Steingrímur og Róbert í Silfrinu 27. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu.