Siðferðislegur ósigur Bandaríkjamanna 2. desember 2005 00:01 Varla hafði George Bush Bandaríkjaforseti lokið ræðu sinni í flotaskólanum í Annapolis í Maryland á miðvikudaginn, þar sem hann skýrði frá nýjustu áætlun sinni til að ljúka stríðínu í Írak, er fréttir bárust sem sýna að hvað sem líður hernaðarástandinu í landinu hafa Bandaríkjamenn beðið siðferðislegan ósigur þar með framgöngu sinni. Upplýst var í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times að Bandaríkjastjórn greiðir íröskum blaðamönnum mútur til að fá þá til að skrifa fréttir og greinar sem þóknanlegar eru hernámsliðinu. Ekki eru margir dagar síðan haft var eftir Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, að brotið væri á mannréttindum þar í jafn miklum mæli og í valdatíð Saddams Husseins fyrrverandi forseta. Nýjar staðhæfingar hafa jafnframt komið fram um að eiturvopnum hafi verið beitt gegn óbreyttum borgurum í stríðsrekstrinum á síðasta ári. Von er að fólk um heim allan spyrji: Til hvers er þetta stríð háð? Hvað réttlætir þennan hernað? Því miður skortir algerlega réttlætingu fyrir innrásinni í Írak og hernámi landsins. Upphafleg réttlæting hefur reynst blekking og staðhæfingar um að innrásarliðinu yrði tekið fagnandi af írösku þjóðinni hafa ekki reynst á rökum reistar. Þess í stað hefur innrásin leitt til ástands sem varla er hægt að kalla annað en borgarastyrjöld. Almenningur býr við ótta og öryggisleysi á degi hverjum. Hryðjuverk þar sem óbreyttir borgarar eru helsta skotmarkið eru nær daglegur viðburður. Rétt er að hafa í huga að það er opinbert markmið Bandaríkjastjórnar með innrásinni í Írak og hernámi landsins að koma þar á lýðræði og festa í sessi vestrænan mannréttindaskilning í arabaheiminum. Kosningarnar sem fram fóru í landinu voru liður í þessu. En varla er sama að segja um kerfisbundnar fréttafalsanir, pyntingar á föngum og önnur mannréttindabrot? Vel má vera að hernaðarsérfræðingar og einhverjir stjórnmálamenn í Washington trúi því að hér helgi tilgangurinn meðalið. En það er þá sjálfsblekking. Með því að beita slíkum aðferðum grafa Bandaríkjamenn sína eigin gröf jafnt í Írak sem gagnvart almenningsálitinu í heiminum. Ræða Bush forseta í Annapolis sýnir að hann er í reynd úrræðalítill gagnvart þeim stórkostlegu hörmungum sem hann og stjórn hans hafa stofnað til í Írak. Ræðan og nýja áætlunin voru greinilega öðrum þræði tilraun til að friða almenningsálitið á heimaslóðum, sem er nú að snúast gegn stríðsrekstrinum og forsetanum. Bush gat engin skýr svör gefið um það hvernig eða hvenær lögum og friði yrði komið á í Írak. Áformin um að láta Íraka sjálfa taka smám saman yfir her og lögreglu eru út af fyrir sig skynsamleg en fram að þessu hefur allt gengið á afturfótunum í þeim efnum og ekki blasir við að þetta muni gerast á næstu mánuðum. Bandaríkjastjórn kaus að skella skollaeyrum við varnaðarorðum gegn innrásinni í Írak á sínum tíma og sýpur nú seyðið af hroka sínum og blindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Varla hafði George Bush Bandaríkjaforseti lokið ræðu sinni í flotaskólanum í Annapolis í Maryland á miðvikudaginn, þar sem hann skýrði frá nýjustu áætlun sinni til að ljúka stríðínu í Írak, er fréttir bárust sem sýna að hvað sem líður hernaðarástandinu í landinu hafa Bandaríkjamenn beðið siðferðislegan ósigur þar með framgöngu sinni. Upplýst var í bandaríska dagblaðinu Los Angeles Times að Bandaríkjastjórn greiðir íröskum blaðamönnum mútur til að fá þá til að skrifa fréttir og greinar sem þóknanlegar eru hernámsliðinu. Ekki eru margir dagar síðan haft var eftir Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks, að brotið væri á mannréttindum þar í jafn miklum mæli og í valdatíð Saddams Husseins fyrrverandi forseta. Nýjar staðhæfingar hafa jafnframt komið fram um að eiturvopnum hafi verið beitt gegn óbreyttum borgurum í stríðsrekstrinum á síðasta ári. Von er að fólk um heim allan spyrji: Til hvers er þetta stríð háð? Hvað réttlætir þennan hernað? Því miður skortir algerlega réttlætingu fyrir innrásinni í Írak og hernámi landsins. Upphafleg réttlæting hefur reynst blekking og staðhæfingar um að innrásarliðinu yrði tekið fagnandi af írösku þjóðinni hafa ekki reynst á rökum reistar. Þess í stað hefur innrásin leitt til ástands sem varla er hægt að kalla annað en borgarastyrjöld. Almenningur býr við ótta og öryggisleysi á degi hverjum. Hryðjuverk þar sem óbreyttir borgarar eru helsta skotmarkið eru nær daglegur viðburður. Rétt er að hafa í huga að það er opinbert markmið Bandaríkjastjórnar með innrásinni í Írak og hernámi landsins að koma þar á lýðræði og festa í sessi vestrænan mannréttindaskilning í arabaheiminum. Kosningarnar sem fram fóru í landinu voru liður í þessu. En varla er sama að segja um kerfisbundnar fréttafalsanir, pyntingar á föngum og önnur mannréttindabrot? Vel má vera að hernaðarsérfræðingar og einhverjir stjórnmálamenn í Washington trúi því að hér helgi tilgangurinn meðalið. En það er þá sjálfsblekking. Með því að beita slíkum aðferðum grafa Bandaríkjamenn sína eigin gröf jafnt í Írak sem gagnvart almenningsálitinu í heiminum. Ræða Bush forseta í Annapolis sýnir að hann er í reynd úrræðalítill gagnvart þeim stórkostlegu hörmungum sem hann og stjórn hans hafa stofnað til í Írak. Ræðan og nýja áætlunin voru greinilega öðrum þræði tilraun til að friða almenningsálitið á heimaslóðum, sem er nú að snúast gegn stríðsrekstrinum og forsetanum. Bush gat engin skýr svör gefið um það hvernig eða hvenær lögum og friði yrði komið á í Írak. Áformin um að láta Íraka sjálfa taka smám saman yfir her og lögreglu eru út af fyrir sig skynsamleg en fram að þessu hefur allt gengið á afturfótunum í þeim efnum og ekki blasir við að þetta muni gerast á næstu mánuðum. Bandaríkjastjórn kaus að skella skollaeyrum við varnaðarorðum gegn innrásinni í Írak á sínum tíma og sýpur nú seyðið af hroka sínum og blindu.