Hvar er Kenny Hibbitt? 16. janúar 2005 00:01 Ég nefndi það við vin minn í dag að mig langaði að skrifa greinina "Hvar er Kenny Hibbitt?" Í henni myndi segja frá því að ég sé farinn að hafa aðgang að fótbolta á mörgum sjónvarpsstöðvum - það hef ég ekki haft áður. Það sem blasir við er alþjóðavæddur fótbolti - jafn karakterlaus og Starbuck´s. Allt er fullt af oflaunuðum súkkulaðidrengjum með fallega greitt hár, nýkomnir úr nuddi og ljósabekkjum. Hvar er gamli fótboltinn sem hafði almenniegan karakter? Einkenni á enska boltanum var alltaf að þar var meira strit en vit - það var flautað og svo byrjuðu allir að hlaupa, detta hver um annan og brjóta af sér eins og vitleysingar. Leikvellirnir voru oftar en ekki drullusvað. Þetta var almennilegt og hafði augljós tengsl við kúltúr ensku lágstéttarinnar. Nú fer millistéttarfólk á fótboltaleiki, verðbréfasalar sitja í sérstökum stúkum, leikmennirnir koma og heilsa upp á þá eftir leik. Maður sér aldrei blett eða skrámu á fótboltamönnum nútímans - þeir eru eins og klipptir út úr tímaritum. Já, ég sakna Kennys Hibbitt, gamla miðjumannsins úr Wolves. Hann var á sífelldu spani út um allan völl, illa klipptur og drullugur upp fyrir haus. Hann var hversdagshetja. Mér kemur líka í hug Joe Jordan hjá Leeds - hann var tannlaus og stóð stöðugt í blóðugum skallaeinvígjum. Þetta var þjóðlegur fótbolti sem bragð var að. --- --- --- Í þættinum mínum í dag var ég með viðtal við Þórð Ben Sveinsson, myndlistarmann sem hefur verið búsettur í Evrópu síðan hann var ungur maður. Þórður kom hingað um 1980 með hugmyndir um borgarskipulag sem vöktu mikla athygli. Nú hefur hann snúið sér aftur að þessu viðfangsefni - líkt og sjá má á sýningu í Listasafni Reykjavíkur. Það er mikill fengur í svo vitrænu innleggi í skipulagsumræðuna hér. Þórður setur fram sannfærandi gagnrýni á hagnýtisstefnuna sem öllu hefur ráðið í meira en fimmtíu ár - hann bendir á að hér i Reykjavík hafi menn engan valkost við hana. Þó er eins og fólk hafi aldrei kært sig um hagnýtisstefnuna, hvorki hér né annars staðar. Arkitektar eru hins vegar fastir í henni; þeir hafa brugðist við gagnrýni á hana með aðeins fjörugra hagnýti, litríkum kassastíl, eins og Þórður orðar það. En það er ekki alvöru mótvægi. Hagnýtisstefnan hafnaði aldalangri hefð í byggingalist. Allt átti að verða nýtt, þetta var bylting, algjört rof. Staðir sem eru mótaðir af hagnýtisstefnunni verða sögulausir - þeir geta verið hvar sem er í heiminum. Við þurfum að leita aftur fyrir þessa stefnu, út fyrir hana. Þórður teflir fram hugmyndum um íslenska byggingarlist sem eigi rót í náttúrunni. Hann bendir á að timburhúsin sem okkur finnst svo falleg séu í rauninni norræn - enda timbur lítt eða ekki að finna hér. Hann nefnir byggðina á Melunum sem hann telur vera í nokkuð enskum stíl, en þó með íslensku ívafi í grjótsallanum sem er utan á húsunum. Annars eru hugmyndir Þórðar um borg í Vatnsmýrinni einstætt sköpunarverk. Hann leggur til að þar verði byggð hundrað þúsund manna borg - borg náttúrunnar. Ég mæli með sýningunni í Hafnarhúsinu og sérstaklega að menn kynni sér vel pælingarnar í kringum hana. Hún er merkilegur grundvöllur undir háþróaðri umræðu um skipulagsmál en hér hefur tíðkast. --- --- --- Sýning Þórðar minnir mig á litla bók sem heitir From Bauhaus to Our House eftir bandaríska blaðamanninn og rithöfundinn Tom Wolfe. Þau verða seint ofmetin áhrif gáfumanna sem fluttu frá Evrópu, einkum Þýskalandi, til Bandaríkjanna í stríðinu. Þetta kom ekki síst fram í byggingalistinni eins og Wolfe rekur í bókinni. Þessir menn voru sósíalistar upp til hópa, þeir vildu byggja nýtt samfélag þar sem maðurinn væri eins og tannhjól. Allt var þetta á vísindalegum grunni, eða svo var sagt - hagnýtið var fyrir öllu. Fegurðin skipti engu máli - hefðin var gamalt drasl. Þessum mönnum var fagnað eins og opinberun - Wolfe