Svefnleysi skerðir lífsgæði 13. október 2005 15:21 Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku. Heilsa Innlent Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Öll þekkjum við hversu vont það er að sofa illa, hvað þá að ná ekki að festa svefn heilu næturnar. Svefnleysið, sem hrjáir margan Íslendinginn, skerðir lífsgæði hans til muna. Fréttamaður Stöðvar 2 kannaði þessi mál í dag og leitaði leiða til að losna við andvökunæturnar. Eitt er víst; svefnlyf geta aldrei verið neitt annað en skammtímalausn. Íslendingar nota mest af svefnlyfjum allra Norðurlandabúa, þó reyndar sé ekki ýkja mikill munur á notkuninni hér og í Finnlandi. Hjá Landlæknisembættinu hafa menn áhyggjur af þessari stöðu en rannsóknir hafa sýnt að nokkur hópur Íslendingar notar lyf fyrir svefn daglega. Svefnleysi getur stafað af ýmsu en algengt er að þeir sem erfitt eiga með svefn séu haldnir kvíða, þunglyndi eða misnoti fíkniefni. Það er þó alls ekki algilt. Hjá konum getur svefnleysi komið í kjölfar fæðingar barns, - það sefur kannski illa fyrsta æviskeiðið en þegar svefnmál barnsins komast í lag situr mamman eftir vakandi inni í stofu. Áföll og álag getur líka valdið svefnleysi. Þegar vandinn nær að skjóta rótum veldur svefnleysi stundum svefnleysi - svo furðulegt sem það hljómar. Hjördís Tryggvadóttir sálfræðingur segir að fólk geti lent í vítahring með því að verja óvenjumiklum tíma í rúminu; það fer upp í rúm mjög snemma og reynir að festa svefn og fyllist svo kvíða og spennu þegar það er ekki sofnað eftir einhvern tíma. Sú tilfinning er einmitt andstæðan við það ástand sem maður þarf að vera í til að geta sofnað. Ef fólk getur ekki sofnað á það ekki að bylta sér endalaust heldur frekar að fara á fætur og reyna að dreifa huganum. Mikilvægast er að festa fótaferðatíma. Hjördís segir mikilvægt að skoða hegðunina í kringum svefntímann og þannig athuga hvort maður hafi komið sér upp einhverjum óhollum venjum í kringum svefninn. Útivist og hreyfing hjálpar líka til svo og slökun en langtímalausn getur, eins og áður segir, aldrei komið í krukku.
Heilsa Innlent Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira