Valdmörk manns, guðs og náttúru 5. janúar 2005 00:01 Maðurinn hefur enn á ný verið minntur á smæð sína. Eftir því sem okkur birtist skýrar sú þjáning, sorg og eyðilegging sem flóðbylgjan í Asíu olli, þess vanmáttugri erum við í spurn okkar gagnvart svo grimmilegum örlögum. Við slíka atburði er eðlilegt að margir brjóti heilann um stærstu spurningar mannlegrar tilvistar. Trúarleiðtogar heimsins spyrja einnig. Biskupinn yfir Íslandi leitaði svars við sorg og þjáningu í nýjárspredikun sinni. "Við römmum rúnum þjáningar og dauða fást oft engin svör, nema tárin og gráturinn, handtak og faðmur samúðar og samstöðu. Saga, boðskapur og fordæmi Jesú Krists, frelsarans krossfesta og upprisna, er slíkt svar," sagði Karl Sigurbjörnsson í predikuninni. Íslendingar hafa um aldir búið við ógn náttúruhamfara. Þjóðin þekkir vel sorg vegna náttúruhamfara og hefur sýnt samhug sinn og samstöðu með þeim sem þjáðst hafa vegna náttúruhamfara. Erkibiskupinn af Kantaraborg sagði slíkar hörmungar vekja upp efann um guð; annað væri óeðlilegt. Ógnarhörmungar sem þessar skilja okkur eftir í spurn og vanmætti. Við erum næsta smá og vald okkar takmarkað þegar ógnarkraftar náttúrunnar eru annars vegar og við hljótum á tímum sem þessum að velta fyrir okkur mörkum valds manns og heims. Við getum oft lítið gert við hörmungum sem náttúran kallar yfir okkur. Þar eru öfl sem við ráðum ekki. Eina sem við ráðum eru eigin gjörðir. Verk manna eru þegar allt er talið uppspretta meiri ógæfu og hörmunga en blind öfl náttúrunnar. Vitandi vits styðjum við jafnvel aðgerðir sem leiða sorg og hörmungar yfir þúsundir manna. Skeytingarleysi og grimmd manna veldur á hverri mínútu ómældum þjáningum og sorg víða um heim. Mannkynið sem slíkt fer ekki vel með það vald sem það þó hefur yfir örlögum meðbræðra sinna. Leiða má rök að því að fáfræði og skeytingarleysi hafi valdið meiri þjáningu og tjóni í flóðunum en ella hefði orðið ef stjórnvöld á svæðinu hefðu haldið vöku sinni og varað við hættunni. Framundan eru einnig tímar þar sem frammistaða samfélags þjóðanna skiptir miklu. Fjármunir og mannafli geta ráðið því hvort frekari hörmungar dynja yfir fólk á svæðinu í kjölfarið. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross Íslands safna nú til hjálpar fórnarlömbum flóðanna. Þar hefur hvert og eitt okkar vald til þess að hjálpa. Það vald, eins og annað vald sem við höfum, ættum við að nýta vel. Geigvænlegar hörmungar ættu að vera okkur tilefni til fleiri efasemda en um tilvist og hlutverk guðs í heiminum. Okkur er einnig hollt að hugleiða hvar valdmörk manns og náttúru liggja og hvernig við meðhöndlum vald okkar. Við ættum einnig að spyrja okkur um skyldur okkar. Hvað og hversu mikið við leggjum á vogarskálarnar til að létta meðbræðrum okkar byrðar. Hvort við, með afstöðu okkar og athöfnum, leiðum hamfarir yfir saklaust fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Maðurinn hefur enn á ný verið minntur á smæð sína. Eftir því sem okkur birtist skýrar sú þjáning, sorg og eyðilegging sem flóðbylgjan í Asíu olli, þess vanmáttugri erum við í spurn okkar gagnvart svo grimmilegum örlögum. Við slíka atburði er eðlilegt að margir brjóti heilann um stærstu spurningar mannlegrar tilvistar. Trúarleiðtogar heimsins spyrja einnig. Biskupinn yfir Íslandi leitaði svars við sorg og þjáningu í nýjárspredikun sinni. "Við römmum rúnum þjáningar og dauða fást oft engin svör, nema tárin og gráturinn, handtak og faðmur samúðar og samstöðu. Saga, boðskapur og fordæmi Jesú Krists, frelsarans krossfesta og upprisna, er slíkt svar," sagði Karl Sigurbjörnsson í predikuninni. Íslendingar hafa um aldir búið við ógn náttúruhamfara. Þjóðin þekkir vel sorg vegna náttúruhamfara og hefur sýnt samhug sinn og samstöðu með þeim sem þjáðst hafa vegna náttúruhamfara. Erkibiskupinn af Kantaraborg sagði slíkar hörmungar vekja upp efann um guð; annað væri óeðlilegt. Ógnarhörmungar sem þessar skilja okkur eftir í spurn og vanmætti. Við erum næsta smá og vald okkar takmarkað þegar ógnarkraftar náttúrunnar eru annars vegar og við hljótum á tímum sem þessum að velta fyrir okkur mörkum valds manns og heims. Við getum oft lítið gert við hörmungum sem náttúran kallar yfir okkur. Þar eru öfl sem við ráðum ekki. Eina sem við ráðum eru eigin gjörðir. Verk manna eru þegar allt er talið uppspretta meiri ógæfu og hörmunga en blind öfl náttúrunnar. Vitandi vits styðjum við jafnvel aðgerðir sem leiða sorg og hörmungar yfir þúsundir manna. Skeytingarleysi og grimmd manna veldur á hverri mínútu ómældum þjáningum og sorg víða um heim. Mannkynið sem slíkt fer ekki vel með það vald sem það þó hefur yfir örlögum meðbræðra sinna. Leiða má rök að því að fáfræði og skeytingarleysi hafi valdið meiri þjáningu og tjóni í flóðunum en ella hefði orðið ef stjórnvöld á svæðinu hefðu haldið vöku sinni og varað við hættunni. Framundan eru einnig tímar þar sem frammistaða samfélags þjóðanna skiptir miklu. Fjármunir og mannafli geta ráðið því hvort frekari hörmungar dynja yfir fólk á svæðinu í kjölfarið. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross Íslands safna nú til hjálpar fórnarlömbum flóðanna. Þar hefur hvert og eitt okkar vald til þess að hjálpa. Það vald, eins og annað vald sem við höfum, ættum við að nýta vel. Geigvænlegar hörmungar ættu að vera okkur tilefni til fleiri efasemda en um tilvist og hlutverk guðs í heiminum. Okkur er einnig hollt að hugleiða hvar valdmörk manns og náttúru liggja og hvernig við meðhöndlum vald okkar. Við ættum einnig að spyrja okkur um skyldur okkar. Hvað og hversu mikið við leggjum á vogarskálarnar til að létta meðbræðrum okkar byrðar. Hvort við, með afstöðu okkar og athöfnum, leiðum hamfarir yfir saklaust fólk.