Sælir eru friðflytjendur 17. janúar 2005 00:01 Það var gott framtak að efna til auglýsingar í New York Times þar sem umheimurinn er látinn vita af því að Íslendingar styðja ekki atbeina ríkisstjórnar Íslands við innrás og stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak – eða þátttöku eða "staðfestu" eða "vilja", eða hvaða hlutverk það nú var sem Karl Rove úthlutaði okkur í þessum hernaðarumsvifum. Einn af helstu trúnaðarmönnum Halldórs Ásgrímssonar, Pétur Gunnarsson, hefur einmitt upplýst að þessi ófyrirleitni stjórnmálaskúmur hafi búið til listann yfir þær þjóðir sem lýstu yfir velþóknun á innrás Bandaríkjamanna, í trássi við vilja SÞ, og skrifuðu þar með upp á að Bandaríkjastjórn væri undanþegin alþjóðasamningum og skuldbindingum. Almennt vilja Íslendingar fremur láta kjörna fulltrúa sína framfylgja íslenskri utanríkisstefnu í anda þjóðarviljans en menn á borð við Karl Rove. Auglýsingin í New York Times er til dæmis áminning um það. Gott framtak og síðustu forvöð að taka þátt með því að hringja í 9020000 – auglýsingin verður birt á næstunni. Landsmenn eru vanir fjársöfnunum til þess að styrkja þá sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum, eins og kom glæsilega í ljós nú um helgina – við kunnum bersýnilega að skemmta okkur við að styrkja gott málefni eins og líflegur skemmtiþáttur sjónvarpsstöðvanna sýndi; maður varð meira að segja djúpt snortinn einu sinni í þættinum, þegar myndband Sigur Rósar var sýnt og minnti okkur á afl tónlistarinnar gagnvart hörmungum heimsins, afl hins veikbyggða og fínlega gagnvart því ómennska, afl Davíðs gagnvart Golíat - þá líkn sem fínlegur og fagur vefur veitir í þraut: Þetta myndband sagði allt: minnti okkur á það hvaða erindi ein þjóð – agnarsmá en listfeng og hugkvæm - getur átt við heiminn. Það framtak að safna fé til að birta auglýsingu í NYT er nefnilega líka til að styrkja það sem molað hefur verið, þótt það kunni að vera með óáþreifanlegum hætti: það er sú mynd sem fólkið á þessari eyju hér hefur af sjálfu sér sem vopnlausri, friðelskandi smáþjóð sem einungis lætur til sín taka í heiminum í því skyni að sætta, leiða saman, græða sár, hjálpa, en fer aldrei með ófriði á hendur öðrum. Hver sá sem sér Michael Moore draga dár að Íslendingum fyrir þátt þeirra í Íraksstríðinu í myndinni Fahrenheit 9/11 finnur sárlega hvernig þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa svívirt þessa mynd af íslensku þjóðinni sem við viljum öll halda á lofti gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Og það er ekki einungis vegna þess að það er siðferðilega rétt að vera friðsamur og maður á að leitast við að breyta rétt, hvað sem Morgunblaðið segir. Hitt skipir líka máli: ímynd vopnlausrar smáþjóðar er ómetanleg auðlind og mun afla þjóðinni miklu meiri virðingar, velvildar og sæmdar en að halda áfram að fylgja núverandi Bandaríkjastjórn í blindni út í þær orrustur sem hún á í vændum í baráttu sinni við hillingarnar í eyðimörkum Miðausturlanda. Kristur sagði það: sælir eru friðflytjendur. Aldrei framar mega Íslendingar sjást á alþjóðavettvangi ráfandi um í hermannabúningum veifandi byssum eins og fákænir krakkar, svo jafnvel stórhætta stafar af fyrir almenning. Aldrei framar má nafn Íslands sjást á lista yfir þjóðir sem styðja valdbeitingu hins sterka gagnvart þeim sem veikar standa í trássi við samþykktir, reglur og alþjóðalög, valdbeitingu sem réttlætt var með hreinum uppspuna um Íraksstjórn, eins og margsannað er. Aldrei framar má það vitnast að stuðningur Íslendinga við að gera heiminn ófriðvænlegri sé til sölu. Aldrei framar má það sjást að Íslendingar skipi sér í flokk stríðsþjóða. Auglýsingin í NYT á að minna ráðamenn okkar á allt þetta. Hún á að verða til þess að þeir hugsi sig um næst þegar Karl Rove og félagar kalla á hvuttana sína. Hún á að minna þá á sannindin gömlu: sælir eru friðflytjendur. Það er rangt að þetta sé allt búið og gert: Bandaríkjamenn hafa ekki einu sinni enn lagt undir sig Írak heldur eiga þar í vök að verjast. Mikilvægt er að Bandaríkjamenn komist ekki upp með áform sín í Írak því að innrásin var aðeins fyrsti liðurinn í stórri ráðagerð um mikla landvinninga í Miðausturlöndum. Engin uppbygging hefur átt sér stað í Írak undir forystu Bandaríkjanna, aðeins niðurbrot. Við eigum að hætta að styðja niðurbrot í Írak – fara af listanum og styðja uppbyggingu í landinu. Lennon sagði það: war is over if you want it. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það var gott framtak að efna til auglýsingar í New York Times þar sem umheimurinn er látinn vita af því að Íslendingar styðja ekki atbeina ríkisstjórnar Íslands við innrás og stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak – eða þátttöku eða "staðfestu" eða "vilja", eða hvaða hlutverk það nú var sem Karl Rove úthlutaði okkur í þessum hernaðarumsvifum. Einn af helstu trúnaðarmönnum Halldórs Ásgrímssonar, Pétur Gunnarsson, hefur einmitt upplýst að þessi ófyrirleitni stjórnmálaskúmur hafi búið til listann yfir þær þjóðir sem lýstu yfir velþóknun á innrás Bandaríkjamanna, í trássi við vilja SÞ, og skrifuðu þar með upp á að Bandaríkjastjórn væri undanþegin alþjóðasamningum og skuldbindingum. Almennt vilja Íslendingar fremur láta kjörna fulltrúa sína framfylgja íslenskri utanríkisstefnu í anda þjóðarviljans en menn á borð við Karl Rove. Auglýsingin í New York Times er til dæmis áminning um það. Gott framtak og síðustu forvöð að taka þátt með því að hringja í 9020000 – auglýsingin verður birt á næstunni. Landsmenn eru vanir fjársöfnunum til þess að styrkja þá sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum, eins og kom glæsilega í ljós nú um helgina – við kunnum bersýnilega að skemmta okkur við að styrkja gott málefni eins og líflegur skemmtiþáttur sjónvarpsstöðvanna sýndi; maður varð meira að segja djúpt snortinn einu sinni í þættinum, þegar myndband Sigur Rósar var sýnt og minnti okkur á afl tónlistarinnar gagnvart hörmungum heimsins, afl hins veikbyggða og fínlega gagnvart því ómennska, afl Davíðs gagnvart Golíat - þá líkn sem fínlegur og fagur vefur veitir í þraut: Þetta myndband sagði allt: minnti okkur á það hvaða erindi ein þjóð – agnarsmá en listfeng og hugkvæm - getur átt við heiminn. Það framtak að safna fé til að birta auglýsingu í NYT er nefnilega líka til að styrkja það sem molað hefur verið, þótt það kunni að vera með óáþreifanlegum hætti: það er sú mynd sem fólkið á þessari eyju hér hefur af sjálfu sér sem vopnlausri, friðelskandi smáþjóð sem einungis lætur til sín taka í heiminum í því skyni að sætta, leiða saman, græða sár, hjálpa, en fer aldrei með ófriði á hendur öðrum. Hver sá sem sér Michael Moore draga dár að Íslendingum fyrir þátt þeirra í Íraksstríðinu í myndinni Fahrenheit 9/11 finnur sárlega hvernig þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hafa svívirt þessa mynd af íslensku þjóðinni sem við viljum öll halda á lofti gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Og það er ekki einungis vegna þess að það er siðferðilega rétt að vera friðsamur og maður á að leitast við að breyta rétt, hvað sem Morgunblaðið segir. Hitt skipir líka máli: ímynd vopnlausrar smáþjóðar er ómetanleg auðlind og mun afla þjóðinni miklu meiri virðingar, velvildar og sæmdar en að halda áfram að fylgja núverandi Bandaríkjastjórn í blindni út í þær orrustur sem hún á í vændum í baráttu sinni við hillingarnar í eyðimörkum Miðausturlanda. Kristur sagði það: sælir eru friðflytjendur. Aldrei framar mega Íslendingar sjást á alþjóðavettvangi ráfandi um í hermannabúningum veifandi byssum eins og fákænir krakkar, svo jafnvel stórhætta stafar af fyrir almenning. Aldrei framar má nafn Íslands sjást á lista yfir þjóðir sem styðja valdbeitingu hins sterka gagnvart þeim sem veikar standa í trássi við samþykktir, reglur og alþjóðalög, valdbeitingu sem réttlætt var með hreinum uppspuna um Íraksstjórn, eins og margsannað er. Aldrei framar má það vitnast að stuðningur Íslendinga við að gera heiminn ófriðvænlegri sé til sölu. Aldrei framar má það sjást að Íslendingar skipi sér í flokk stríðsþjóða. Auglýsingin í NYT á að minna ráðamenn okkar á allt þetta. Hún á að verða til þess að þeir hugsi sig um næst þegar Karl Rove og félagar kalla á hvuttana sína. Hún á að minna þá á sannindin gömlu: sælir eru friðflytjendur. Það er rangt að þetta sé allt búið og gert: Bandaríkjamenn hafa ekki einu sinni enn lagt undir sig Írak heldur eiga þar í vök að verjast. Mikilvægt er að Bandaríkjamenn komist ekki upp með áform sín í Írak því að innrásin var aðeins fyrsti liðurinn í stórri ráðagerð um mikla landvinninga í Miðausturlöndum. Engin uppbygging hefur átt sér stað í Írak undir forystu Bandaríkjanna, aðeins niðurbrot. Við eigum að hætta að styðja niðurbrot í Írak – fara af listanum og styðja uppbyggingu í landinu. Lennon sagði það: war is over if you want it.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun