Góð vinnuaðstaða fyrir mestu 3. janúar 2005 00:01 "Við fluttum inn fyrir þremur árum og þá var eldhúsið agalegt," segir Guðrún þegar hún var beðin um að segja okkur frá eldhúsinu sínu. "Við erum reyndar ekki sú týpa af Íslendingum sem rífa allt út og setja nýtt áður en flutt er inn," segir Guðrún og lýsir því hvernig hún og maðurinn hennar létu sig hafa það að vinna í eldhúsinu agalega áður en þau hófust handa við að breyta því. "Við rifum svo allt út og byrjuðum frá grunni þar sem eldhúsið var það slæmt að ekkert var hægt að endurnýta. Hinsvegar höfum við byggt það upp smátt og smátt og eigum enn smáræði eftir eins og höldur á skápa og gólfefni," segir Guðrún sem er afskaplega ánægð með útkomuna og þá sérstaklega vinnuaðstöðuna. "Eldhúsið er bara til að vinna í því en við höfum ekkert matarborð í eldhúsinu heldum notum bara stórt borðstofuborð sem er frammi," segir Guðrún en þau hjónin eru mikið eldhúsfólk og hafa hagað málum á þann veg að þau gæti bæði unnið í einu í eldhúsinu. Jafnframt eru þau með tvo ofna í eldhúsinu sem er frekar óhefðbundið. "Gaseldavélin sem við settum hingað inn er bara lítil með einum ofni þannig að við héldum ofninum sem var hér fyrir. Það er mjög praktískt að hafa tvo ofna, og maður þarfnast þess ótrúlega oft," segir Guðrún. Helsta kost þess að skipuleggja eldhús eftir að flutt er í húsnæðið segir Guðrún vera þann að þá gefist tími til að átta sig á hvernig er best að hafa hlutina og átta sig á rýminu. "Þar sem við gerðum þetta smám saman tel ég útkomuna vera betri en ella og ég er mjög ánægð með þetta," segir Guðrún. Hús og heimili Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
"Við fluttum inn fyrir þremur árum og þá var eldhúsið agalegt," segir Guðrún þegar hún var beðin um að segja okkur frá eldhúsinu sínu. "Við erum reyndar ekki sú týpa af Íslendingum sem rífa allt út og setja nýtt áður en flutt er inn," segir Guðrún og lýsir því hvernig hún og maðurinn hennar létu sig hafa það að vinna í eldhúsinu agalega áður en þau hófust handa við að breyta því. "Við rifum svo allt út og byrjuðum frá grunni þar sem eldhúsið var það slæmt að ekkert var hægt að endurnýta. Hinsvegar höfum við byggt það upp smátt og smátt og eigum enn smáræði eftir eins og höldur á skápa og gólfefni," segir Guðrún sem er afskaplega ánægð með útkomuna og þá sérstaklega vinnuaðstöðuna. "Eldhúsið er bara til að vinna í því en við höfum ekkert matarborð í eldhúsinu heldum notum bara stórt borðstofuborð sem er frammi," segir Guðrún en þau hjónin eru mikið eldhúsfólk og hafa hagað málum á þann veg að þau gæti bæði unnið í einu í eldhúsinu. Jafnframt eru þau með tvo ofna í eldhúsinu sem er frekar óhefðbundið. "Gaseldavélin sem við settum hingað inn er bara lítil með einum ofni þannig að við héldum ofninum sem var hér fyrir. Það er mjög praktískt að hafa tvo ofna, og maður þarfnast þess ótrúlega oft," segir Guðrún. Helsta kost þess að skipuleggja eldhús eftir að flutt er í húsnæðið segir Guðrún vera þann að þá gefist tími til að átta sig á hvernig er best að hafa hlutina og átta sig á rýminu. "Þar sem við gerðum þetta smám saman tel ég útkomuna vera betri en ella og ég er mjög ánægð með þetta," segir Guðrún.
Hús og heimili Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira