Þegar jólaskrautið fer í geymsluna 3. janúar 2005 00:01 Nú þegar jólin eru á enda og jólaskraut ratar aftur ofan í kassa og kirnur verður eftir ákveðið tómarúm í híbýlum fólks. Það er hins vegar engin ástæða til fyllast þunglyndi því nú er einmitt tíminn til að endurskipuleggja. Er kannski kristalsskálin frá Stínu frænku, sem vék fyrir fjárhúsinu í hillunni í desember, ekki þess virði að setja hana upp aftur? Er hægt að halda í jólaseríurnar en gera þær meira svona heilsárs? Aðalheiður Gylfadóttir, útstillingahönnuður hjá Debenhams, segir janúar fínan tíma til að breyta aðeins til á heimilinu en halda samt í þessa kósí stemningu sem við elskum í skammdeginu. "Ég breyti yfirleitt einhverju heima á þessum tíma. Suma hluti set ég í geymsluna og svo fer eftir tilfinningagildi hlutanna hvort þeir fara alla leið. Sumt er þess eðlis að það lendir í "geyma-fyrst-og-henda-svo"-flokknum, en annað geymi ég von úr viti.," segir hún hlæjandi. "Það er heldur engin ástæða til að taka niður jólaseríur, sérstaklega ekki þessar sem eru í glervösum. Það er hinsvegar tilvalið að breyta til og setja litaðan sand, steina eða gróft salt í vasana með seríunum." . Aðalheiður segir að nú sé líka tímabært að skipuleggja breytingar sem koma ekki til framkvæmda fyrr en í vor. "Það er sniðugt að byrja að sketsa, og jafnvel mála einn vegg og búa til eitthvert þema í kringum hann. Sandlitaður veggur og náttúrulegir hlutir í stíl, kuðungar, skeljar og falleg kerti geta komið ofsalega vel út." Aðalheiður segist sjálf hafa farið allan hringinn í innanhússskreytingunum, allt frá miklu skrauti og niður í minímalismann. "Nú er ég heilluð af nýlendustílnum, svona hippakósí stemningu, en þó ekki of mikið af hlutum. Gróft gólf, flott motta, ruggustóll og feitt kerti, það er málið." Hús og heimili Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Nú þegar jólin eru á enda og jólaskraut ratar aftur ofan í kassa og kirnur verður eftir ákveðið tómarúm í híbýlum fólks. Það er hins vegar engin ástæða til fyllast þunglyndi því nú er einmitt tíminn til að endurskipuleggja. Er kannski kristalsskálin frá Stínu frænku, sem vék fyrir fjárhúsinu í hillunni í desember, ekki þess virði að setja hana upp aftur? Er hægt að halda í jólaseríurnar en gera þær meira svona heilsárs? Aðalheiður Gylfadóttir, útstillingahönnuður hjá Debenhams, segir janúar fínan tíma til að breyta aðeins til á heimilinu en halda samt í þessa kósí stemningu sem við elskum í skammdeginu. "Ég breyti yfirleitt einhverju heima á þessum tíma. Suma hluti set ég í geymsluna og svo fer eftir tilfinningagildi hlutanna hvort þeir fara alla leið. Sumt er þess eðlis að það lendir í "geyma-fyrst-og-henda-svo"-flokknum, en annað geymi ég von úr viti.," segir hún hlæjandi. "Það er heldur engin ástæða til að taka niður jólaseríur, sérstaklega ekki þessar sem eru í glervösum. Það er hinsvegar tilvalið að breyta til og setja litaðan sand, steina eða gróft salt í vasana með seríunum." . Aðalheiður segir að nú sé líka tímabært að skipuleggja breytingar sem koma ekki til framkvæmda fyrr en í vor. "Það er sniðugt að byrja að sketsa, og jafnvel mála einn vegg og búa til eitthvert þema í kringum hann. Sandlitaður veggur og náttúrulegir hlutir í stíl, kuðungar, skeljar og falleg kerti geta komið ofsalega vel út." Aðalheiður segist sjálf hafa farið allan hringinn í innanhússskreytingunum, allt frá miklu skrauti og niður í minímalismann. "Nú er ég heilluð af nýlendustílnum, svona hippakósí stemningu, en þó ekki of mikið af hlutum. Gróft gólf, flott motta, ruggustóll og feitt kerti, það er málið."
Hús og heimili Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira