Leikum okkur með líkamann 19. janúar 2005 00:01 "Að kenna börnum jóga felst að nokkru í því að gera æfingarnar skemmtilegar og skapa úr þeim leik þannig að þau verði aldrei leið. Við leikum okkur með líkamann, hermum eftir dýrum, búum til sögur og segjum þær með jógastöðum. Svo förum við í leiki þar sem við fáum að hlaupa og fá útrás og leiki sem byggjast á einbeitingu og kyrrð. Eldri krakkarnir hafa líka gaman af því að spreyta sig á jógastöðum og sjá hvað þeir geta." Þetta segir Guðrún Arnalds jógakennari og játar að það hafi komið sér á óvart hversu auðvelt sé yfirleitt að halda börnum við efnið. Námskeiðin standa í 12 vikur og eru að hefjast nú á föstudaginn 21. janúar. Guðrún hefur kennt fullorðnum jóga í nokkur ár og byrjaði að kenna börnum í fyrravetur eftir að hafa sótt námskeið í barnajóga í London og annað í sirkusjóga í Bandaríkjunum. Hana dreymir um að koma meira af jóga inn í skólana og hún segir því víða hafa verið tekið vel. "Markmiðið með því er að auka vellíðan barnanna og stuðla að auknum sjálfsaga og betri einbeitingu. Einnig að styrkja líkamann og auka sveigjanleika hans. Ég reyni að hjálpa börnum að auka tilfinningu fyrir sjálfum sér bæði líkamlega og tilfinningalega og efla sjálfstraust þeirra. Jóga getur til dæmis verið mjög gagnlegt í sambandi við ofvirkni og í því að koma orkunni í réttan farveg," segir hún. Hóparnir í Laugum skiptast í tvennt eftir aldri. 4-7 ára og 8-11 ára og að sögn Guðrúnar eru foreldrarnir með börnunum í yngri hópnum og í annað hvert skipti með eldri börnunum. "Þetta er jú líka hugsað þannig að foreldrarnir geti gert eitthvað með krökkunum sínum sem er öðru vísi en það sem þeir gera á hverjum degi. Þetta er tími til að vera saman á skapandi hátt," segir hún að lokum. Heilsa Nám Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
"Að kenna börnum jóga felst að nokkru í því að gera æfingarnar skemmtilegar og skapa úr þeim leik þannig að þau verði aldrei leið. Við leikum okkur með líkamann, hermum eftir dýrum, búum til sögur og segjum þær með jógastöðum. Svo förum við í leiki þar sem við fáum að hlaupa og fá útrás og leiki sem byggjast á einbeitingu og kyrrð. Eldri krakkarnir hafa líka gaman af því að spreyta sig á jógastöðum og sjá hvað þeir geta." Þetta segir Guðrún Arnalds jógakennari og játar að það hafi komið sér á óvart hversu auðvelt sé yfirleitt að halda börnum við efnið. Námskeiðin standa í 12 vikur og eru að hefjast nú á föstudaginn 21. janúar. Guðrún hefur kennt fullorðnum jóga í nokkur ár og byrjaði að kenna börnum í fyrravetur eftir að hafa sótt námskeið í barnajóga í London og annað í sirkusjóga í Bandaríkjunum. Hana dreymir um að koma meira af jóga inn í skólana og hún segir því víða hafa verið tekið vel. "Markmiðið með því er að auka vellíðan barnanna og stuðla að auknum sjálfsaga og betri einbeitingu. Einnig að styrkja líkamann og auka sveigjanleika hans. Ég reyni að hjálpa börnum að auka tilfinningu fyrir sjálfum sér bæði líkamlega og tilfinningalega og efla sjálfstraust þeirra. Jóga getur til dæmis verið mjög gagnlegt í sambandi við ofvirkni og í því að koma orkunni í réttan farveg," segir hún. Hóparnir í Laugum skiptast í tvennt eftir aldri. 4-7 ára og 8-11 ára og að sögn Guðrúnar eru foreldrarnir með börnunum í yngri hópnum og í annað hvert skipti með eldri börnunum. "Þetta er jú líka hugsað þannig að foreldrarnir geti gert eitthvað með krökkunum sínum sem er öðru vísi en það sem þeir gera á hverjum degi. Þetta er tími til að vera saman á skapandi hátt," segir hún að lokum.
Heilsa Nám Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Fleiri fréttir Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira