Lífið

Alvara í handverki

Alda Sigurðardóttir myndlistarkona er eigandi Alvörubúðarinnar og heldur úti vefsíðunni Alvara.is þar sem hún selur vörur sínar. "Á verkstæðinu bak við Alvörubúðina er útbúin handavinna fyrir börn, búningar og fleira en hér er einnig verslun þar sem handverk er selt," segir Alda. Handavinnuna og handverkið býr hún til sjálf en hún er einnig með til sölu handverk annars staðar að og mikið af handverki frá Indlandi sem hún flytur inn sjálf. "Indverskt handverk er gamalt áhugamál hjá mér og hef ég farið nokkrum sinnum til Indlands. Ég hef komið mér upp sambandi við mann á Indlandi sem kaupir fyrir mig ekta handverk eftir minni forskrift," segir Alda. Verslunin hefur því á sér mjög ævintýranlegan brag og kennir ýmissa grasa og má finna litskrúðuga dúka, rúmteppi, dúkkur, leðurvörur og dansbjöllur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig eru þarna föt á börn og fullorðna. Allt er handunnið og eru engir tveir hlutir eins. "Ég hef einnig verið að þróa pakkningar með handavinnu fyrir börn. Ég er með þær til sölu hér og á öðrum stöðum um landið og einnig á vefsíðu minni, en sjálf er ég alin upp í handavinnubúð," segir Alda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×