Ætla að kæra Impregilo 6. janúar 2005 00:01 Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira