Fuglar landsins taldir í dag 9. janúar 2005 00:01 Hin árlega talning á fuglum landsins fór fram um allt land í dag. Vel á annað hundrað manns tók þátt í fuglatalningunni um land allt en þetta er í fimmtugasta og þriðja sinnn sem hún fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar. Jóhann Óli Hilmarsson og Einar Þorleifsson voru að telja við fjöruna í Hafnarfirði í dag og voru ánægðir með daginn. Jóhann sagði að vel hefði gengið, veður væri gott og bjart og ekki yrði á betra kosið. Þeir félagar segjast hjálpast að í talningunni á hverju ári. Þeir telji fyrst á svæði Einars í Ölfusi og svo á svæði Jóhanns í Hafnarfirði. Þetta hafi þeir gert undanfarin fimmtán ár eða svo. Jóhann segir talningardaginn skipa stóran sess í lífi fuglaáhugamanna. Þetta sé mikil og góð hefð sem þjappi mönnum saman í kringum áhugamálið. Aðspurður segist hann alltaf hafa gaman af talningunni. Hann hafi byrjað að telja 15 ára og þetta sé alltaf jafnskemmtilegt. Tilveran Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hin árlega talning á fuglum landsins fór fram um allt land í dag. Vel á annað hundrað manns tók þátt í fuglatalningunni um land allt en þetta er í fimmtugasta og þriðja sinnn sem hún fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar. Jóhann Óli Hilmarsson og Einar Þorleifsson voru að telja við fjöruna í Hafnarfirði í dag og voru ánægðir með daginn. Jóhann sagði að vel hefði gengið, veður væri gott og bjart og ekki yrði á betra kosið. Þeir félagar segjast hjálpast að í talningunni á hverju ári. Þeir telji fyrst á svæði Einars í Ölfusi og svo á svæði Jóhanns í Hafnarfirði. Þetta hafi þeir gert undanfarin fimmtán ár eða svo. Jóhann segir talningardaginn skipa stóran sess í lífi fuglaáhugamanna. Þetta sé mikil og góð hefð sem þjappi mönnum saman í kringum áhugamálið. Aðspurður segist hann alltaf hafa gaman af talningunni. Hann hafi byrjað að telja 15 ára og þetta sé alltaf jafnskemmtilegt.
Tilveran Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira