Deilt um hagnað af samráði 13. janúar 2005 00:01 Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnuninni, sem þeir gerðu fyrir olíufélögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenningarnir fullyrtu í skýrslunni að mat Samkeppnisstofnunar á hagnaði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagnaðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Samkeppnisráð taldi fjárhagslegan ávinning olíufélaganna af samráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Samkeppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfirbragð hennar væri líkara málflutningi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á almennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferðum sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásakanirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofnunin sjálf gerir hins vegar. Sérstaklega sé erfitt að koma því á framfæri í opinberri umræðu. Hann segir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira