Trúir ekki á megrunarkúra 25. janúar 2005 00:01 "Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki. En á meðan ég er að safna mér fyrir þessu líkamsræktarkorti þá labba ég mikið," segir Eva sem er algjört náttúrubarn. "Mér finnst mjög gaman að fara út í náttúruna og út úr bænum. Mér finnst æðislegt að vera úti því það veitir mér hugarró og mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér." Eva er að setja upp leikritið Brilljant skilnaður með mömmu sinni Eddu Björgvinsdóttur og er það viss heilsubót. "Við hlæjum rosalega mikið saman og ég er eiginlega búin að blómstra meira af því en að hreyfa mig. Síðan vinn ég með svo rosalega uppbyggilegu fólki. Mig langar ekkert að vera fimmtíu kíló því ég er mjög sátt við mig eins og ég er. Ég henti meira að segja vigtinni minni um daginn því ég nenni ekki að stressa mig á því hvort ég bæti á mig einu kílói eða ekki. En hreyfingin er mikilvæg því hún veitir svo mikla andlega vellíðan. Ég trúi ekki á megrunarkúra en ég veit að ég á að borða hollan mat. Mér finnst voða gott að fara á Grænan kost eða Maður lifandi einu sinni í viku því fjölskyldan mín er ekki miklar grænmetisætur. Ég drekk líka mikið vatn því það er mikilvægt og svo finnst mér það gott. En ef maður er hamingjusamur þá er allt í lagi að hafa brjóst og rass og eitthvað til að klípa í. Mér finnst það bara flott." Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Ég er reyndar ekki í ræktinni núna þó að ég myndi glöð vilja segjast fara alla daga. En ég er að safna mér fyrir korti í Nordica. Ég prófaði það í tvo mánuði og fannst það æðislegt. Ég þarf að hafa dekur með ef ég fer í ræktina - annars fer ég ekki. En á meðan ég er að safna mér fyrir þessu líkamsræktarkorti þá labba ég mikið," segir Eva sem er algjört náttúrubarn. "Mér finnst mjög gaman að fara út í náttúruna og út úr bænum. Mér finnst æðislegt að vera úti því það veitir mér hugarró og mér finnst gott að vera ein með sjálfri mér." Eva er að setja upp leikritið Brilljant skilnaður með mömmu sinni Eddu Björgvinsdóttur og er það viss heilsubót. "Við hlæjum rosalega mikið saman og ég er eiginlega búin að blómstra meira af því en að hreyfa mig. Síðan vinn ég með svo rosalega uppbyggilegu fólki. Mig langar ekkert að vera fimmtíu kíló því ég er mjög sátt við mig eins og ég er. Ég henti meira að segja vigtinni minni um daginn því ég nenni ekki að stressa mig á því hvort ég bæti á mig einu kílói eða ekki. En hreyfingin er mikilvæg því hún veitir svo mikla andlega vellíðan. Ég trúi ekki á megrunarkúra en ég veit að ég á að borða hollan mat. Mér finnst voða gott að fara á Grænan kost eða Maður lifandi einu sinni í viku því fjölskyldan mín er ekki miklar grænmetisætur. Ég drekk líka mikið vatn því það er mikilvægt og svo finnst mér það gott. En ef maður er hamingjusamur þá er allt í lagi að hafa brjóst og rass og eitthvað til að klípa í. Mér finnst það bara flott."
Heilsa Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira