Urðum að leita skjóls 16. janúar 2005 00:01 Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fjórir vélsleðamenn biðu í neyðarskýli í Héðinsfirði í fimm klukkutíma án þess að vita hvað hefði orðið um fimmta manninn sem var með þeim í för á laugardag. "Ég reyndi að fara á eftir honum en komst ekki neitt," segir Ragnar Már Hansson sem beið ásamt þremur öðrum eftir hjálp í neyðarskýlinu. "Við höfðum verið að leika okkur á sleðunum þegar við hittum tvo Fljótamenn sem ætluðu að sækja kindur í Héðinsfjörð. Það hafði verið þungt yfir en þegar létti til fórum við með þeim til að leita kindanna. Þegar þær voru allar fundnar skall á brjálað veður," segir Ragnar. Þeir reyndu að komast til baka en gekk illa að komast upp fjallshlíð í firðinum. Einn mannanna gekk upp á toppinn þar sem hann ætlaði að bíða hinna en hann hafði verið farþegi á einum sleðanum. Einn vélsleðamannanna reyndi að finna leið fyrir sleðann sinn upp hlíðina en fór fram af hengju og féll ofan í gil og lá þar slasaður á eftir. "Það var bara heppni að við sáum hann. Hjörtur sá glitta í hann þegar aðeins rofaði til í smá stund og við gátum farið og hjálpað honum. Við ákváðum að snúa við og fara í neyðarskýlið. Okkur var orðið nokkuð kalt en það hlýnaði fljótt í skýlinu og við hituðum okkur súpu," segir Ragnar. Hann segir vel hafa farið um þá en það hafi verið mjög vont að vita ekki hvað hefði orðið um fimmta manninn í hópnum. Eina sem þeir gátu samt gert var að vona að hann væri heill á húfi. Leitin að mönnum hófst eftir að sá sem varð viðskila við hópinn komst í símasamband. Hann var villtur en gat leiðbeint björgunarsveitarmönnum um á hvaða slóðum hann væri og skaut síðan upp blysi svo hægt var að staðsetja hann nákvæmlega. Í kjölfarið hófst leitin að hinum fjórum. "Talstöðin í neyðarskýlinu var biluð. Björgunarsveitarmennirnir heyrðu eitthvert smá kall frá okkur en síðan ekki söguna meir fyrr en við fundumst. Tveir okkar fóru með björgunarsveitarmönnunum á vélsleðunum til baka en ég og Stefán vorum fluttir á börum í björgunarskipið," segir Ragnar. Sjálfur hafði hann klemmst undir vélsleðanum þegar hann féll af honum og hafði blætt hafði inn á hægri kálfvöðvann. Vinur hans meiddist á hné og tognaði í baki og bjóst Ragnar við að hann þyrfti að vera nokkra daga á sjúkrahúsi. Sjálfur þurfti hann að gista eina nótt á sjúkrahúsinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira