gjarnan hljómgrunn. Staðreyndin er sú að umræðan litast af vandamálunum, sem eru yfirleitt freistandi fréttamatur. Nóg er af frásögnum af ógæfu þjóðfélagshópa í köldu markaðshagkerfinu og því þegar stjórnmálamenn ylja með skammgóðum skyndilausnum. Minna er sagt frá hversdagslífi þorra venjulegs fólks sem gengur alla jafna vel. Ef til vill skýrir allt þetta hversu furðulega auðvelt hefur reynst að selja þá hugmynd hér á landi að fátækt hafi verið að aukast. Að misskipting og ójöfnuður dafni á Íslandi í krafti hnattvæðingar frjálsra viðskipta. Vandaðar rannsóknir á áhrifum efnahagslegs frelsis á lífskjör ólíkra tekjuhópa meðal þjóða heims benda til annarrar niðurstöðu. Efnahagslegt frelsi í heiminum (hnattvæðingin eða hvað sem fólk vill kalla fyrirbærið) er ekki sjúkdómur, heldur tækifæri. Það bætir ekki hag okkar að berjast við það með ávanabindandi meðulum ríkisins eins og um sé að ræða faraldur, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leggur til. Við eigum að taka breyttum veruleika fagnandi og laga okkur að honum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun