Lífið

Mynd er minning

Margir eiga margra áratuga stafla af ljósmyndum sem þeim hrýs hugur við að skoða og flokka. Það þarfa verkefni getur orðið að skemmtilegri dægrastyttingu. -Byrjaðu á að flokka myndirnar í myndir til að geyma og myndir sem á að henda. EKKI henda myndum þar sem fólk er asnalegt á svipinn eða illa fyrirkallað, með tilkomu digitalvélanna verða slíkar heimildir um lífið sjálft æ sjaldgæfari. Hentu hinsvegar hreyfðum myndum eða þeim sem eru ekki af neinu sérstöku - Flokkaðu myndirnar sem eftir eru eins og þér finnst skemmtilegast, sumir vilja flokka eftir árum en aðrir hafa öll frí saman, afmæli eða jól - Keyptu falleg myndaalbúm sem passa vel heima hjá þér og settu myndirnar í þau -Hafðu svo alltaf eitt albúm á stofuborðinu fyrir gesti. Þó aldrei fleiri en eitt. Skiptu þeim svo út þannig að þeir sem koma oft að heimsækja þig fái alltaf eitthvað nýtt að skoða -Finndu myndir af frændsystkinum þínum og vinum frá ýmsum aldursskeiðum og haltu til haga fyrir atburði eins og stórafmæli eða brúðkaup en þá geturðu glatt alla viðstadda með myndunum og sögunum bakvið þær (sjá lið 1 um að geyma misheppnaðar myndir) -Búðu til myndavegg af vinum og vandamönnum til að hafa alltaf fólkið þitt í kringum þig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×