kallar þá "Hvítu guðina". Þeir komu með stál sitt, gler, hornrétta fleti og teoríur. Hugmyndir um verkamannahúsnæði í Þýskalandi urðu ráðandi í skipulagi bandarískra borga - stuttu síðar voru kapítalistar farnir að byggja eins og ekki væri til önnur forskrift. --- --- --- Litla fjölskyldan horfði aðeins á söfnunina í sjónvarpinu í gær. Móðir Kára: "Þetta er þáttur þar sem er spilað og safnað fyrir fátæku börnin." Kári: "Ég mundi spila á krakkagítar." Móðir Kára: "Það kom risastór sjór og tók fólkið." Kári: "Meiddi fólkið það?" Ég ætlaði að verða kristniboðslæknir þegar ég var lítill en varð fjölmiðlablaðrari. Einhvern veginn varð mér hugsað til þessa þegar útsendingin stóð yfir. Munurinn á að gera eitthvað konkret eða vera í sjónvarpi. --- --- --- Verður eitthvað meira úr fjölskylduumræðunni sem fór af stað eftir nýársræður biskupsins og forsætisráðherrans? Eða var þetta bara svona tyllidagahjal? Ég er stundum að tuða yfir liðinu sem skrifar á vefinn Málefni.com, en auðvitað þar eitt og annað skemmtilegt. Sumir ættu jafnvel að fá sinn eigin dálk í blöðunum. Meðal annars rak ég augun í þessa athugasemd sem ég kópíeraði um daginn. Ég er búinn að týna nafni höfundarins - kannski gefur hann sig fram? "Fjölskyldan er LÖNGU hrunin á Vesturlöndum og þetta er tóm nostalgía hjá Halldóri og biskupstítunni gagnvart einhverri peysufatamömmu sem er heima og huggar þá ef þeir koma grenjandi heim. Úti í Evrópu og í borgum BNA eru ekta kjarnafjölskyldur á ca einu af hverjum sex heimilum, hitt er allt saman einstæðir foreldrar, gamlingjar eða fráskildin eða ógift geldkvendi og -karlar à la Sex and the City og Frazier. Múslimar með Bin Laden í fararbroddi og kristið öfgalið í fjölda landa eru þeir sem mest dásama fjölskyldugildi og vilja hengja alla homma. Guðni Ágústsson orðaði þetta auðvitað manna best um árið þegar hann taldi konur best komnar bak við eldavélina." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Ég nefndi það við vin minn í dag að mig langaði að skrifa greinina "Hvar er Kenny Hibbitt?" Í henni myndi segja frá því að ég sé farinn að hafa aðgang að fótbolta á mörgum sjónvarpsstöðvum - það hef ég ekki haft áður. Það sem blasir við er alþjóðavæddur fótbolti - jafn karakterlaus og Starbuck´s. Allt er fullt af oflaunuðum súkkulaðidrengjum með fallega greitt hár, nýkomnir úr nuddi og ljósabekkjum. Hvar er gamli fótboltinn sem hafði almenniegan karakter? Einkenni á enska boltanum var alltaf að þar var meira strit en vit - það var flautað og svo byrjuðu allir að hlaupa, detta hver um annan og brjóta af sér eins og vitleysingar. Leikvellirnir voru oftar en ekki drullusvað. Þetta var almennilegt og hafði augljós tengsl við kúltúr ensku lágstéttarinnar. Nú fer millistéttarfólk á fótboltaleiki, verðbréfasalar sitja í sérstökum stúkum, leikmennirnir koma og heilsa upp á þá eftir leik. Maður sér aldrei blett eða skrámu á fótboltamönnum nútímans - þeir eru eins og klipptir út úr tímaritum. Já, ég sakna Kennys Hibbitt, gamla miðjumannsins úr Wolves. Hann var á sífelldu spani út um allan völl, illa klipptur og drullugur upp fyrir haus. Hann var hversdagshetja. Mér kemur líka í hug Joe Jordan hjá Leeds - hann var tannlaus og stóð stöðugt í blóðugum skallaeinvígjum. Þetta var þjóðlegur fótbolti sem bragð var að. --- --- --- Í þættinum mínum í dag var ég með viðtal við Þórð Ben Sveinsson, myndlistarmann sem hefur verið búsettur í Evrópu síðan hann var ungur maður. Þórður kom hingað um 1980 með hugmyndir um borgarskipulag sem vöktu mikla athygli. Nú hefur hann snúið sér aftur að þessu viðfangsefni - líkt og sjá má á sýningu í Listasafni Reykjavíkur. Það er mikill fengur í svo vitrænu innleggi í skipulagsumræðuna hér. Þórður setur fram sannfærandi gagnrýni á hagnýtisstefnuna sem öllu hefur ráðið í meira en fimmtíu ár - hann bendir á að hér i Reykjavík hafi menn engan valkost