Fjórða hamingjusamasta þjóðin 10. janúar 2005 00:01 Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum. Heilsa Innlent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslendingar ættu að gleyma París og New York í leitinni að hamingjunni og vera frekar heima hjá sér eða fara til Danmerkur eða Írlands. Íslendingar eru fjórða hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt nýjum lista yfir hamingju hundrað og tólf þjóða. Listinn er byggður á gagnabanka hollenska félagsfræðiprófessorsins Ruuts Veenhofens sem starfar við Erasmus-háskólann í Rotterdam. Hann hefur gert ítarlega úttekt og rannsakað hamingju hundrað og tólf þjóða og styðst við kannanar frá árunum 1946 til 2004. Samkvæmt rannsóknunum eru Danir, Maltverjar og Svisslendingar hamingjusömustu þjóðir í heimi og á eftir þeim koma Íslendingar og Írar. Þetta þýðir því að dregið hefur úr hamingju Íslendinga að undanförnu því fyrir um áratug sýndu rannsóknir að þeir voru hamingjusamasta þjóð í heimi. En þótt við séum ekki eins glöð og ánægð og fyrir um tíu árum þá leiðir nýja rannsóknin meðal annars í ljós að Íslendingar séu mun hamingjusamari en Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar. Minnsta hamingjan, samkvæmt gagnabanka Veenhofens, ríkir í löndum á borð við Armeníu, Úkraínu, Zimbabve, og Tansaníu. Íbúar í Afríkuríkinu Gana eru hins vegar ofarlega á hamingjulistanum að þessu sinni og eru þeir til að mynda hamingjusamari en Svíar, Hollendingar, Kanadamenn, og íbúar í Gvatemala. Margt skiptir máli í þessu sambandi að mati Veenhofens. Meðal annars virðast hamingjusamar þjóðir vera ríkar, þeim virðist ennfremur vera vel stjórnað, auk þess sem lýðræði er sterkt í löndunum. Þá virðist einnig meiri hamingja ríkja hjá þjóðum sem búa við milt loftslag heldur en þeim löndum þar sem hiti er mikill. Bent er á að í gamla daga hafi konur og menn í köldum löndum þurft að vinna mikið saman og sýna samstöðu til að lifa af. Það hafi skapað jafnræði í samfélaginu sem skili sér í meiri hamingju í nútímanum.
Heilsa Innlent Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira