Lífið

Gott að hugsa í þvottahúsinu

"Ég er sáralítið heima hjá mér en þegar maður fer að spá í þetta þá er best að vera upp í rúmi undir sæng þar sem maður byrjar daginn og endar hann," segir Guðjón aðspurður um eftirlætisstaðinn á heimili sínu. "Þá er maður í toppmálum og með bók á náttborðinu," segir Guðjónm, sem segist þó allt of sjaldan gefa sér tíma í að lesa góðar bækur en er nú með ævisögu Laxness á náttborðinu. "Annars finnst mér þvottahúsið næs, því þar er hlýtt og notalegt og á meðan maður bíður eftir að vélin klárist er gott að kúpla sig aðeins frá hlutunum og hugsa," segir Guðjón og slær þeirri hugmynd fram að ef til vill séu það minningar frá þvottahúsi ömmu hans sem fái honum til að líða vel í þvottahúsinu. "Auk þess er það nú svo að maður skokkar niður til að kíkja á vélina og ef hún er ekki búin myndast tóm á meðan maður bíður," segir Guðjón og brosir. "Mér finnst mikilvægast að hafa hlýlegt og notalegt í kringum mig og þannig á heimilið að vera, og manni á að líða vel þegar maður er heima hjá sér," segir Guðjón.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×