Feðralús eða útlensk lús 6. janúar 2005 00:01 Það eru reglulegir lúsamiðar í leikskólanum hans Kára. Enn höfum við ekkert fundið í ljósum lokkunum - erfitt að hugsa sér að svona kvikindi geti dulist þar. Keypti samt lúsakamb og sjampó til vonar og vara. Einhver hvíslaði að mér að þetta væri ekki gamla frónska lúsin, feðralúsin - sú sem var mælt á forntunguna - heldur suðrænt afbrigði, smærra og harðara, líklega komið með ferðamönnum frá Spáni. Ég veit annars ekkert um það. Kannski er þetta bara rasismi? --- --- --- Stöð 2 var með frétt um að ekkert hefði ennþá orðið af því að skaffa landsbyggðarþingmönnum aðstoðarmenn eins og samþykkt var við síðustu kjördæmabreytingu. Það var aldeilis þörf á að rifja þetta þjóðþrifamál upp. Um leið kom reyndar fram að eitthvað af peningunum sem áttu að fara í þetta eru þegar komnir í umferð hjá flokkunum - eða það skildist mér á viðtali við Einar Kr. Guðfinnsson. Annars er þetta einhver mesta þarfleysa í sögu Alþingis - og er þó af nógu að taka. Þingmenn eru meira eða minna í fríi allt árið, flestir þeirra eru mjög verklitlir - það er verið að búa til vinnu fyrir þá með því að senda þá út og suður í alþjóðlegt samstarf. Þegar þeir eru heima eru þeir svo að kokka upp mál eins og að setja fánann í þingsal, breyta þjóðsöngnum og banna auglýsingar á óhollum mat. Það þarf enga aðstoðarmenn í þessháttar. --- --- --- Reikningurinn fyrir höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur er kominn upp í 4,2 milljarða króna. Þarna hlýtur að úa og grúa af verkfræðingum, en samt gleymdist að gera ráð fyrir loftræstingu í húsið. Minnir mann á salernin sem vantaði í Versali eða járnabindinguna sem skorti í Hallgrímskirkju. Orkuveituhúsið hefur farið hátt í fjörutíu prósent fram úr kostnaðaráætlun. Forstjóri Orkuveitunnar er vanur að gera lítið úr hlutunum - segir að þetta sé kostnaður á við meðalgrunnskóla. Þarna inni mun vera geysilega fín líkamsræktarstöð og mötuneyti á við besta restaurant. Húsið var reist á ystu mörkum bæjarins af ástæðum sem hafa ekki fengist skýrðar - þvert ofan í stefnu borgarstjórnar um þéttingu byggðar. Hví var það ekki bara sett við hliðina á virkjuninni á Hellisheiði? --- --- --- Ég hitti tónlistarmann um daginn sem sagði mér að það yrði æ algengara að setja söngvara í gegnum eitthvað sem mér heyrðist hann kalla "autopitch". Þetta er tölvubúnaður sem leiðréttir falska tóna í söng - í raun er nóg að söngvarinn rauli lagið bara einu sinni, svo sér autopitchið um að laga allt. Margir upptökustjórar nenna ekki að eyða löngum tíma í að taka upp söng og þess vegna nota þeir þetta. Það sparar peninga þegar verið er að verksmiðjuframleiða músík. Þannig er hægt að gefa út plötu með 500 kallinum svokallaða, Idolstjörnunni Jóni, án þess að heyrist falskur tónn. Fórnarkostnaðurinn er að þetta verður frekar gelt og sjarmalaust. Ég hitti Ellenu Kristjánsdóttur upp á Stöð 2 um daginn og hún sagði að hún myndi ekki nota þetta - söngur hennar á sálmaplötunni er semsagt jafn engilhreinn og hann hljómar. --- --- --- Hví kemur snögglega upp úr dúrnum að stjórnarskrárnefndin á aðeins að skoða 1., 2. og 5. kafla stjórnarskrárinnar? Var ekki búið að segja að allt væri undir? Össur segir að þarna séu það skipanir Sjálfstæðisflokksins sem gildi. Af hverju er Davíð þá bara ekki sjálfur í nefndinni - væri það ekki eðlilegast í staðinn fyrir að setja í gang eitthvert brúðuleikhús? Var bara blekking - eftir allt sem á undan er gengi - að ætti að tala um þjóðaratkvæðagreiðslur og beinna lýðræði? Er tilgangurinn eftir allt bara að reyna að þjarma að forsetanum? Ég bendi á góðan pistil sem birtist um þetta á Deiglunni í dag. Höfundurinn er ungur lögfræðingur, Arnar Þór Stefánsson. Hann telur að ákvæði um þjóðaratkvæði myndu eiga heima í 3. eða 4. kafla stjórnarskrárinnar. Lesið með því að smella hér. --- --- --- Bendi ennfremur á umfjöllun um Stuðmannamyndina Í takt við tímann sem má finna hérna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það eru reglulegir lúsamiðar í leikskólanum hans Kára. Enn höfum við ekkert fundið í ljósum lokkunum - erfitt að hugsa sér að svona kvikindi geti dulist þar. Keypti samt lúsakamb og sjampó til vonar og vara. Einhver hvíslaði að mér að þetta væri ekki gamla frónska lúsin, feðralúsin - sú sem var mælt á forntunguna - heldur suðrænt afbrigði, smærra og harðara, líklega komið með ferðamönnum frá Spáni. Ég veit annars ekkert um það. Kannski er þetta bara rasismi? --- --- --- Stöð 2 var með frétt um að ekkert hefði ennþá orðið af því að skaffa landsbyggðarþingmönnum aðstoðarmenn eins og samþykkt var við síðustu kjördæmabreytingu. Það var aldeilis þörf á að rifja þetta þjóðþrifamál upp. Um leið kom reyndar fram að eitthvað af peningunum sem áttu að fara í þetta eru þegar komnir í umferð hjá flokkunum - eða það skildist mér á viðtali við Einar Kr. Guðfinnsson. Annars er þetta einhver mesta þarfleysa í sögu Alþingis - og er þó af nógu að taka. Þingmenn eru meira eða minna í fríi allt árið, flestir þeirra eru mjög verklitlir - það er verið að búa til vinnu fyrir þá með því að senda þá út og suður í alþjóðlegt samstarf. Þegar þeir eru heima eru þeir svo að kokka upp mál eins og að setja fánann í þingsal, breyta þjóðsöngnum og banna auglýsingar á óhollum mat. Það þarf enga aðstoðarmenn í þessháttar. --- --- --- Reikningurinn fyrir höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur er kominn upp í 4,2 milljarða króna. Þarna hlýtur að úa og grúa af verkfræðingum, en samt gleymdist að gera ráð fyrir loftræstingu í húsið. Minnir mann á salernin sem vantaði í Versali eða járnabindinguna sem skorti í Hallgrímskirkju. Orkuveituhúsið hefur farið hátt í fjörutíu prósent fram úr kostnaðaráætlun. Forstjóri Orkuveitunnar er vanur að gera lítið úr hlutunum - segir að þetta sé kostnaður á við meðalgrunnskóla. Þarna inni mun vera geysilega fín líkamsræktarstöð og mötuneyti á við besta restaurant. Húsið var reist á ystu mörkum bæjarins af ástæðum sem hafa ekki fengist skýrðar - þvert ofan í stefnu borgarstjórnar um þéttingu byggðar. Hví var það ekki bara sett við hliðina á virkjuninni á Hellisheiði? --- --- --- Ég hitti tónlistarmann um daginn sem sagði mér að það yrði æ algengara að setja söngvara í gegnum eitthvað sem mér heyrðist hann kalla "autopitch". Þetta er tölvubúnaður sem leiðréttir falska tóna í söng - í raun er nóg að söngvarinn rauli lagið bara einu sinni, svo sér autopitchið um að laga allt. Margir upptökustjórar nenna ekki að eyða löngum tíma í að taka upp söng og þess vegna nota þeir þetta. Það sparar peninga þegar verið er að verksmiðjuframleiða músík. Þannig er hægt að gefa út plötu með 500 kallinum svokallaða, Idolstjörnunni Jóni, án þess að heyrist falskur tónn. Fórnarkostnaðurinn er að þetta verður frekar gelt og sjarmalaust. Ég hitti Ellenu Kristjánsdóttur upp á Stöð 2 um daginn og hún sagði að hún myndi ekki nota þetta - söngur hennar á sálmaplötunni er semsagt jafn engilhreinn og hann hljómar. --- --- --- Hví kemur snögglega upp úr dúrnum að stjórnarskrárnefndin á aðeins að skoða 1., 2. og 5. kafla stjórnarskrárinnar? Var ekki búið að segja að allt væri undir? Össur segir að þarna séu það skipanir Sjálfstæðisflokksins sem gildi. Af hverju er Davíð þá bara ekki sjálfur í nefndinni - væri það ekki eðlilegast í staðinn fyrir að setja í gang eitthvert brúðuleikhús? Var bara blekking - eftir allt sem á undan er gengi - að ætti að tala um þjóðaratkvæðagreiðslur og beinna lýðræði? Er tilgangurinn eftir allt bara að reyna að þjarma að forsetanum? Ég bendi á góðan pistil sem birtist um þetta á Deiglunni í dag. Höfundurinn er ungur lögfræðingur, Arnar Þór Stefánsson. Hann telur að ákvæði um þjóðaratkvæði myndu eiga heima í 3. eða 4. kafla stjórnarskrárinnar. Lesið með því að smella hér. --- --- --- Bendi ennfremur á umfjöllun um Stuðmannamyndina Í takt við tímann sem má finna hérna.