við hana. Þó er eins og fólk hafi aldrei kært sig um hagnýtisstefnuna, hvorki hér né annars staðar. Arkitektar eru hins vegar fastir í henni; þeir hafa brugðist við gagnrýni á hana með aðeins fjörugra hagnýti, litríkum kassastíl, eins og Þórður orðar það. En það er ekki alvöru mótvægi. Hagnýtisstefnan hafnaði aldalangri hefð í byggingalist. Allt átti að verða nýtt, þetta var bylting, algjört rof. Staðir sem eru mótaðir af hagnýtisstefnunni verða sögulausir - þeir geta verið hvar sem er í heiminum. Við þurfum að leita aftur fyrir þessa stefnu, út fyrir hana. Þórður teflir fram hugmyndum um íslenska byggingarlist sem eigi rót í náttúrunni. Hann bendir á að timburhúsin sem okkur finnst svo falleg séu í rauninni norræn - enda timbur lítt eða ekki að finna hér. Hann nefnir byggðina á Melunum sem hann telur vera í nokkuð enskum stíl, en þó með íslensku ívafi í grjótsallanum sem er utan á húsunum. Annars eru hugmyndir Þórðar um borg í Vatnsmýrinni einstætt sköpunarverk. Hann leggur til að þar verði byggð hundrað þúsund manna borg - borg náttúrunnar. Ég mæli með sýningunni í Hafnarhúsinu og sérstaklega að menn kynni sér vel pælingarnar í kringum hana. Hún er merkilegur grundvöllur undir háþróaðri umræðu um skipulagsmál en hér hefur tíðkast. --- --- --- Sýning Þórðar minnir mig á litla bók sem heitir From Bauhaus to Our House eftir bandaríska blaðamanninn og rithöfundinn Tom Wolfe. Þau verða seint ofmetin áhrif gáfumanna sem fluttu frá Evrópu, einkum Þýskalandi, til Bandaríkjanna í stríðinu. Þetta kom ekki síst fram í byggingalistinni eins og Wolfe rekur í bókinni. Þessir menn voru sósíalistar upp til hópa, þeir vildu byggja nýtt samfélag þar sem maðurinn væri eins og tannhjól. Allt var þetta á vísindalegum grunni, eða svo var sagt - hagnýtið var fyrir öllu. Fegurðin skipti engu máli - hefðin var gamalt drasl. Þessum mönnum var fagnað eins og opinberun - Wolfe kallar þá "Hvítu guðina". Þeir komu með stál sitt, gler, hornrétta fleti og teoríur. Hugmyndir um verkamannahúsnæði í Þýskalandi urðu ráðandi í skipulagi bandarískra borga - stuttu síðar voru kapítalistar farnir að byggja eins og ekki væri til önnur forskrift. --- --- --- Litla fjölskyldan horfði aðeins á söfnunina í sjónvarpinu í gær. Móðir Kára: "Þetta er þáttur þar sem er spilað og safnað fyrir fátæku börnin." Kári: "Ég mundi spila á krakkagítar." Móðir Kára: "Það kom risastór sjór og tók fólkið." Kári: "Meiddi fólkið það?" Ég ætlaði að verða kristniboðslæknir þegar ég var lítill en varð fjölmiðlablaðrari. Einhvern veginn varð mér hugsað til þessa þegar útsendingin stóð yfir. Munurinn á að gera eitthvað konkret eða vera í sjónvarpi. --- --- --- Verður eitthvað meira úr fjölskylduumræðunni sem fór af stað eftir nýársræður biskupsins og forsætisráðherrans? Eða var þetta bara svona tyllidagahjal? Ég er stundum að tuða yfir liðinu sem skrifar á vefinn Málefni.com, en auðvitað þar eitt og annað skemmtilegt. Sumir ættu jafnvel að fá sinn eigin dálk í blöðunum. Meðal annars rak ég augun í þessa athugasemd sem ég kópíeraði um daginn. Ég er búinn að týna nafni höfundarins - kannski gefur hann sig fram? "Fjölskyldan er LÖNGU hrunin á Vesturlöndum og þetta er tóm nostalgía hjá Halldóri og biskupstítunni gagnvart einhverri peysufatamömmu sem er heima og huggar þá ef þeir koma grenjandi heim. Úti í Evrópu og í borgum BNA eru ekta kjarnafjölskyldur á ca einu af hverjum sex heimilum, hitt er allt saman einstæðir foreldrar, gamlingjar eða fráskildin eða ógift geldkvendi og -karlar à la Sex and the City og Frazier. Múslimar með Bin Laden í fararbroddi og kristið öfgalið í fjölda landa eru þeir sem mest dásama fjölskyldugildi og vilja hengja alla homma. Guðni Ágústsson orðaði þetta auðvitað manna best um árið þegar hann taldi konur best komnar bak við eldavélina."
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun